Mjölnir


Mjölnir - 25.05.1978, Blaðsíða 4

Mjölnir - 25.05.1978, Blaðsíða 4
Bæjarmálastefnuskrá Alþýðubandalagsins í Siglufiröi fyrir kjörtímabilið 1978 — 1982 Síðar hluti Málefni aldraðra og öryrkja AB mun beita sér fyrir því að samþykkt bæjarstjómar frá 20. maí 1978 varðandi bygg- ingu húsnæðis fyrir aldraða verði að raun- veruleika, en ekki látið sitja við orðin tóm. í skipulagsmálum verður að taki fullt tillit til þarfa aldraða og öryrkja. Frekari gaum verður að gefa félagslegri þörf og aðstöðu þessara aðila í bæjarfélaginu en hingað til, enda telur AB það sjálfsagt verkefni bæjarfélagsins. Félagsheimili Skortur á aðstöðu hefur háð ýmiss konar fé- lagsstarfsemi í bænum og er þar nærtækast að nefna 'leikstarfsemi og tónmennt. AB mun beita sér fyrir því að viðunandi lausn verði fundin á þessum vanda og telur að stefna beri að því að koma upp félagsheimili í kaupstaðn- um. Sögu- og safnamál. Þó að Alþýðubandalagið sé flokkur framtíð- arinnar mun það einnig líta til fortíðarinnar. Flokkurinn mun því hlynna að hverri þeirri viðleitni, sem sýnd er til að bjarga fornum menningararfi, hvort sem er með söfnun og varðveislu gamalla muna og minja eða skrá- setningu sögulegs efnis. (þróttamál Alþýðubandalagið lítur svo á, að ein af megin stoðum þess, að bæjarfélagi sé byggilegt og bjóði upp á framtíðarmöguleika til vaxtar og viðgangs, sé aðbúnaður á sviði íþrótta- og fé- lagsmála sem fullnægjr kröfum tímans og sé sambærilegur því, sem annarsstaðar býðst. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að strax í upphafi þess kjörtímabils, sem í hönd fer, verði mörkuð stefna um uppbyggingu íþróttamann- virkja. Alþýðubandalagið telur, að öll meiriháttar íþróttamannvirki eigi að vera í eigu bæjarins og að gera eigi íþróttaféfögunum kleift að halda uppi þróttmiklu starfi. Umhverfismál og útlit bæjarins Hafið verði strax í sumar að fjarlægja vanhirt og ónýt hús og bryggjur á kostnað eigenda, í samræmi við ítrekaðar samþykktir bæjarstjómar á síðustu árum. Ýmis konar svæði og illa hirtir túnblettir verði skipulögð og snyrt. Ráðinn verði garð- yrkjuráðunautur til starfa fvrir bæjarfélagið og einstaklinga. Áfram verði unnið að lagningu varanlegs slitlags á götur bæjarins eftir því sem fjármagn og aðstæður leyfa. Lögð verði áhersla á að hraða jarðvegsskiptingu í götum utan Hyrar- innar. Þess verði gætt, að við snjómokstur á götum verði ekki notaðar þær þungavinnuvélar, sem valda stórskemmdum á steyptum götum bæj- arins og gangstígum. Strax verði gerðar ráðstafanir til þess að koma sorpeyðingunni í viðunandi horf og ekk- ert til þess sparað. Með því yrði í eitt skipti fyrir öll komið í veg fyrir þann sóðasvip, sem sorp- haugarnir setja á bæjinn og fjörðinn. Hreinsað verði í kringum gömlu sorphaugana á Saur- bæjarási og við botn fjarðarins í sumar. Unnið verði að því að friðlýst verði sem úti- vistarsvæði ströndin austan Siglufjarðar, norð- an Staðarhóls, ásamt Kambalágum og Kálfs- dal. Bæjarstjórinn marki ákveðna stefnu um hversu haga skuli umgengni manna við verk- legar framkvæmdir, bæði í bæjarlandinu og utan þess. OPIÐ HÚS Opið hús verður í Suðurgötu 10 föstudaginn 26. maí n.k., kl. 8,3o e. h. — Kaffiveitingar verða og rabbað um kosningarnar. Sitthvað verður til skemmtunar og fróð- leiks. Allt stuðningsfólk G-listans velkomið. G-listinn SIGLFIRÐINGAR Eftirtaldar trjá- og runnaplöntur frá 23. Ambra 600.00 Skógræktarstöðinni á Vöglum verða á 24. Fjallarifs 800.00 boðstólum: 25. Rifs 800,00 26. Humall 1000,00 VERÐ: Pottar 27. Rauðyllir, beð 600,00 28. Sib. baunatré 600,00 1. birki oo—125 cm 1050,00 29. Glansmispill 700,00 2. Birki 75—100 — 800,00 30. Bogsírena 800.00 3. Birki 50— 75 — 550,00 31. Bergfura 40 cm 1000,00 4. Limgerði, beð .. 300.00 32. Broddfura 40 cm 1100,00 5. Reyniviður. hnaus 33. Lindifura, beð 40 cm 1000,00 150—2oo cm 2.000,00 34. Blágreni 40 cm 1000,00 6. Reyniviður, hnaus 35. Sjtkagreni 40 cm 1000,00 125—150 — 1.500,00 36. Fjallaþinur 40 cm 1000,00 7. Reyniviður 75—100 — 750,00 37. Runnamura 650,00 8. Elri 40— 50 cm 800,00 38. Loðvíðir 250,00 9. Alaskaösp. beð 125—150 cm 850,00 39. Hengimispill 1200,00 10. Alaskaösp . 100—125 900,00 11. Alaskaösp . 75—100 800,00 Nokkrar af pottaplöntutegundum fást einnig 12. Alaskavíðir, beð 200.00 sem beðplöntur og eru þá ódýrari. Tilgreint 13. Brekkuvíðir, beð 200.00 verð er yfirleitt lágmarksverð; stærri plöntur 14. Glitviðir, beð 250.00 eru dýrari. Hnausplöntur fást af sitkabastarði, 15. Viðja.beð 180,00 rauðgreni, hvítgreni og lerki. 16. Birkikvistur .... 650,00 Ásdís, Svana og Svava taka á móti pöntun- 17. Bjarkeyjarkvistur 700,00 um, sem burfa að berast fyrir 31. maí. Þær veita 18. Garðakvistur .. . 700,00 einnig nánari upplýsingar. 19. Dögglingskvistur 700,00 Félagar í Garðyrkiufélaginu, sem ætla að 20. Blátoppur 800,00 panta haustlauka, eru beðnir að skila pöntun- 21. Rauðtoppur ... 700,00 arlistum fyrir sama tíma. 22. Glæsitoppur ... 800,00 IVQölnír Ctgef.: Alþýðubandalagið í Norðnrlandskjördæm i vestra ÁÞyrgSarmaSur: Hannes Baldvlnsson. — AfgreiSsla: SuSurgðtu 10, SlgluflrSI. Slml 7 12 94. Girónúmer 71294. - SiglufjarðarprentsmlSJa h.f. íþróttavöllurinn enn látinn bíða Slæmt ástand íþróttavallar- ins hefur löngum verið Sigl- firskum knattspymumönnum til trafala og ár eftir ár hefur verið lofað úrbótum. Á síðasta ári var því lofað og sett á verk- efnaskrá, að völlurinn skyldi endurbyggður og tilbúinn til notkunar í byrjun keppnis- tímabils í sumar. Ekkert hefur bólað á byrjunarframkvæmd- um enn og blaðið hefur fregnað að ákveðið hafi verið að fresta þeim þar til í byrjun ágúst a.m.k. en þá eru afstaðnir þeir kappleikir, sem hér eru á- kveðnir. Það er slæmt að svona skuli að málum staðið, ýmsan undirbúning að þessu hefði mátt vinna s.l. haust, svo sem jarðvegsskipti, því þá væri nú hægt að yfirkeyra völlinn með því sérstaka efni, sem sagt var að pantað væri, en á daginn er komið að það er enn ekki til- tækt og óákveðin afgreiðsla á því. Það má því segja að skárra sé að fresta þessum framkv. en hefja þær og eyðileggja með því sumartímabil knattspymu- manna, því varla er völlurinn miklu verri í ár en öll hin árin. En í ágúst ættu íþróttamenn að minna á sig og linna ekki látum fyrr en byrjað verður á jarðvinnslu við völlinn. Siglufjarðarkaupstaður 60 ára Kaupstaðarafmælis Siglu- fjarðar var minnst með hátíða- höldum þann 20. maí s.l., en þá voru liðin 60 ár frá því að Siglufjörður fékk kaupstaðar- réttindi. Nefnd á vegum þjón- ustuklúbbanna í bænum ásamt fulltrúa frá kaupstaðnum önn- uðust undirbúning. Hátíða- höldin hófust á íþróttavellinum með lúðraþyt og knattspyrnu- keppni. Sýning á verkum Her- berts Sigfússonar var í Gagn- fræðaskólanum og var hún mjög vel sótt og svo til allar myndirnar á sýningunni seld- ust. Um Ityöldið var hátíða- dagskrá í Nýja Bíó, sem þótti takast með ágætum. Aðalræð- ana flutti Jóhann Jóhannsson ;yrv. skólastjóri og mæltist honum vel og skörulega. Tón- listarflutning önnuðust Litla lúðrasveitin, Gautar, kennarar Tónlistarskólans að ógleymd- um kór Kiwanisfélaga. Þessi hátíðasamkoma var vel sótt og þótti takast vel. Bæjarstjórn kom og saman til sérstaks fundar, þar sem sam- þykkt var tillaga um að ráðast í byggingu íbúða fyrir aldraða. Á þessum fundi voru þeir og kvaddir innvirðulega Knútur Jónsson, Sigurjón Sæmundsson og Sigurður Fanndal, en' þeir láta nú af störfum í bæjarstjórn. Sigurjón og Knútur hætta í bæjarstjórn Tveir bæjarfulltrúar, sem lengi hafa setið í bæjarstjórn og verið í forustu sinna flokka, láta nú af störfum á þeim vettvangi, þeir Sigurjón Sæmundsson og Knútur Jónsson. Sigurjón hefur setið í bæjar- stjórn í 2o ár og var bæjarstjóri í rúm 8 ár. Sigurjón hefur jafnan verið atkvæðamikill á sviði bæjarmálanna og um hann hefur gjarnan staðið styrr. Knútur Jónsson hefur setið í bæjarstjórn frá 1966 og á s.l. kjörtímabili hefur hann verið forseti bæjarstjórnar, og naut hann trausts og virðingar í því embætti. Báðir þessir bæjarfulltrúar voru kvaddir á bæjarstjórnar- fundi 20. maí s.l. og voru þökk- uð störf í þágu kaupstaðarins. enn fremur var Sigurði Fann- dal þökkuð seta í bæjarstjórn. en hann hefur ekki gefið kost á sér til starfa á þeim vettvangi um sinn a.m.k. Bærinn greiðir ekki fullar vísitölubætur á laun Bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins fluttu um það til- lögu við afgreiðslu fjárhags- áætlana bæjarins, að starfs- mönnum kaupstaðarins yrði greidd óskert vísitala á laun. Bæjarfulltrúarnir bentu á, að í öllum fjárhagsáætlunum bæj- arsjóðs og stofnana kaupstað- arins fyrir árið 1978 væri gert ráð fyrir að samningarnir sem gerðir voru í júní og nóvember s.l. væru í fuílu gildi. Þessi til- laga var að sjálfsögðu felld með atkvæðum íhalds og framsókn- ar og Sigurjóns Sæmundssonar, en Jóhann Möller greiddi at- kvæði með tillögunni. Bæjarráð samþykkti að hýrudraga þá bæjarstarfsmenn, sem þátt tóku í aðgerðunum 1. og 2. mars. Bæjarfulltrúum Al- þýðubandalagsins ásamt Jó- hanni Möller tókst að koma í veg fyrir að frádrátturinn næmi meiru en dagvinnu, en bæjar- ráð hafði gert ráð fyrir 16% frá- drætti. MJÖLNIR — 4

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.