Mjölnir


Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 2

Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 2
títgef.: Alþýðubandalagið f Norðurlandskjördæmi vestra. Abyrgftannaður: Hannes Baldvlnsson. — AfgTelðsla: Suðurjcdtu 10, SÍKlaflrðl. Siml 71294. Árgjald 76 kr. — Slgluf Jarðarprentsmlðja b. *. Ný iðnprúunarstefna Fyrir skönmiu gerði Magnús Kjartansson iðnaðarmála- ráðherra grein fyrir iðnþróunaráætlun, sem senn verður fullgerð á vegum iðnaðarmálaráðuneytisins. Hefur verið skýrt frá helztu niðurstöðum þeirrar áætlunar í fjölmiðl- um, og skal það ekki tekið upp hér. Það hefur lengi verið viðurkeunt af öllum stjómmála- hreyfingum á Islandi, að vaxtarbroddur atvinnuþróunar- hmar í landinu sé í iðnaðinum. Þetta hefur aldrei verið eins augljóst og nú, þegar það blasir við, að fiskimiðin við landið eru í stórfelldri hættu, og munu vart þola svipaða sókn og nú er, hvað þá að unnt verði að byggja atvinnu- möguleika vaxandi fóklsfjölda á þeim. Ágreiningurinn milli núverandi stjórnar og stjórnarand- stöðu í iðnþróunarmálum er ekki um það, hvort byggja eigi hér upp iðnað til að taka á móti fólksfjölguninni, eða ekki. Ágreiningurinn er um það, hvernig að uppbyggingu iðnaðar í landinu skuli staðið. Viðreisnarstjórnin hafði enga trú á því, að íslendingar gætu sjálfir byggt upp stóriðnað. Alkunnugt dæmi er það, þegar Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti opinberlega yfir von sinni og ósk um 20 útlendar álbræðslur á Islandi. Aðgerðir viðreisnarherranna í iðnþróunarmálum fólust aðallega í því að auglýsa erlendis, að á íslandi mætti fá orku og vinnuafl fyrir lítið, og leita samninga við erlenda auðhringa mn að þeir settu hér upp verksmiðjur. Er álsamningurinn gleggsta dæmið um það, hve lágt var lotið. Núverandi ríkisstjórn hefur allt aðra afstöðu til iðnþróun armála. Hún lítur svo á, að íslendingar eigi og verði sjálfir að liafa full yfirráð yfir þeim iðnfyrirtækjum, sem komið verður á fót í landinu. Sú iðnþróunaráætlun, sem Magnús Kjartansson kynnti á dögunum, stefnir að iðnþróun, sem landsmenn hafi sjálfir fullt vald yfir. Hlutur landsbyggðarinnar Eitt af því, sem flestar eða allar ríkisstjómir á Islandi haf lofað sl. mannsaldur, er að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir vaxandi misvægi í byggð landsins. Þetta loforð hefur verið svikið jafnoft og það hefur verið gefið. Þegar á þetta er minnzt, vakna ýmsar spurningar. Hvers vegna hefur þetta loforð ekki verið efnt? Veit kannski engimi, hverjar orsakirnar til fólksflóttans frá landsbyggð- inni til Suðvesturlands eru? Hefur það ef til vill aldrei verið rannsakað; hefur kannski aldrei þótt ómaksins vert að skipa eins og eina nefnd til að leita orsakanna? Eða er hér ef til vill að verki eitthvert náttúrulögmál, sem enginn fær við ráðið, eitthvað í líkingu við flóð og fjöru, gang himintungla og árstíðaskipti? Hafa ef til vill allar rflíisstjórnir komizt að þeirri niður- stöðu, að vel athuguðu máli, að ríkjandi ástand væri það ákjósanlegasta fyrir alla aðila. Eða er það tflviljun, að öll stóriðjufyrirtæki landsins, Áburðarverksmiðjan, sements- verksmiðjan. og álverksmiðjan eru staðsettar á suðvestur- horninu og að sjóefnavinnslu og e. t. v. fleiri stóriðjufyrir- tækjum verður brátt bætt þar við? Þá liggja fyrir ráðr herrastaðhæfingar um, að þúsundir manna muni innan tiltölulega skamms tíma hafa lífsframfæri sitt af rekstri alþjóðarflugvallar á Reykjanesi. Loks má víst telja sannað, að ekki sé liægt að reka þjónustustofnanir fyrir allt landið utan Reykjavíkur. A. m. k. strandaði hugmyndin um að flytja Tækniskólann burtu úr Reykjavík, og þegar ymprað var á að flytja aðalstöðvar Landlielgisgæzlunnar úr Reykja vík — þó ekki til Homstranda eða Melrakkasléttu, heldur aðeins til Hafnarfjarðar, 10 km. leið frá miðborg Reykja- víkur, ætlaði allt vitlaust að verða á því heimili. Megum við vænta þess, að hið nýbyrjaða Alþingi láti byggðaþróunarmálin til sín taka? SIGLUFJÖRÐUR og FM útvarp Framhald af 3. síðu. standa frammi fyrir náskyld. Fulls afnotagjalds er krafist þó fólk hafi ekki haft not af útsendingum útvarpsins,- nú, ekki 'gefur síminn eftir þó bilanir torveldi að hæg-t sé að nota hann, eða álag svo mikið að ógerlegt sé að ná langlínu- samtölum heilu dagana. Fleiri stofnanir mætti nefna en þetta látið nægja í bili. Athugun hafin á rekstri dagheimiiis á Siqlufirði Framhald af 1 síðu. aðar dagheimila og skóladag- lieimila, en 25% til leikskóla. Af reksturskostnaði leggi ríkið fram allt að 30% til dagheimila og skóladagheimila og allt að 20% til leikskóla. Ríkisfram- lagið yrði þó bundið því skil- yrði, að aðstand-endur barna borguðu ekki meira en 30% af heildarkostnaði dag-lieimila og skótadagheimila og 50% af heildar reksturskostnaði leik- skóla. Hvort þetta frumvarp nær fram að ganga, skal ósagl látið, en hér er um mikla hreytingu tit batnaðar að ræða frá þvi sem áður var. Bæjarfréttir Framliald af 1. síðu. Aðstoðargjöld námu kr. 3.019.100 af þeim hafa náðst -inn 37%. Fasteignagjöld námu 8.226.000 af þeim hafa náðst inn 41,3%. Hin lága prósenta innheimtra fasteignagjalda mun einkum stafa af vanskilum SR við bæjarsjóð. Til viðhótar þessu hefur innheimzt nokkuð af eldri gjöldum, ca. 1,5 Mkr. Hátt áfengisverð — Framhald af 4. síðu vegna rannsókna sinna á áfeng- ismálum, samið slcýrslu um tjón af völdum áfengisneyzlu. Er skýrslan samin á vegmn einnar merkustu rannsóknarstofnunar hieims á þessu sviði, Addiction Researoh Foundation of Ont- ario. 1 skýrslunni komast vísinda- mennirnir að þeirri niðurstóðu, að færri yrðu áfengi að bráð, drykkjusjúklingum fækkaði, cf verð áfengra drykkja hækkaði verulega frá því, sem nú 'er. Vísindamennirnir segja: „Alit okkar er, að ríkisstjórnir ráði öflugu vopni til að hafa heinil á áfengisneyzlu. Samt sem aður er margt, sem kemur í veg fyr- ir, að því sé heitt. Til að fjar- lægja þær hindranir verður að fræða alemnning um hættur mikillar áfengisneyzlu. Ekki leikur á tveim tuiigum, að neyzlan eykst, ef verðið er lágt, en minnkar með liækkuðu verði. Það hefur omið í tjós, að i jlöndum, þar sem verð afeugis er hærra en til dæmis i Kan- ada, er drykkjusýki (alcohol- ismi) fátíðari og dauðsföll af völdum skorpulifrar færri. Verðlag er alls ekki það eina, sem áhrif hefur á áf-engis- neyzlu, en það virðist raun-hæf- asti þátturinn og sá, sem auð- veldast er að notfæra sér í liar- áttunni við drykkjusýkina.“ (Frá ÁfengisvarnarráSiý. Lokaítrekun um dráttarvexti á vangreidd bæjargjöld S-amkvæmt lögum nr. 8/1972 eru gjaiddagar á- lagðra bæjargjalda 1972 sem hér segir. % UTSVÖR: Fyrri hluta útsvars bar að greið-a fyrir 15. júlí sl. og síðari hluta ber að greiða fyrir 15. október nk. £ AÐSTÖÐUGJÖLD: Gjalddagi aðstöðugjalda var 1. júlí sl. • FASTEIGNAGJÖLD: Gjalddagi fasteigna- gjalda á að vera 2. janúar ár hvert. Sökum þess hve fiasteignagjöld voru seint á ferð 1 ár var ákveð- ið að gjalddagi að þessu sinni yrði 1. ágúst. I framangreindum. lögum segir: „EF GJÖLD SAMKVÆMT LÖGUM ÞESSUM ERU EKKI GREIDD, ÁÐUR EN 2 MÁNUÐIR ERU ERU LEÐNIR FRÁ GJALDDAGA, SKAL GREIBA SVEITARSJÓÐI DRÁTTARVEXTI AF ÞVl, SEM ÓGREITT ER, l'/>% FYRIR HVERN MÁNUÐ EÐA BROT ÚR MÁNUÐI, SEM LÍÐUR ÞAR FRAM YFIR FRÁ GJALDDAGA, UNZ GJALDH) ER GREITT.“ Hækkið ekki eigin gjöld með vanskflum. Siglufirði, 1. október 1972. Bæjarstjórinn í Siglufirði. Síldarvinnslan h.f. Neskaupstad rekur síldarverksmiðju, síldarsöltun, frystihús og saltfiskverkun. Kaupir afla til hvers konar verk- unnar. Sfldarvinnslan h. f. Lögtaksúrskurður Fógetaréttur Siglufjarðar hefur úrskurðað þann. 5. okt. 1972 að „lögtök til tryggingar ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum á- lögðum 1972 á gjaldendur í Siglufjarðarkaupstað, aúk dráttarvaxta og kostnaðar við lögtö'kin og eftir- farandi uppboð, ef til kemur, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úr- skurð þennan, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar.“ Bæjargjaldkerinn, Siglufirði 2 — MJÖLNTR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.