Mjölnir


Mjölnir - 25.05.1978, Blaðsíða 2

Mjölnir - 25.05.1978, Blaðsíða 2
Af fjölhæf um manni íhaldið hér í bæ gefur út | snepil (s. s. kunnugt er á 6- nefndum húsum); þessi snepill heitir Siglfirðingur. Á síðari árum hefur verið venja að hafa á síðum Siglfirðings slúðurdálka líkt og í Mogga. I Mogganum sér umboðsmaður Nato á íslandi um slúðrið og nefnir sig ýmist „Húsmóðir í Vesturbænum" eða einhverju nafnnúmeri. Slúðrið í Siglfirðingi er í höndum ritstjórans, Steingr. Kristinssonar, sem að auki er 5. hjól undir framboðsvagni íhaldsins, vemdari 9. rásar, upplýstur kranamaður, verka-. maður, atvinnurekandi, „vel gefinn", „lítið lesinn“ og á enskan vin, sem hefur áhuga á verksmiðjum. Þessi fjölhæfni ritstjórans er ekki svo lftil, enda nefnir hann slúðurdálka sína „o. fl.“ Undanfarið hefur ritstjórinn pundað á stofnanir ýmsar, s. s. Veðurstofu, Hafrannsóknar- stofnun og jarðvísindastofnan- ir. Furða menn hér í bæ sig á því af hverju Steingrímur, svona „vel gefinn" og „lítið lærður", sé ekki enn orðinn aðalsprautan í umræðuþáttum sjónvarpsins sem prúður leik- ari. Auðvitað hafa fiskifræð- ingar ekki hundsvit á loðnu eða öðrum fiskum; það hafa flokksbræðumir Matti Jó og Steingrímur hins vegar. Auðvitað vita jarðfræðingar ekkert um Kröflusvæðið; þar er Steingrímur sérfræðingur. Og nú þýðir ekkert fyrir veðurfræðingana að spá vond- um veðmm; Steingrímur veit betur og hagar sér sennilega samkvæmt því! Hann er sannarlegt ritund- ur, þessi „lítið lærði“ en „vel gefni“ ritstjóri. En opinberar stofnanir eru ekki hið eina, sem ritjöfurinn hefur út á að setja. Kommamir í bænum em að breiða úr sér og blessuð gamla rússagrýla angrar bless- aðan' ritstjórann. „Hverjir eru vondir atvinnu rekendur?“ spyr fávís ritstjór- inn og hann heldur áfram: „Er það Þormóður rammi? Látið ykkur detta í hug fleiri fyrir- tæki hér í bæ, sem flokkast undir hið vinsæla slagorð kommúnista, „Arðræningi“." Steingrímur þó!! Þú vel gefni maður (verkamaður?) Þú vinnur og færð laun greidd fyrlr vinnuafl þitt. En löngu áður en vinnudegi þínum lýk- ur hefur þú skapað nýtt verð- mæti sem jafngildir vinnuafli þínu. Eftir það heldur þú á- fram að skapa VERMÆTIS AUKA fram yfir það, sem er þér nauðsynlegt til framdrátt- ar. Nú hefur þú endurgoldið atvinnurekandanum þau laun, sem hann greiddi þér, en þú heldur áfram og skapar VERÐ MÆTISAUKA sem KAPlTAL ISTINN STINGUR í EIGIN VASA. Þetta, Steingrímur, er nefnt arðrán og láttu þér svo detta í hug eitthvert fyrirtæki hér í bæ, sem ekki stundar arð- rán? Að lokum, Steingrímur, nokkrar spumingar: Hve miklu af fé hins fjárþrönga Þormóðs ramma var eytt í leikhúsmiða fyrir starfsfólk annað en sjómenn? Hvemig er aðild Þomu' 5s ramma hf. ' að Krana sf? Er það rétt að sú aðild standi í vegi fyrir því að keýptir verði löndun- arkranar á togara fyrirtækis- ins? Finnst þér það hag- kvæmni í rekstri að eiga tæki upp á tugi milljóna króna, en nota það aðeins í 2—4 daga í hverjum mánuði? Auðvitað vill enginn Sigl- firðingur að Þormóður rammi fari á hausinn, en það er sjálfsagt að stuðla að hag- kvæmni í rekstri, er það ekki, Steingrímur? — k FRAMBOÐSFUNDUR var haldinn á Hótel Höfn s.l. mánudagskvöld. Var tilhögun hans þannig, að hver flokkur fékk 15 mín. fyrir framsögu- ræður, síðan fengu fundar- menn klukkutíma til að bera fram fyrirspurnir og halda stuttar ræður, en að lokum fékk hver flokkur 15 mín. til svara. Allmargir nýliðar úr hópi frambjóðenda tóku þarna ti! máls og komust þeir yfirleitt vel frá ræðum sínum. Fyrirspurn- um var yfirleitt beint til bæjar- fulltrúa, sem setið hafa í bæjar- stjórn s.l. kjörtímabil, en ekki nægði þeim öllum hinn skammtaði tími til svara. Lang- flestum fyrirspurnum var beint til Björns Jónassonar, og lutu þær flestar að „grænu bylting- unni“, sem hann boðaði fyrir síðustu bæjarstjórnarkosning- ar, og fleiri umhverfismálum, svo sem byggingu sorpeyðing- arstöðvar, sem Björn telur nú aðkallandi framkvæmd, en greiddi atkvæði á móti tillögu um byggingu slíkrar stofnunar fyrir nokkrum vikum. Ekki gafst Birni tækifæri til að svara öllum þessum fyrtrspurnum, því hann fékk aðeins 3—4 mínútur til umráða. Sr. Vigfús talaði einna lengst af fram- bjóðendum Sjálfstæðisglokks- ins, en ekki mun mál hans hafa vakið verulega athygli, nema gamansagan sem hann sagði af sr. Bjarna Jónssyni. Fram kom fyrirspurn um Tréverks- og Hafrækjumálið, og vakti hún mikla æsingu og hávaða hjá Boga Sigurbjörns- syni. Fullvissaði hann fundar- menn um, að ekkert nema um- hyggja fyrir hagsmunum bæj- arins hefði ráðið afstöðu bæj- arfulltrúa Framsóknar í því máli. Talsverða athygli vakti, að hann bauð 3. mann á lista Sjálfstæðisflokksins velkominn í næstu bæjarstjórn. Nokkra athygli vakti. að Al- þýðuflokkurinn sýndi aðeins 2 efstu menn lista síns í ræðustól. Fundinn sóttu ca. 150 manns og fór hann hið besta fram. — Annar framboðsfundur verður í bíóhúsinu í kvöld, og verður útvarpað frá honum á 196 m bylgjulengd, þ. e. 1510 kílórið. iiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VANDAMÁL LEYST S.l. þriðjudagskvöld var haldinn fundur í stjórn Sjúkra- húss Siglufjarðar og ráðið til lykta erfiðasta vandamáli, sem hún hefur fengið til umfjöllun- ar á kjörtímabilinu, þ.e. ráðn- ingu aðstoðarmanns. Margir sóttu um starfið, en ekki voru nema tveir taldir öruggir fram- sóknarmenn og var vandinn sá að ákveða, hvor þeirra skyldi ráðinn. Niðurstaðan varð sú, að Skarphéðinn Guðmundsson' varð fyrir valinu, enda hlýtur hann að eiga mestan rétt, þar sem hann er á lista flokksins nú í bæjarstjórnarkosningunum. Það hefur tekið sjúkrahús- stjórnina margar vikur að ráða þessu máli til lykta, og er því auðsætt, að ekki hefur verið kastað höndum til þessarar ráðningar. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför Pálínu Steinunnar Árnadóttur. Lára Stefánsdóttir Hulda Stefánsdóttir Stefán Guðmundsson Bára Stefánsdóttir Sigmar Magnússon Barnabörn og barnabarnabörn Dánardægur og jarðafarir Eftirtaldir menn hafa látist og verið jarðsettir frá Siglu- fjarðarkirkju frá síðastliðnum áramótum: Gylfi Hjörleifsson, f. 2 jan. 1942, Jarðsettur 3. jan. 1978. Herdís Guðmundsdóttir, f. 23. nóv. 1912, d. 31. jan. 1978. Eyþór Baldvinsson, f. 19. júní 1905, d. 9. mars 1978. Sigurbjörn Sveinsson, f. 19. okt. 1914, d. 30. mars 1978. Reimar Kristjánsson, f. 5. okt 1906, d. 9. apríl 1978. Valgerður Ólafsdóttir, f. 19. des. 1899, d. 5. márs 1978. Gunnar Ásgrímsson, f. 14. júní 1902, d. 5. mars 1978. Pálína Ámadóttir, f. 11. júní 1883, d. l.maí 1978. Aðalfundur Kvenfélagsins Von • var haldinn 13. mars s.l. I stjóm voru kjömar: Form. Erla Eymundsdóttir. gjaldkeri Anna Snorradóttir, ritari Brynja Stefánsdóttir. Varastjóm: Svava Baldvins- dóttir, Auður Björnsdóttir, Anna Bjömsdóttir. Á s.l. hausti varð félagið 60 ára. í tilefni þess gaf það bamaheimili Siglufjarðar upp- þvottavél og Ellideild Sjúkra- hússins hljómflutningstæki. Málefni aldraðra hafa alla tíð verið ofarlega á stefnuskrá fé- lagsins og nú á aðalfundi var samþykkt að hvetja til og vinna eftir mætti að stækkun elli- deildar eða nýbyggingu á hús- næði fyrir aldraða og aukinni aðstoð við aldraða hér í Siglu- firði. Félagið þakkar stuðning fyrr og síðar. Minningarkort Elliheimilissjóðs fást hjá eftir- töldum: Magðalenu Hallsdóttir, Bókaverslun Hannesar Jónas- sonar. Önnu Snorradóttur og Erlu Eymundsdóttir. Pétur Björnsson látinn Hinn 11. maí s.l andaðist Pétur Bjömsson, Drápuhlíð 40, Reykjavík. Pétur var fæddur 25.10. 1897. Pétur var mörg ár búsettur á Siglufirði, og rak hér verslun. Hann kom allmikið við opinber mál, sat um skeið í bæjarstjórn Siglufjarðarkaup- staðar. Hann var þó fyrst og framst þekktur fyrir störf sín að bindindismálum og sat lengst af í stjóm Sjómannaheimilis Siglufjarðar. F.r hann flutti héðan gerðist hann erindreki áfengisvarnaráðs, og staríaði þar meðan heilsan leyfði. Listsýning Sá merki viðburður varð á Siglufirði þann 20. maí s. 1. að haldin var málverkasýning Herberts Sigfússonar, eða Hebba, eins og allir nefna hann. Helst er sýningin merk fyrir það, að hér er á ferð mikill hæfileikamaður, sem hefur starfað á Siglufiröi í hálfa öld að iðn sinni og list. Ferill Hebba sem listamanns er ekki ósvipaður sögu Siglu- fjarðarbæjar. Það hafa skipst á atorkutímar og deyfðartím- ar. Og kannski eru þeir að byrja nýtt blómaskeið, bærinn ' okkar og sjötugur unglingur- inn, Hebbi. Ýmislegt ber þess merki, eins og það, að hér skuli haldin svo fjölsótt list- sýning, og hve langt er síðan Hebbi hefur afkastað slíku sem síðustu misserin. Myndimar á sýningunni voru eins og gengur misjafn- ar að gæðum, en það sem mest vekur athygli er það hve þær voru fjölbreytilegar að stíl og sumar mjög „nútíma- legar“. I bestu myndum hans, eins og „Blóm og ávextir", „Þróun“, „Tveir heimar" „Vala gilsá“ og portrettmyndinni „Jóhannes Jóhannesson“ kem- ur það skýrt fram hve góður listamaður Hebbi er. Að lokum óska ég Hebba langra lífdaga og starfsamra og að hann eigi eftir að gleðja okkur oftar með myndum sínum. ö. K. Kosningar eru kjarabarátta ! x G MJÖLNIR — 2

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.