Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 3

Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 3
Samgöngur - samgönguleysi Samgöngumál Siglfirðinga hafa oft verið ofarlega á baugi meðal þeirra vandamála, sem við var að glíma hverju sinni. Lengst af voru samgöngur á sjó og landi, það sem um var að velja, síðar kom flugið til sögunnar. Siglufjarðarskarð var eitt sinn sá þröskuldur, sem erfið- ast var að komast yfir og þá var það sjóvegurinn, sem nota varð meginhluta ársins. Jarð- göngin gegn um Strákafjall opnðu landveg fyrir Siglfirð- inga og má telja hann opinn árið um kring til jafns við vegi annarsstaðar á norðurslóðum. Til að halda uppi reglubundn um áætlunarferðum til Siglu- fjarðar varð Siglufjarðarleið, þ.e. Gísli heitinn Sigurðsson á Sleitustöðum í Skagafirði og hans venslalið, einna happa- drýgst og úthaldsbest um ára- tugaskeið. Svo fór þó, vegna síminnkandi farþegaflutninga á sérjeýfisleiðinni Varmahlíð— Sauðárkrókur — Siglufjörður, að sérleyfið var lagt niður og þótti það mikill hneltkur fyrir samgöngur vestur á bóginn, því samband var þá ekki lengur við Norðurleið — sérleyfishaf- ann á leiðinni Reykjavík — Akureyri. Þegar svo nokkru síð ar að sérleyfið Siglufj. — Sauð árkrókur var úr sögunni kom til kasta annarra aðila að leysa samgönguvandamálið, sem þá skapaðist. Til þess urðu í fyrstu Siglufjarðarleið, Póstur og sími og Flugfélag íslands, og svo síðar aðeins Póstur og sími og Flugfélagið og ferðrrn- ar aðeins tengdar flugi F.í. til Sauðárkróks. Nú í sumar ákvað Flugfélag íslands að hætta aðild sinni að ferðum bílsins milli Sauðárkr. og Siglufjarðar og standa nú málin þannig að líkur eru á, að þessar einu reglubundnu á- ætlunarferðir frá og til Sigiu- fjarðar um Skagafjörð hætti — að Siglufjörður slitni alveg úr tengslum við nágrannabyggðir og Húnavatnssýslur hvað snert ir reglubundnar ferðir, sem al- menningur getur notað. Þessi mál hafa verið kynnt og rædd, það gerðu fulltrúar Pósts og síma og Flugfélags íslands, og ræddu þeir m.a. við bæjarstjórann á Siglufirði í því augnamiði að bæjarstjórn Siglufjarðar vildi koma til skjalanna og gera eitthvað til að koma í veg fyrir að þessar áætlunarferðir um Skagafjörð legðust niður. Bæjarstjórn mun hafa gert samþ. um að skora á Flugfélagið að halda áfram að styrkja ferðimar til og frá Siglufirði eins og það hefur gert, og er enn ekki vit- að hvort sú áskorun fær und- irtektir, þ. e. að F.í. breyti fyrri ákvörðun um að hætta styrk við bílferðimar. Flugfél. ísi. mun hafa ákveðið að leggja álíka fjármagn og fór til styrkt ar bílferðunum milli Sauðár- króks og Siglufjarðar í flug- ferðir frá Akureyri til Siglu- fjarðar — en áætlað er að Norð urflug annist ferðirnar — og mun F.í. telja að sú þjónusta af þess hálfu verði ekki síðri aðstoð og samgöngubót fyrir Siglfirðinga. Samgöngur við Siglufjörð hafa á seinni árum tekið mikl- um stakkaslciptum, Flugfélagið VÆNGIR og umboðsmaður þess á Siglufirði, Gestur Fann- tíal, eiga þar stóran hlut að rnáli. Aðstaða á flugvelli er nú að verða með því besta, sem þekkist á smærri flugvöllum hérlendis. og tíðleiki flugferða og tiltölulega óbrigðult áætlun- arflug hafa leitt til sívaxandi | notkunar þessarar samgöngu- . leiðar. Flutningur á pósti og vörum fylgir þar með. Verði af því að F.í. eða Norð I urflug taki upp áætlunarflug ■ milli Siglufjarðar og Akureyrar ‘tvisvar til þrisvar í viku batna isamgöngur í lofti verulega. Þrátt fyrir góðar og batnandi | samgöngur í lofti til Rvíkur og Akureyrar þá er hitt geysi- lega mikilvægt fyrir Siglufjörð og byggðirnar inn með austan- verðum Skagafirði að reglu- bundnar áætlunarferðir bifreið- ar haldi áfram milli Siglufjarð- ar og Sauðárkróks. Það er margt sem þama kemur til greina. Á margan hátt er unn- ið markvisst að auknum menn- ingarlegum og félagslegum tengslum innan kjördæmisins, má nefna fræðslumál (fræðslu- skrifstofa er á Blönduósi) skattamál (skattstofa á Siglu- firði) iðnfræðsla (iðnfulltrúi á Sauðárkróki) o.s.frv. — Slílc tengsl krefjast annarra tengsla, þ. e. góðra samgangna milli staða í kjördæminu. Allt styður því þá stefnu, að fyrir Siglufjörð og sveitim- ar í Fljótum inn með Skaga- firði, Hofsós og nágrenni, sé það brýn þörf að áætlunar- ferðir haldi áfram með líku sniði og undanfarið. Ef í harð- bakkann slær eiga sveitarfé- lög. á þessu svæði hiklaust að leggja af mörkum það sem þarf, svo þessi samgönguleið almennings lokist ekki, það eru hagsmunir byggðarlaganna og -einnig 'Flugfélags íslands, sem þarna eru í veði. Fyrir Siglufjörð sérstaklega væri slíkt stórt skref aftur á bak í samgöngumálum, svo hart var barist fyrir Stráka- göngum og svo hart er ýtt á eftir í vegamálum að mönnum verður á að spyrja: Til hvers er þá barist, ef áætlunarferðir leggjast niður? E. Vandamál Lýðræði oo ekki lýðræði Eftir skrifum íhaldsblaðanna að dæma mætti stundum álíta, að $jálfstæðisflokkurinn væri einhverskonar bréfaskóli um lýðræði og málgögn hans fræðslubréf um sama efni. Síðasti Siglfirðingur birtir eitt svona fræðslubréf í tilefni þess, að Mjölnir hefur átalið geðþóttastjórn og lögbrot bæj- arstjómarmeirihlutans. Lokanið urstaða Siglfirðings er sú, að það sé fullkomlega í anda lýð- ræðis, þegar meirihluti bæjar- fulltrúa gerir samkomulag um stjórn bæjarins og „stjómar eftir því sem þeim líst skyn- samlegast og best til loka kjörtímabilsins.“ Það er fróðlegt að láta reyna á þessa skilgreiningu. Ef meirihlutanum líst það „skynsamlegast og best“ að brjóta lög á minnihlutanum með því að hagræða kosningu í hafnamefnd eftir geðþótta sínum, til þess að hindra að minni hlutinn fái þar þau áhrif, sem honum ber samkvæmt lögum og reglugerð um stjórn bæjarins, — er það lýðræði? Eða er það geðþóttastjórn? Meirihlutanum í bæjarstjórn Siglufjarðar hefur stundum „lit ist það skynsamlegast og best“ að láta líða hátt í ársfjórðung milli bæjarstjómarfunda, þótt lög og reglugerðir mæli svo fyrir, að þeir skuli haldnir mánaðarlega. Á meðan eru mál in afgreidd í bæjarráði af þrem mönnum úr níu manna bæjar- stjórn. Bæjarfulltrúum meiri- hlutans er síðan gert að stað- festa gerðir þremenniganna þegjandi með handaupprétting- um á bæjarstjómarfundum. Er þetta lýðræði eða geð- þóttastjórn? í siðuðu lýðræðissamfélagi gilda ákveðnar reglur um fram- kvæmd lýðræðisins, m.a. um rétt minnihlutans. Slíkar reglur hefur meirihlutann í bæjarstj. Siglufjarðar þrásinnis brotið. Fyrirlitningin, sem smáhitleram ir í bæjarráðinu sýna bæjarstj. í heild, með því að fella niður fundi mánuðum saman og ráðskast á meðan einir með stjórn bæjarmálanna, minnir ó- notalega á framferði herfor- ingjastjórna, sem senda þing og löglega kjörin stjórnvöld heim og stjórna síðan eftir eigin geðþótta. Munurinn á lýðræðislegum stjórnarháttum og geðþótta- stjórn liggur meðal annars í því, að lýðræðisstjórnvöld stjórná eftir lögum og reglum þar um, en geðþóttamennimir eftir því, sem þeim „líst best“ hverju sinni. Engin stjómmálasamtök á Islandi eru andlýðræðissinnaðri en $jálfstæðisflokkurinn, þrátt fyrir lýðræðishræsnina í mál- gögnum hans. Flokksræði og vald peninganna er sú hugsjón, sem flokkurinn stefnir að, eins og bezt sést þar sem hann ræð úr mestu, eins og t.d. í Reykja- ! vík. Það er ekki lýðræði, þegar sagt er við lóðaumsækjendur: I umræðum fyrir skömmu, hvað réði framkomu manna og gjörðum, var mér bent á að lesa blaðaviðtöl við nokkra siglfirska heiðursmenn, sem dagblaðið Tíminn átti í ágúst- mánuði í sumar. I þessum viðræðum komu fram aðilar viðriðnir atvinnu- rekstur og opinber störf eins og gengur. Það sem vakti athygli mína, og hefir eflaust verið það sem átti að benda mér á, var við- talið við fulltrúa útgerðarfé- lagsins Dagur h.f. Friðrik Frið- riksson. Það kemur fram, að naumast sé starfsfriður fyrir verkalýðssamtökunum hér, sem líti starfsemi Dags illum aug- um, og má lesa milli línanna, að samtökin séu til harla lítils gagns fyrir æskilega þróun at- vinnulífs og framfara. Verður tæpast lýst í styttra máli afstöðu atvinnurekenda allra tíma til samtaka vinnandi íólks. Þegar um er að ræða mann, sem, í fyrsta lagi er þekktur að heiðarleika og hreinskilni í hvívetna, og í öðru lagi fé- lagi í þessum samtökum verka- fólks um áraraðir, þá er ekki óraunhæft að því sé haldið fram, að starfsvettvangur og fjárhagslegir möguleikar ráði þeim skoðunum, sem koma fram í viðtalinu. Það fer ekki milli mála, að þama er flutt rödd atvinnurek- andans í fortíð, nútíð og fram- tíð, rödd þess sem ekki þolir afskipti annarra af gjörðum Isínum, og allra síst þeirra, sem 'öll afkoma hans byggist þó á, | verkafólksins. j Lítill vafi er, að þessi ein- jstaklingur hefði orðið jafn sannfærandi og sannfærður um ágæti og réttmæti athafna sinna, þótt störf hans í lífinu hefði orðið hliðstæð og sam- stiga áhugamálum verkalýðs- samtakanna. Því verður að á- lykta, að efnahagslegir mögu- leikar og starfsval ráði miklu um skoðanir og framkomu manna. Verkalýðshreyfingin hefir frá upphafi barist gegn rang- læti því sem alþýða manna hefir verið beitt. Það er stað- reynd, að verkafólk var verr haldið en skepnur þær sem at- vinnurekandinn taldist eiga hér áður fyrr, þeim var þó að minnsta kosti séð fyrir fóðri, þó með undantekningum væri; hliðstæðurnar eru nánast úti- gangshrossin. Um það verður ekki deilt, að samtök verkafólks hafa breytt mörgu til hins betra í okkar þjóðlífi síðan þau hófu göngu sína, en baráttulaust hefir ekkert náðst og mun svo enn um sinn. Undirritaður hefur starfað fyrir samtök verkafólks í u.þ.b. 25 ár. Um starf mitt mætti með nokkrum rétti segja, að óþarft væri, eða ætti að vera óþarft. Svo til allt hefir það verið, að gæta þess, að undir- ritaðir staðfestir samningar væru haldnir. Enn þá er siðgæðisvitund mannskepnunnar ekki sterkari en svo, að undirritun samn- ings eða skuldbindingar, er engan veginn trygging fyrir að það sé virt sem þar stendur. Hvern einasta virkan dag á kvöldin og einnig frídaga marga hefi ég þurft að útskýra samningsatriði, svara spurning- um og lofa að bæta úr einu og öðru. Hvaðanæva að er spurt: Ég hefi ekki fengið greitt það sem í kauptaxtanum stend- ur, viltu athuga málið? ; Á ekki að greiða kaffitímann : líka? Ég var afskrifaður í nótt þegar komið var að kaffitíma. Ég hef unnið talsvert í hlaupavinnu, á ekki áð greiða orlof á slíka vinnu? I kauptaxtanum stendur að greiða eigi kr. 635,20 fyrir að hnýta á 1000 fiskiöngla, en ég hef fengið greitt kr. 300,00, hvað á ég að gera? Við róum með mikið lengri línu en gert er ráð fyrir, og þar að auki erum við færri um borð, þetta verður að laga og fá á hreint sem fyrst. Við fengum greitt með 2% lægri skiptaprósentu en gert er ráð fyrir. Getur þá lagað þetta? Við höfum ekki fengið greidda fatapeninga hjá út- gerðinni í mörg ár, getur þú innheimt þetta fyrir okkur? Ég hef ekki fengið skil á or- lofi í marga mánuði, hvað get ég gert? Við bílstjórar höfurn um ára- raðir haft einir með afgreiðslu á skipum að gera, ásókn at- vinnurekenda með sína bíla í þessa vinnu eykst sífellt. Hvað skal gera? Halló! Hér í. sveit er okkur neitað um að láta skrá okkur atvinnulaus á þeim forsendum, að sumar sé komið. Er þetta rétt? Er þetta hægt? Hvað á að gera við verk- stjórann og framkvæmdastjór- ann, þeir ganga í vinnuna með okkur? Er þetta ekki bannað, bæði hjá verkstjórasamtökun- um og verkalýðssamtökunum? 1 Þannig er spurt endalaust, þrátt fyrir að um öll þessi at- ! riði eru samningar. Er ekki i hér að finna vandamál Frið- riks mins og allra hans þján- ingabræðra fyrr og síðar, sem fá ekki æskilegan frið til að sinna áhugamálum sínum fyrir hinum óþægu verkalýðssam- tökum. Óskar Garibaldason ;Ef þú gefur milljón í flokks- sjóðinn. skaltu fá lóð hjá borg- i inni. I . Það er ekki lýðræði, þegar ' sagt er við fólk, sem vill fá jaðstöðu til að byggja sér íbúö- | ir: Ef þið gangið í flokkinn og 1 byggingarfélag flokksmanna, fáið þið að byggja, annars ekki. í Það er ekki lýðræði, þegar jöll helstu embætti eru skipuð jeftir pólitískum lit, eins og í jReykjavík, þar sem margir jtugir æðstu embættanna hjá jborginni eru skipuð flokks- j bundnum íhaldsmönnum, að Framhald á 7. bíðu MJÖLNIR _ 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.