Mjölnir


Mjölnir - 25.05.1978, Qupperneq 1

Mjölnir - 25.05.1978, Qupperneq 1
■HEIMILISFANGí- Mjöinir 41.árgangur Fimmtudagur 25. maí 1978 7. tölublað. Aukin fjárráð bæjar- ins þurfaað nýtast betur Kolbeinn Friðbjarnarson og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson voru fulltrúar Al- þýðubandalagsins í bæjarstjórn Siglufjarðar á kjörtímabilinu, sem er að Ijúka og skipa nú tvö efstu sætin á listanum. Mjölnir átti við þá eftirfarandi viðtal fyrir nokkrum dögum: Mjölnir: Hvemig hefur ver- iö aö starfa í bæjarstjóminni á kjörtímabilinu, sem er að Ijúka? Gunnar: Það hefur verið erfiðara fyrir okkur að starfa á þessu kjörtímabili en því næsta á undan. Þá vorum við þrír í minnihlutanum, en nú tveir og vorum útilokaðir frá þýðingarmiklum nefndum. — Kappgirni og rígur hafa sett meiri svip á störf bæjarstjórn- ar síðustu 4 ár en þau næstu á undan, og þess hefur gætt basði gagnvart okkur og hjá meirihlutanum innbyrðis. Það má segja, að meirihlutinn hafi sprungið tvisvar eða þrisvar á síðasta kjörtímabili. M.: Hann hefur þó gróið saman atturr G.: Það er vafamál. Það kemur væntanlega betur í ljós eftir kosningar. M.:Heldur þú, Kolbeinn, aö meirihlutinn sé eins ákveðinn í að halda samstarfinu áfram eins og hann var fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar? Kolbeinn: Nei, það held ég ekki. Hvað Alþýðuflokkinn snertir hefur samstarfið byggst á mjög hægrisinnuð- uðum áhrifum, en ég held, að þau séu nú minni en verið hefur um langt skeið. Það kann líka að hafa orðið af- stöðubreyting hjá Sjálfstæðis- flokknum, þar hefur stund- um bryddað á tilhneigingum til samstarfs við okkur, en hún hefur alltaf verið kveðin niður. Það kann að vera að þessi tilhneiging vegi eitt- hvað þyngra nú en áður. M.: Það er haft í flimting- um, hvað embætta- og bitl- ingaskipti meirihlutaflokkanna hafi verið óiöfn; Framsókn hafi fengið í sinn hlut yfir- stjóm bæiarins, rafveitunnar, hitaveitunnar, sjúkrahússins, sjúkrasamlagsins o. fl., en hinir flokkamir fengið að bít- ast um bókasafnið. G.: Ég held, að það sem mestum erfiðleikum hefur valdið hjá meirihlutanum sé einmitt gengdarlaus frekja og yfirgangur Framsóknar, ekki síst við mannaráðningar. Það hefur soðið upp úr í þessum innbyrðisátökum hvað eftir annað, einkum milli fulltrúa Alþýðuflokks og Framsóknar. K.: Mitt viðhorf er, að Fram sóknarflokkurinn hafi í raun enga grundvallarstefnu í stjórnmálum, og þegar þannig er komið fyrir áhrifaflokki, verða stefnumiðin ekki önn- ur en þau, að búa vel að sínu fólki, koma því í stöður og embætti og halda því þannig ánægðu. Það sem mér hefur þótt eftirtektarverðast við þennan meirihluta er það, hvað honum hafa notast illa þau auknu fjárráð, sem bærinn hefur fengið, sérstaklega tvö síðustu árin, en þau hafa fært bæjarfélaginu mjög verulegan tekjuauka. Að mínu viti liggja stærstu mistök meirihlutans í því, hvað honum hafa nýtst þessar auknu tekjur illa. G.: Stærstu verkefnin á kjörtímabilinu hafa verið hita- veitan og stækkun rafveitunn- ar. Fjármagn til þessara fram- kvæmda er svo til allt fengið að láni, en ekki af eigin tekj- um bæjarins. Það þarf ekki annað en að ganga um bæinn til að sjá, að aðrar fram- kvæmdir, t. d. gatnagerð, hafa ekki verið meiri á þessu kjör- tímabili en var meðan bærinn barðlst í bökkum. Lánsféð til þessara tveggja höfuðverkefna hefur líka notast illa, það væri hægt að tala langt mál um þau mistök og óráðsíu, sem átt hefur sér stað í sambandi við þau, svo ekki sé minnst á þau hörmulegu lánakjör, sem fjármagninu hafa fylgt og eru að sliga bæði fyrirtækin. M.: Er þama um að ræða verulega erfiðleika? K.: Já, ég held það megi segja, að það sé beinlínis hættuleg staða í fjármálum hitaveitunnar. Þetta stafar auðvitað af geypilegum kostn- aði við hitaveituframkvæmd- irnar, kostnaði, sem hefur farið langt fram úr áætlun og langt fram úr því, sem eðli- legt getur talist, fyrst og fremst vegna stjómleysis í framkvæmdunum. Ég held, að ef finna eigi hitaveitunni viðunandi rekstrargrundvöll, verði að koma til sérstök fyr- irgreiðsla til bæjarfélagsins frá stjórnvöldum landsins. Hvað rafveituna snertir, þá hefur stofnkostnaðurinn við nýju virkjunina farið marg- falt fram úr áætlun og langt fram úr því, sem eðlilegt get- ur talist. Ég er nærri viss um, að miðað við framleiðslu er hann ekki minni hlutfallslega en við Kröflu. Fjármagns- kostnaðurinn er líka mjög mikill. Samt er fjárhagur raf- veitunnar ekki nærri því eins slæmur og rafveitustjórinn gefur upp við gerð fjárhags- áætlana; sú mynd, sem hann dregur þá upp, er alltof dökk og til þess eins gerð að sýna afkomuna verri en hún er og fá þannig tekjur umfram á- ætlun til að ráðskast með eftir geðþótta. G.: Það verður eitt af verk- efnum Alþýðubandalagsins á næsta kjörtímabili að vinna að því að verð á orku frá hitaveitu og rafveitu verði ekki hærra en gengur og ger- ist annars staðar á landinu. M.: Hvað er að segja um gatnagerð og lóðamál? G.: í þeim málum hefur ekki verið nógu vel staðið að verki af hálfu bæjarins. Við Hafnartún hafa t. d. verið byggð hús, sem kosta tugi millióna. Þar er bærinn langt á eftir með að koma að nauð- synlegum lögnum, hitaveitu-, vatns- og skólplögnum. Ann- ars staðar er reglan sú, að bæjarfélagið leggi götur með nauðsynlegum lögnum áður en byrjað er að byggja. K.: Sú mikla tekjuaukning, sem hefur orðið hjá einstakl- ingum, kemur fram í auknum framkvæmdum hjá þeim, eins og húsbyggingarnar sýna, en samsvarandi tekjuhækkun hjá bæjarsjóði kemur ekki fram í samsvarandi framkvæmda- aukningu hjá bænum. M.: Nú er lagning varan- legs slitlags á götur efst á dagskrá hjá flestum kaupstöð- um. Hvernig horfir það mál hér? Framhald á síðu 3 Kosningaskrifstofa Alþýðubandala er í Suðurgötu 10, sími 7 12 94. KJÓSIÐ SNEMMA! Hafið samband við kosningaskrifstofuna Kosningakaffi í Suðurgötu 10 á kjördaginn Kosningahandbók Fjölvíss og miðar í kosningahapp- drætti Alþýðubandalagsins fæst í kosningaskrifstofunni. Sjálfboðaliðar óskast til starfa á kosningadaginn. | G - listinn.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.