Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 3

Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 3
MINNINGARORÐ ÁRNiJÓNASSON f. 13. mars 1904 — d. 28. des. '1974 SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR f. 2. sept. 1904 — d. 26. jan. 1975 Skömmu eftir að ég kom hing að til Siiglufjarðair fyrir rösk- um 30 árum kynn.t:is.t ég fljót- lega nema í klæðskeiraiðn og leit því alloift inn á verkstæðið, þar sem hann ilærði. Meistari han.s var Árni Jónasson, klæð- skerameistari, og man ég vel eftir honum sem glaðværum góðlegum manmi, liprum og snarlegum og konu hans góð- leigri og umhyggjusamri og börnum í æsku. Þessari fjöl- skyldu lcynntist ég ekki frekar á þe&sum árum, en man samt vel eftir Arna sem þátttakanda í ý.msu félagssitarfi, sjónleikjum og fileiru. Seinna meir þegar ég samgrerist betur siglfirsku bæj- arMfi og fór að kynnast fleirum persónulega varð ég Árna Jónas syni kunnugri. Síðustu 10-11 ár- in höfum við verið samstarfs- menn í póstþjónustunni og þá getur ekki öðruvísi farið að kynnin verði ærið náin. Árni Jónasson lést aðfaranótt 28. des. 1974 og var jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju þann 7. jan. 1975 að viðstöddu fjöl- menni. Nú þegar hinstu kveðjustund- ir eru afstaðnar og huganum rennt til baka yfir áratugasam- starf, þá verða ekki fyrir nein- ir þeir hnökrar á þræðinum að maður stöðvist við. Slíkt bendir einungis til þess að starfsferill- inn hafi verið jafn og góður, enda var það svo. Strax og Árni kom tiil starfa við póstinn og fór að sinna bréfaútburði, samlagaðist hann þessu starfi, sem í senn er erfitt og auðvelt. Starf bréfberans er bæði ein- hæft og fjölþætt, að þræða sömu slóð, daga, vikur og ár, en póst- sendingarnar, sem hann ber í tösku sinni eru .sífallt nýjar og af hinum margvíslegustu tegund um, og einstaklingarnir, sem fá þær eru sífelldum breytingum háðir, fjöldi þeirra, aldur og staðsetningar, alltaf að koma og fara, kunnugir kveðja, ókunnir heilsa. Gömul tengsl slitna og ný bindast, kunningsskapur og vinátta eflist á ný —- því alltaf er bréfberinn kærkominn gest- ur. Þetta starf átti vel við Árna Jónasson. Hreyfing og athöfn féll honum vel, hann var glað- vær í viðmóti og viðræðugóður, lumaði á glensi og græskulausu gríni, en var alitaf hæverskur iOg gætinn í orðum. Trúmennska hans og samviskusemi í störfum yar okkur samstarfsmönum harns ákaflega dýrmæt og störf hans öll póstþjónustunni til liins mesta sóma. Við, sem með ihonum störfiuðum eigum hon- um stóra þökk að gjalda fyrir ágætt samstarf og fyrir samveru á ferðalögum og öðrum gleði- stundum. Árni Jónasson var þingeying- ur að ætt og rakti skyldleika til merkra og ágætra manna langt í ættir fram. Hann var fæddur 13. mars 1904 á Grenivík við Eyjafjörð, sonur lijónanna Guð- rúnar Jónsd. og Jónasar Ein- arssonar, sem þar bjuggu. Hann sleit þó sínum bernskuárum hér á Siglufirði, óx hér upp við þröngan kost þeirra tíma. Hugurinn hneygðist þó til ein- hvers náms og fór hann því til Akureyrar og hóf þar nám I klæðskeraiðn, lauk námi og hóf síðan störf í iðninni og iseinna á eigin verkstæði. Á Akureyri kynntist hann Soffíu Jóhannes- dóttur og gengu þau í lijóna- band árið 1928, og varð hún honum hinn ágætasti lífsföru- nautur. Börn- þeirra urðu þrjú: Haraldur kvænitur Helgu Guð- mundsdóttur, eru þau húsett hér og er ihann gjaldkeri í Spari sjóði Siglufjarðar. Sigriður Lára gift Þorsteini Júliussyni, búsett í Reykjahlíðarþorpi við Mývatn og er liún stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykjahlíð. Baldur, kvæntur Kristinu Friðbertsdótt- ur, er liann viðskiptafræðingur að meunt og búsett eru þau í Reykjavik. Óhætt eir að fullyrða að barna lán þeirra hjóna, Soffíu ag Árna var þeirra stærsta lifshamingja, og barnabörnin þeirra yndi og ánægja. Þessvegna mun það hafa orðið Árna meira áfall en margan grunar, þegar snjóflóð lagði hið fagra hedmil Haralds og Helgu í rúst á augabragði nú í desembermánuði s. 1., en þá var Árnj að stríða við sjúkdóm sinn á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Efalaust hefur gleðin yifir því, að öll sluppu þau iheil á húfi frá þessum hamförum náttúrunnar og gátu leitað skjóls hjá pabba og mömmu á Hvanneyrarbraut 34, bætt að miiklu þann sárauka, sem snart Árna hvað mest. . Þegar ég nú rifja upp kynni (okkar Árna Jónassonar undan- farinn röskan áratug, samstarf, samveru utan vinnutíma og margskonar önnur áhugamál, sem við áttum saiman, þá fer ekkj hjá því að að mér hvarfli sú hugsun að talsvert eigi ég nú skylt með þessum horfna vini. Við ihöfum líklega átt fleira sam eiginlegt en okkur sjálfa grun- aði þegar við vorum að baksa saman með ýmsa liluti. — Sem unglinga hefur okkur báða ef- laust dreymt um að læra margt og mikið, báðir vorum við bók- hneygðir, ljóðelskir og hnoðuð- um svolitið í laumi. Þótt tveir áratugir tæpir skildu okkur að hvað aldur snentir, þá imun ald- arfar, ef svo imá segja, hafa sveigt okkur báða að svipuðu markmiði, að læra eitthvað, sem veitt gæti afkomulegt ör- yggi á lífsbrautinni fraimundan. Ætla má að hvað svo sem gengi á í henni veröld þyrftu menn þó alltaf iföt til að klæðast í og skó til að ganga á. Árni lærði klæðskeraiðn, ég lærði skósmíða iðn. En hverfuJt er heimsins lán. Handiðnin stóðst ekki fram sókn fjöldaframleiðslu, gerfiefn- in, og tískufyrirbrigði hafa nú því nær útrýmt tveim mjög fjöl mennum iðngreinum. Ég yfir- gaf leistinn, og Árni mjakaði sér smámsaman ofan af ,klæð- skeraborðinu, þar sem hin yog- islka steRing átti svo vel við. Að undangegnuro nokkrum vista- skiptum á vinnumarkaði bæjar- ins höfnuðum við báðir í starfi hjá Pósti og sima, og undum vel að ég tel, samstarfi og samvist- um, enda eins og áður segir, Árni virtur og velmetinn af samstarfsfólki öllu. Eitt þeirra sameiginlegu á- huigamála, sem við áttum hvað innilegast voru bindindismálin. Árni liafði verið í stúku um ára tugaskeið og gengt þar öllum trúnaðarstöðum frá þeirri lægstu tiil hinnar æðstu, en ég hef aldrei í sitúku stanfað og hef því farið mikillar reynslu á miis. Oft ihentum við gaman að hinum illu örlögum okkar að þurfa að meðhöndla svo oft og svo mikið vín, sem raun var á, en það voru vín&endingar í póst inum til ýrnissa staða hér nær- lendis, sem við höfðum þá á j milli handa. Oft var að okkur skotið hvað við bindindismenn- irnir „færum vel með vín“, og mátti það til sannsvegar færa, því þótt okkur væri innihaldið hvimleitt, fórum við með þessa lirothættu pakka af mestu gát. Fleiri voru þau siameiginlegu áhugamálin, sem við áttum, þó ekki verði hór talin, en þó get ég ekki annað en minnst sér- staklega áhuga Árna fyrir leilc- list og leikstarísemi, en þar hafði hann lagt drjúgan skerf til á þeim árum, sem leikstarf- semi var hér með imestum blóma í bænum. Frásagnir hans og upprifjanir frá þeim tímum voru bæði skemmtilegar og lærdómsríkar. 1 október s. 1. fór ég suður til Reykjavíkur á Félagsráð&fund Póstmiannafélagsins, oig mér brá illa þegar ég kom heim og var sagt að Árni væri kominn á sjúkrahúsið, þugt haldinn. Við höfðium þó kvaðst svo glaðir og hressir aðeins tveim dögum áð- ur. Á þessum ,sjúkleika tóskt honum ekki að sigrast, en var þó kominn heim ifyrir jólin og hélt þau með fjölskyldunni á heimilinu, þar sem svo óvænt hafði fjölgað um fjögur. Og í faðmi fjölskyldunnar lifði hann sínar síðustu stundir, lagðist óvenju hress til hvíldar að kvöldi og sofnaði svafninum langa, í sátt við allt og alla, því þannig var hans líf. Ég tel mér óhætt að mæla fyr ir munn okkar samstarfsfólks- hjá Pósti og síma og færa hon- um látnum innilegustu þakkir fyrir samstarf og 'samverustund- ir. Við munumm minnasl lians með virðingu og þökk. Éersónulega votta ég ástvin- um hans og skyldmennum inni- legustu hluttekningu okkar hjón anna. Mininingin um góöan vin, föður og afa mun sefa söknuð Og trega. Útkorna þessa blaðs, sem kv.eðjuorð mín um Árna Jónas- son áttu að birtast í, hafði dreg- ist. Ekki hvarflaði þó að mér, að svo skammt yrði milli burt- ferða þeirra hjóna héðan úr heimi, að ég gæti bætt hér við hinstu kveðju til hans ástkæra lífsföninauts, Soffíu Jóhannes- dóttur, en hún varð bnáðkvödd 26. janúar 1975 og var jarð- sungin frá Siglufjarðarkinkju 5. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Enginn má sköpuim renna. — Enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Aldrei hefur mér orðið jafnljóst sannleiksgildi þessara spakmæla og sunnudaginn 26. janúar s. 1. Að ganga um hádegisbil í blíð viðri vetrarins með Sof'fíu við hlið, rabba við hana í þeim létta tón, sem okkur var laginn, hlakka til hádegisverðarins hjá Dúddu og nokkunra samveru- stunda í friðsæld sunnudagsins. Og þar sem við sitjum lilið við hlið í góðum samræðum er sem þögnin rjúfi orðin, ský birgi sól. Gesturinn, sem aldrei nefn- ir stund eða stað komu sinnar, hafði óvænt kvatt dyra án þess að við yrðum þess vör, ég horfði á vinkonu mína líða út af, en vissi ekki hvað var að ske, þekkti eltki landamæri lifs og dauða. Svo snögg og óvænt umiskipti eru vafalaust það, sem við er á-tt þegar sagt er, að eng- viti sína æifina fyrr en öll er. Soffiía Jóhannesdóttir var fædd 2. sept. 1904 að Stöng í Mývatnssveit, dóttir hjónanna Helgu Jóhannsdóttur og Jóhann* esar Pálssonar en fór ungbarn í fóstur til Guðrúnar Þorgríms- dóttui' og Friðriks Jónssonar að Helgastöðum í Reykjadal, ólst þar upp í hópi barna þeirra og taldi þar sín föðurhús. Ilún var dugnaðar- og mynd- arstúlka að sögn þeirra, sem til þeikktu, fór snemma að vinna fyrir sér og undir þeim kring- -umstæðum kynntust þau Árni, á saumastofu á Akureyri, þar sem bæði unnu. Þau gengu í hjónaband árið 1928, flutt-u til Sig-lufjarðar árið 1936 og hafa átt hér heimili síðan. Við hlið manns síns stóð Soffía í bliðu og stríðu, vann með honum, tók þátt í félagslífi með honum og síðast ein ekki sist bjó hún fjöl- iskyldu sinni gott, hlýlegt og myndarlegit heimili, sem bar lienni ávallt hið besta vitni. Ég veit, að ég hef farið mikils á mis, að hafa ekki fyrr og bet- ur -kynnst betri heimingnum hans Árna, en svo orðuðum við það stundum þegar við meint- |um okkar ágætu eiginkonur. Þó voru okkar kynni á liðnum ára- tug það mikil og góð að ég veit að hún var mikil mannkosta- kona, góð og trygglynd, ágætur félagi og liðsmaður til stunings góðum málum. Bestur mæli- kvarði er þó virðing sú og traust, ;sem maður hennar bar til liennar og ég varð svo oft vitni að. Þau hjónin, Soffía og Árni voru bæði yfirlætislaúsar manneskjur og undu best í ná- vist livors annars, en ástúð, 'traust og tillitssemi voru sterk- ir þættir í samlífi þieirra. Við lijónin erurn harmi slegin og tökum innilega hlutdeild í sorg og söknuði þeirra systkina, tengdiasystkina og barna þeirra, sem nú eiga einnig á bak móð- ur og ömmu að sjá. Okkur finnst hinn óboðni gestur hafi nærrj ofekiúr höggvið í þetta sinn, þó að aðra hafi hann sært ineira, — en það er huggun harmi gegn, að liðið var á lífs- ins dag og líknsemd stór -að fá svo fyrirvaralausa kvaðningu til hinstu ferðar. Ég er viss um, að Soffía átti víst að bennar biðu góðar mót- tökur hjartkærs vinar þegar yfir móðuna miklu kærni. Mín ósk er sú, að von hennar hafi ræst, og megi það vera huggun okk- ar sem á eftir horfum. Einar M. Albertsson ,,Eldur er bestur I með ýta sonum | og sólarsýn, I lieilindi sitt, j ef liafa náir, \ og án löst að lifa.“ Fáa eða enga hef ég þekkt, sem mér finnist að betur hafi lif að eftir þessum heilræðum Háva mála, en vin minn Árna Jónas- son og hans ágætu konu, Soffíu Jóhannesdóttur. Heilbrigt og grandvart líf ásamt bjartsýni og glaðværð var þeim óþrjótandi ' brunnur hamingju. ' ! Það reynist, sem betur fer svo að bjartsýnismaðurinn, sem allt- af sér til sólar, jafnvel þótt eitt- |hvað skyggi að, verður sjaldan j fyrir vonbrigðum. Sá sem kann að meta þau gœði og þá gleði, sem lifið hefur að bjóða, vinnur líka oftast bug á erfiðleikum þess. framhald á 4. síðu. MJÖLNIK — 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.