Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 6

Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 6
Sauðfjárbændur verða að fá viðunandi rekstrarlán Sagt frá tiliögu Ragnars ArnaSds og Helga Seljans á Alþingi. Á s. 1. vetri fluttu þeir Ragnar Arnalds og Helgi Seljan tillögu á Alþingi, þar sem fjallað er um eitt alvarlegasta vandamálið, sem sauðfjárbændur eiga við að búa um þess- ar mundir, en það er, að rekstrarlán bankakerfisins út á afurðir þeirra hafa farið hlutfallslega minnkandi ár frá ári og eru löngu orðin algerlega óviðunandi. Tillagan náði ekki fram að ganga á seinasta þingi og verður endurflutt nú í byrjun nýs þings, enda eru þessi mál í algerum ólestri enn, þrátt fyrir þær úrbætur, sem fengizt hafa á þessu ári og draga skammt í því einstæða verðbólguflóði, sem nú gengur yfir þjóðina. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að gera ráðstaf- anir til að tryggja bændum viðunandi rekstrarlán út á sauðfjárafurðir, og skal við það miðað, að lánin verði veitt á tímabilinu frá ársbyrjun til ágústloka ár hvert og verði þá orðin 75% af væntanlegum afurðalánum.‘‘ Greinargerð tillögunnar er svohljóðandi: Fyrirsjáanlegt er, að bændur, sem stunda sauðfjárbúskap, og samvinnufélögin, sem við þá skipta, lenda þegar á þessu ári í ískyggilegum erfiðleikum vegna skorts á rekstrarfé, og útlit er fyrir, að þessi vandi muni enn aukast á árinu 1976. Eins og kunnugt er, þarf sauðfjárbóndinn að leggja í mikinn kostnað við búskap sinn að vetri, vori og sumri, og þessi kostnaður skilar sér ekki aftur fyrr en síðla hausts. Veitt eru afurðalán til bænda frá Seðlabanka og viðskipta- bönkum, þegar varan er komin í söluhæft ástand, hvort sem um er að ræða mjólk eða kjöt, og nema lánin 65—68% af heildsöluverðmæti afurðanna. Dugar þetta fyrirkomulag þol- | anlega fyrir mjólkurframleið- endur, en sauðfjáreigendur . þurfa hins vegar að brúa bilið frá ársbyrjun og þar til afurða- lánin fást greidd. Reynt hefur verið að bæta úr þessum vanda með lánum úr bankakerfinu á tímabilinu frá marz til ágústmánaðar, en þessi lán, sem námu á liðnu sumri 900 kr. á slátraða kind haustið 1973, hafa farið hlut- fallslega lækkandi um langt skeið og eru löngu orðin alger- lega ófullnægjandi. í þessu sambandi má nefna hér tölur, sem fram komu á síðasta Búnaðarþingi: Rekstrar- lán til bænda námu um 65% af framleiðsluverðmæti sauð- fjárafurða ársins 1958, en á fyrstu árum „viðreisnarstjórn- ar“ rýrnuðu þau mjög veru- lega og voru árið 1963 komin niður í 34% af framleiðslu- verðmæti afurðanna. Síðan hafa lánin lækkað hlutfalls- lega ár frá ári og voru á árinu lá74 aðeins 21% af fram- leiðsluverðmæti sauðfjárafurða. Versnandi lánafyrirgreiðsla bankakerfisins hefur valdið vaxandi erfiðleikum í rekstri margra samvinnufélaga og hefur vandinn orðið því stór- felldari, þeim mun stærri þátt- ur sem viðskipti sauðfjárbænda jeru í rekstri félaganna, en eins og fram kemur í töflu í Ár- bók landbúnaðarins 1972—’73, er sauðfjárbúskapur stærsti þáttur landbúnaðarframleiðsl- unnar víða um land, einkum í Dölum, á Vestfjörðum og á Ströndum, í Húnavatnssýslu, Norður-Þingeyjarsýslu, á Aust- fjörðum og í Austur-Skafta- fellssýslu. Sýnt er, að á árinu 1975 mun rekstrarfjárskortur sauð- fjárbænda og viðskiptaaðila þeirra aukast verulega vegna stórfelldrar verðbólgu og vaxta hækkana. Áburðarverð mun hækka á árinu um a. m. k. 76,5% og gífurlegar hækkanir hafa einnig orðið á öðrum rekstrarvörum, ekki sízt kjam- fóðri. Forráðamenn margra kaup- félaga, einkum norðanlands og austan, hafa varað við því, að rekstrinum væri stefnt í algert strand, ef úrlausn fengist ekki, og þarf ekki að færa frekari rök að því, að afkoma hundr- aða sauðfjárbænda er hér í húfl Þetta vandamál getur ríkis- stjórnin að sjálfsögðu leyst með einföldum hætti í sam- vinnu við Seðlabankann. Ó- ljósar yfirlýsingar hafa heyrzt frá ráðhermm um væntanleg- ar úrbætur, en efndir á því loforði liggja ekki fyrir, enda flest sem bendir til þess, að um verði að ræða algerlega ófullnægjandi ráðstafanir. í landbúnaðarmálum eru mörg óleyst viðfangsefni, til dæmis hvað varðar skipulagn- ingu framleiðslunnar og aukn- ingu á innlendri framleiðslu kjarnfóðurs og áburðar. Veru- legar endurbætur á rekstrarlán- um sauðfjárbænda em hins vegar sjálfsagt réttlætismál og verulegt nauðsynjamál fyrir þessa atvinnugrein. Fréttabréf frá Skagaströnd - - - Eins og flestum Norðlending- um er kunnugt, þá var sum- arið fremur votviðrasamt, og þurrkar og kuldi fram eftir sumri og þar af leiðandi spruttu tún seint og sláttur hófst með seinna móti og gras varð minna. Eftir að sláttur hófst, þá komu úrfelli og hey hrökt- ust á túnum og má segja, að sífelldir óþurrkar væru svo til allt sumarið. Heyfengur manna varð með talsvert minna móti, sökum þessara orsaka. Göngur hér í Höfðahreppi fóru fram dagana 21. og 28. september s. 1. og var réttað hér í Spákonufellsrétt og í réttum nærliggjandi sveita fyrr nefnda daga. Viku fyrir göng- ur var smalað allstórt svæði fyrir ofan hreppsgirðinguna og kom þá fjöldi fjár til réttar, sennilega nokkru fleira en í aðalgöngunum. Veður var gott báða réttardagana, en fremur illa gekk að smala, því að tals- verður snjór var til fjalla og því seinlegra að reka féð. — Gangnastjóri var Jón S. Páls- son skólastjóri, en réttarstjóri Páll V. Jóhannesson. Þess skal getið, að stóði var smalað til síðari réttar og kom margt hrossa af fjalli. Dilkar virðast vera í meðallagi víðast hvar hér um slóðir. í sumar voru reist tvö svo- nefnd einingahús og eru þau úr steinsteyptum flekum, sem eru skrúfaðir saman með jám- boltum. Eigendur þessara húsa eru þeir Guðjón E. Sigtryggs- son skipstjóri á togaranum „Arnari“, og Guðmundur Ól- afsson, sjómaður á sama tog- ara. Unnið hefur verið við bygg- ingu fleiri húsa, og eru 'þau flest að verða fokheld. Þá var og steyptur fyrsti áfangi að barnaheimili og hefur Lions- klúbbur Höfðakaupstaðar haft forgöngu í því. Þá var byrjað á byggingu raðhúsa og er mein ingin að byggja 4 raðhús, þ.e. íbúðir fyrir 4 fjölskyldur. Verk- taki er Eðvarð Hallgrímsson, byggingameistari. í sumar hefur verið unnið í skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar fram að sumarleyf- um, en eftir sumarleyfi hafa starfsmenn stöðvarinnar unn- ið við húsabyggingar á staðn- um. Unnið hefur verið við Rækju- vinnsluna nýju og verið er að mála húsið utan og annast það verk Friðjón Guðmundsson málari. Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi hefur látið byggja nýtt verzlunarhús og standa vonir til þess, að hægt verði að flytja í það fyrir jól n. k. og taka það í notkun. Kaup- félagið hefur rekið hér tvö úti- bú á undanförnum árum. Úti- bússtjórar eru Jón Jónsson og Fjóla Jónsdóttir. Togskipið „Arnar“ hefur afl- að vel í sumar og hefur aflinn verið unninn í frystihúsinu „Hólanes“ h. f. Framkvæmda- „Hólaness" h. f. er nú Steindór Gíslason, en s. 1. vor urðu framkvæmdastjóraskipti, er Sigurður Njálsson lét af störf- um. „Hólanes" h. f. og Skag- strendingur h. f. hafa ráðið skrifstofustúlku, Ingibjörgu Kristinsdóttur. Það er ófögur sjón að sjá hvernig annar lýsisgeymir Síldarverksmiðja ríkisins er út- lits eftir veður og vinda und- anfarinna ára. Plötur úr norð- austurhlið hans eru gengnar inn og sumar eru hálflausar og geta fokið hvenær sem vera skal, og mætti ætla að frysti- húsinu gæti stafað hætta af, ef svo illa tækist til, að geym- ' irinn rifnaði, en frystihúsið stendur næst og eru miklar líkur, að eitthvað mundi lenda á því. Er það mál manna, að þarna þurfi að lagfæra og það r>em fyrst. Skagaströnd, 5. okt. 1975. Guðmundur Kr. Guðnason. Vetraráætlun Flugfélagsins Samkvæmt vetraráætlun Flugfélags íslands verður far- þegafluginu til Norðurlands hagað sem hér segir: Milli Reykjavíkur og Akur- eyrar verða þrjár ferðir á dag á mánudögum, miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum. Á föstudögum verða fjórar ferðir en tvær ferðir aðra daga. Til Sauðárkróks verður flog- ið á mánudögum, miðvikudög- um, fimmtudögum og föstudög- um. Til Húsavíkur verður flog- ið á mánudögum miðvikudög- um, föstudögum og laugardög- um. Fleiri vöruflutningaferðir verða millj staða á landinu en nokkru sinni fyrr. Tvær ferðir í viku verða með vörur til Ak- ureyrar, ísafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Ennfremur verður vöruflutningaferð einu sinni í viku frá Egilsstöðum til Akureyrar, þaðan til ísa- fjarðar og Reykjavíkur. í sambandi við áætlunarflug Flugfélags íslands til Akureyr- ar mun Flugfélag Norðurlands halda uppi flugi til staða á norð-austurlandi, til Húsavíkur, Raufarhafnar, Kópaskers, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Ennfremur til Grímeyjar og milli Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar og ísafjarðar. Þá j mun Flugfélag Norðurlands . frá og með 1. nóvember halda uppi áætlunarferðum milli Ak- ureyrar og Sauðárkróks og Ak- ureyrar og Siglufjarðar. Vöruflutningaþjónusta Á sínum tíma var tekinn upp sá háttur í Reykjavík og nokkr- um hinna stærri kaupstaða, að vörusendingum var ekið heim til viðtakanda. Ennfremur voru vörusendingar sóttar til send- anda. í framhaldi af þessu hef- ur verið ákveðið að opna nokkr ar vöruafhendinga- og móttöku stöðvar. Þangað geta viðtak- endur sótt pakka, og einnig af- hent smærri vörusendingar, sem eiga að fara til annarra staða á landinu. Stöðvamar eru sem hér segir: I Breiðholti í verzluninni Straumnesi, Vest- urbergi 76, í Árbæjarhverfi, í verzluninni Garðarskjöri, Hraun bæ 102, í Kópavogi: í sendibíla stöð Kópavogs við Nýbýlaveg, Nýbýlavegi. í athugun er að opna fleiri slíkar stöðvar og mun verða tilkynnt um það þegar þar að kemur. (Úr fréttatilkynningu) Nýtt ! Nýtt ! RAFBÆR Ódýrar herraskyrtur og þverröndóttar skyrtur. Model og Matchbox RAFBÆR, Aðalgötu 20 Ti7 sölu Húseignin Hlíðarvegur 31 (Enni) Siglufirði, er til sölu. Upplýsingar gefur Hjörleifur Magn- ússon. - Sími 71304. 6 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.