Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 12

Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 12
Ad veturnóttum FRÉTTABRÉF ÚR HÚNAÞINGI Liðið sumar heilsaði ekki með neinum hávaða um Húnaþing. Útmánaðanæðing- urinn náði fram um 20. maí, en upp úr því brá til bata, og hitabylgjan náði 20 stig- um dagana í síðustu viku maí. Sauðburður gekk því víðast hvar vel. Ær með fleira móti tvílembdar og lömbin stælt og spræk, þeg- ar rekið var á fjall, eftir þurrt og áfallalaust vor. Við hitana síðast í maí náði gróður þeim lífsþrótti, sem entist honum til lífs og nokkurs þroska í júnímán- uði, sem var eindæma kald- ur; íshrafl við strendur norð vestanlends og jakarek öðru hvoru allt inn á Húnaflóa. Gróðri hnykkti við svo kaldar kveðjur, en kól þó ekki, af áðurgreindum á- stæðum, en hann flýtti sér hægt upp í þennan þurra- drumbshátt. Um mánaðamótin júní-júlí fór að hlýna aftur. Spretta tók við sér, þó ýmsum þætti ekki nóg að gert, en þeir, sem nýttu til heyskapar vik- una 10-17. júlí, fengu með afbrigðum gott hey. Gras í sprettu og nýting frábær í sterkjuhita og sólskini dag eftir dag. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú tók að rigna. Þeim, sem ekki þótti grasið nóg áður, fengu nú ósk sína uppfyllta með mikilli sprettu en þurrkurinn var stopull, stuttur í senn og tafsamur til heyskapar. Þó náðust með mikilli elju mikil hey og víðast sæmileg. Djarft tekin að vísu oft, undan rigningu, í trausti á guð og lukkuna, og góða súgþurrkun í hlöðum. Háarspretta varð mikil og góð hjá þeim, sem snemma slógu, en engin hjá hinum, því gras var þá farið að spretta úr sér, rótin orðin gul og líflítil. Þessi góða háarspretta kom til góða þeim, sem hafa þann sið að slá hána í vothey seinni part sumars. f óþurrkatíð sem þessari er það margfaldur hagnaður. Ágústmánuður varð allur drýldinn og rakur. Eins fyrriparturinn af september. En fé, sem þá var smalað frá heiðagirðingum sýndist feitt og bústið eftir sumarið, sem var, þegar á allt er lit- ið, stóráfallalaust. Sláturlömb í ' september flokkuðust vel og gáfu all- góða vigt. Þegar á leið september gerði kuldahrotu. Fimmtu- dagsmorguninn 25. sept á Guðríður B. Helgadóttir leið í Stafnsrétt var stemn- ingin á þessa leið: Svellar að skörum, sölnar stör, svifar í förin hrímið. Styttast svörin. Stirðna kjör. Staðnar á vörum rímið. Ekki snjóaði þó að ráði í byggð, og fóru réttarstörf fram með eðlilegum hætti, en gras varð brúnt og bruna sviðið í kuldanum og lömb þornuðu á hold. Fallvaltleik- inn er óumflýjanlegur. Árstíð hver mér endist skammt. Út er sumar runnið. Hljóðlátt fer, en fetar samt feigð yfir engið brunnið. Þeir drápu rúmt 60 þús. fjár í sláturhúsi S. A. H. á Blönduósi í haust. Fallþungi dilka varð um 15 kg, meðal- þyngd yfir húsið, eða 0,45 kg meiri en í fyrra. Þyngsta dilkinn í haust átti Elín á Komsá, 29 kg þungan. Október varð allgóður og hlýr á köflum og bætti að nokkru upp kuldana í sept- ember. Lifnar gleði í ljúfum blæ, leikur um geðið hlýju. Guð er með og geymir æ gjafir und frera að nýju. — Þessi góða tíð, sem enn stendur, þegar þetta er skrifað, léttir vegagerðinni störfin við að laga heim- reiðar að bæjum og búa í haginn undir vetrarakstur. Tankvæðing er orðin all- útbreidd um héraðið, en tankbílar útheimta góða vegi og auðveldan akstur að mjólkurhúsum. Mikil fjár- festing og erfið smáum bú- um, en stórlegur orkuspam- aður, bæði heima fyrir og í flutningum, að losna við brúsana, þessa leiðu bak- raun og byrði öllum, sem um fjalla. Vegagerðin vann ötullega að nýbyggingu vega og við- haldi í héraðinu í sumar, sem endra nær. En verkefn- in em mörg og krónurnar smáar, svo mörgum þykir hægt ganga með samgöngu- bætur, því þegar að síðustu þarf að teygja úr aurunum, stendur stórgrýtið upp úr. Atvinna hefur verið nóg í sumar. Þorpin hafa ekki mannafla aflögu á haustin til að manna sláturhúsin, nema sveitafólk komi þar til að miklum hluta. Sýnir þetta, sem eitt dæmi af mörgum, hve órofa hags- munaböndum þorp og sveit- ir em tengd. Það sló því þögn á ýmsa, þegar við borð lá á miðri sláturtíð, að til verkfalls kæmi, vegna misræmis og misréttis í kauptöxtum verkafólks í sláturhúsi SAH á Blönduósi. Þessum málum varð þó friðsamlega til lykta ráðið, með hliðsjón af áður gerðum samningum hjá K. S. og á Húsavík. Þá vaknaði hjá fávísum sú spuming, hvort ekki væri tímabært að samræma kaup taxta yfir sláturhús með svipaða vinnuaðstöðu, svo allir vissu fyrirfram að hverju væri gengið og ekki kæmi til vinnudeilna í miðri sláturtíð, sem gæti haft ó- útreiknanlegar afleiðingar. Ég leiði hjá mér að þessu sinni að ræða um fisk, rækju og útgerð, sem gengur þó vonum framar hér við Húna- flóa, miðað við aðbúnað Kerfisins. En eins og sjó- menn standa þétt saman, þegar á reynir, og nýleg dæmi sanna, verður fólkið úr hinum strjálu byggðum fyrst til að rétta hjálpar- hönd við þeirra brimlend- ingu. Lífskjörin eru að mörgu leyti h'k, þótt landið skóli aðra, en sjórinn hina, og veðrið er beggja byr. — En báðum hefur bætzt ein „höfuðskepnan“ enn, til að etja kappi við, þar sem er ríkisvaldið, með sína almátt- ugu málmblendis-auðhringa að baki og yfir sér. En bæði sjómenn og bænd- ur trúa á lífið og þjóna því. Og lífið — það er sterkara en dauðinn! — Lokið 30. okt. Guðríður B. Helgadóttir Mjölnir Fær bæjarskrífstofa Siglu- fjaröar húsnæöi? Vafalaust er, að langt má leita til samjöfnunar um jafn hörmulegt húsnæði og bæjar- skrifstofa Siglufjarðar hefur mátt búa við um tíu ára skeið, eða allt síðan Hvíta húsið, sæll- ar minningar, brann ofan af skrifstofum bæjarins og raf- veitunnar. Eftir þann atburð var flúið með skrifstofur bæj- arins á efstu hæð lögreglu- stöðvarinnar, en þar var byggða safni Sigluf jarðar fyrirhugað húsnæði, að vísu fyrirsjáanlega alltof lítið í upphafi. I þessu litla plássi, sem hólf- að var sundur með léttum og þunnum þiljum, hafa 7—10 manns oftast unnið við af- greiðslu-, bókhalds- og skrif- stofustörf, og eru það vægast sagt óviðunandi og eflaust heilsuspillandi starfsskilyrði. Vélakliður, símahringingar, samræður og umræður á nefnda fundum blandast þarna saman í þreytandi hávaða, sem veldur ergelsi og eyðileggur starfsaf- köst, enda þrengsiin slík, að hver truflar annan. Bæjarstjóri hefur lítið her- bergi fyrir sig. Þar er eitt, lítið skriíborð og þeir, sem sitja nefndafundi (það er eina funda- herbergið), verða að hafa gögn sín á hnjánum. Fyrir utan þessi þrengsli er svo húsnæðið, ef slíkt nafn má nefna í því sambandi, varla vind- og vatnshelt, því oft eru loft og veggir blaut vegna leka og slaga, og loftræsting mun vera í mjög slæmu standi. Þetta ófremdarástand er svo augljóst mál, að bæjarstjórn hefði fyrir löngu átt að gera ráðstafanir til að bæta úr því. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu fyrir mörgum ár- um tillögur þess efnis, að Ráð- húsbyggingin, sem stendur nokkra tugi metra ofar við Gránugötuna og storkar bæjar- búum í sinni þriggja hæða reisn en algjöru arðleysi að tveim þriðju hlutum, — að þessi bygging yrði tekin til inn- réttingar fyrir skrifstofur bæj- arins, rafveitunnar, sjúkrasam- lagsins o. fl. fyrirtækja, sem á vegum bæjarins væru eða kynnu að verða. Þessar tillög- ur, eins og aðrar vitlegar til- lögur AB-manna, voru hunds- aðar af meirihlutanum og ekki gert neitt í málinu. Þegar verkalýðsfélagið Vaka sóttist eftir að fá aðra ónotuðu hæð- ina í þessu húsi keypta fyrir tveim árum, þá var það þvælt svo lengi milli nefnda og ráða að gefa svör, að ný bæjarstjóm var setzt að völdum áður en fullgilt svar var gefið, og sá ofstækisfulli og verkalýðsfjand- jsamlegi meirihluti, sem nú ræð ur öllu, hafnaði algjörlega að selja Vöku hluta hússins. Þó var vitað að þar var aðili, sem myndi geta greitt meginhluta andvirðis út, svo þar kæmi fé til standsetningar á hinni hæð- inni fyrir skrifstofur bæjarins sjálfs. Það sannast hér, að engin takmörk eru fyrir hvað blint ofstæki getur leitt illt af sér, þegar það stjórnar geröum manna. Nú hefur heyrzt, að verið sé aö biðia ákaft til ríkisins (sem Skúli sagöi að leitt heföi bölv- un í þennan bæ), að það taki nú hlut af þessum tveim ráö- hússhæðum á sína arma og þá muni verða von til að bærinn sjáltur fái þar inni hka fyrir sínar skrifstofur. Það væri vissulega gleðiefni ef svo yrði í náinni íramtíð, og engum meira fagnaöarefni en starísfólki skrifstofunnar, sem svo lengi hefur unnið í al- geriega óviöunandi starfsplássi. Hitt væri líka nokkurs virði, ef þessi fasteign færi að verða til einhvers nýt, og má teljast gott, ef hálfur annar áratugur verður ekki liðinn frá því hún var upp steypt og þar til hún kemst í einhver not. Síðan þessi grein var skrifuð í haust, hefur það gerzt, nú ný- lega, að hafizt var handa um að byggja undirstöðu fyrir stigahús vestan við ráðhúsið, en það var hugmyndin, sem meirihlutinn hafnaði, þegar Al- þýðubandalagsmenn fluttu til- lögu sína fyrir mörgum árum. Nú er vetur genginn í garð með frost og snjó og þessvegna tæplega þess að vænta að meiri framkvæmdir geti átt sér stað þama í vetur. En fylgi því ein- hver alvara að gera húsnæði þetta nýtilegt, þá ætti vel að vera hægt að vinna við stand- setningu hæðanna beggja þótt vetur sé úti. Þar er mikið verk fyrir höndum og nauðsyn brýn, að það verði ekki dregið í óra- tíma enn að gera húsnæðið þetta nothæft. Gleöileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðsikiptin FISKBtJÐ JÓSA og BÖDDA MJÖLNIR — Jólablað

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.