Mjölnir


Mjölnir - 25.05.1978, Síða 3

Mjölnir - 25.05.1978, Síða 3
ÞEIRRA EIGIN ORÐ 1 síðasta tbl. Siglfirðings birtust viðhorf 6 efstu manna D-listans í bæjarmálum. — Mjölni finnst full ástæða til að kvnna þau örlltið betur. ★ Fyrir síðustu kosningar bar mikið á nýjum frambjóðanda D-listans, sem þá var kallað- ur „maður með ferskar hug- myndir". Fagur bær, sjórinn tær! Hreinar götur og beinar! Skrúðgarðar hér og skrúð- garðar þar! — Eitthvað á þessa leið var kosningaboð- skapur hans. En hvað segir þessi fram- bjóðandi, Bjöm Jónasson, í síðasta Siglfirðingi? „Bærinn okkar er í dag vægast sagt mjög óþrifalegur og illa útlít- andi, götur og gangstéttir víða illkeyrandi og gangandi“. Hvað hefur maðurinn verið að gera sl. fjögur ár? Er ekk- ert að marka það sem hann segir? ★ Við afgreiðslu síðustu fjár- hagsáætlana bæjarins báru framsýnir menn fram tillögur um að komið yrði upp sorp- eyðingarstöð hér í Siglufirði á næstu árum. Bjöm Jónas- son beitti sér af öllu afli til að koma í veg fyrir að þetta mál næði fram að ganga. En hvað segir hann í síðasta Sigl- firðingi? „Held ég, að niðurstaðan (sé sú) að sorpeyðingarstöð sé raunhæfasta framtíðar- lausnin, en hún kostar í dag u. þ. b. 60 milljónir og er það mikið fé fyrir lítið bæjarfélag, en bærinn er á hraðri upp- leið og ættum við að geta komið upp slíkri stöð á næstu 2—3 árum, en á meðan (þarf) að gæta mun betur en við höfum gert, sorphauganna, seín nú eru“. — Samræmið milli orða og verka mætti vera meira, Bjöm! ★ 2. maður D-listans er prest- urinn. Hann segir: „Hér var um að ræða algerlega opið prófkjör. Öllum Siglfirðing- um var heimiluð þátttaka. Eins og gengur þegar efnt er til prófkjörs, þá er leitað til manna og þeir hvattir til þátt- töku. Sú hvatning barst til mín. Niðurstaða mín varð sú, að rétt væri að vera þátttak- andi í prófkjöri, sem færi fram á lýðræðislegan hátt.“ Af hverju tók maðurinn ekki þátt í hinu opna og lýð- ræðislega prófkjöri sem fram fór á vegum Alþýðuflokksinr, en einkunnarorð þess voru: jafnrétti, frelsi, bræðralag? Fellur það kannske ekki að hugmyndum prestsins? Er hann kannske sjálfstæðismað- ur? ★ Þriðja sætið skipar Runólfur Birgisson og er grein hans öll hin þekkilegasta. í lokin seg- ir hann: „Ahugi bæjarbúa fyr- ir sameiginlegum málefnum þarf að aukast og að sjálf- sögðu eiga siglfirsk sjónarmið að ráða við uppbyggingu bæj- arfélagsins, en ekki sé hlaup- ið beint eftir úrskurðum og skoðunum sérfræðinga og embættismanna suður í Reykjavík." Á Runólfur hér við sér- fræðiþjónustu Guðmundar G. Þórarinssonar vegna hitaveit- unnar, skipulagsgerð Roxens eða fjármálalega sérfræðiþjón- ustu, sem meirihlutinn hefur fengið á æðri stöðum í Rvík vegna hitaveitu og Rafveitu? ★ Fjórða sætið skipar Ámi Þórðarson, ungur og óreynd- ur piltur, sem sést á því að hann virðist ætla að detta í sama pyttinn og Bjöm Jónas- son fyrir fjórum ámm. Hann segir: „Næstu bæjarstjómar bíða mörg verkefni, að mínu áliti þarf að leggja áherslu á umhverfis- og hafnarmál. Þeg- ar ég nefni umhverfismál á ég við hreinsun og fegrun bæjarins og næsta nágrennis, varanlega gatnagerð, frágang holræsa, svo eitthvað sé nefnt.“ Ekki skai vanmetinn vilji Árna til góðra verka, en áhrifa hans sem annars varamanns í bæjarstjóm mun lítið gæta. ★ Þá er komið að Steingrími Siglfirðingi, sem skipar 5. sætið. Hann segir m. a.: „Því ei ekki að leyna, að margir hafa sýnt óánægju vegna þess sem íólki hefur þótt illa unn- ið af núverandi bæjarstjóm, sumir hafa jafnvel látið að því l'ggia að þeir muni sitja heima við næstu kosningar þess vegna.“ Hverjir eru þessir „margir", Steingrímur? Þú ert að sjálf- sögðu ánægður. Að lokum segir hann. „Sjálf stæðisflokkurinn er lýðræðis- flokkur. Þar geta einstakir bæjarfulltrúar haft og haldið sinni persónulegu skoðun án þess að vera hundeltir og allt að því svívirtir opinberlega, eins og komið hefur fyrir í öðrum flokkum.“ Hver var rétt áður að tala um léleg vinnubrögð bæjar- stjðrnar? Það er víst ekki sví- virðing, þó í opinberu blaði sé? ★ Cmar Hauksson skipar 6. sæti D-listans. Hann segir á eii'um stað: „Hitaveitan er á heljarþröm. Vinna þarf að skvnsnmlegri fjármögnun á því fyrirtæki þannig að það greiðist niður á lengri tíma en • 10 árum. cin.s og nú er raun- in.‘ Miölnir tekur heils hugar nn'Ur þessi orð. En hverjir gerðu þessa óskynsamlegu samninga, sem valda því að hitaveitan er á heljarþröm? Vom það e. t. v. litlu íhalds- og framsóknarpiltamir, sem stjórnað hafa bænum sl. 4 ár, sem gerðu þessa samninga við stóru íhalds- og framsóknar- mennina í Reykjavík? Þetta er ekki fagur vitnisburður um fjármálasnilli meirihlutans sl. 4 ár. Stjórn Þormóðs ramma hafnaði tillögu um fullar vísi- tölubætur á kaup verkafólks. Á fundi i stjórn Þormóðs ramma 15. apríl s.l. flutti full- trúi Alþýðubandalagsins, Hin- rik Aðalsteinsson, eftirfarandi tillögu: „Stjórn Þormóðs ramma h.f. samþykkir að félagið standi vlð þá samninga, sem gerðlr voru í júní s.l., með því að grelða fullar vísitölubætur á laun.“ Ósk kom fram um að at- kvæðagreiðslu um tillöguna yrði frestað til fundar að viku íiðinni og féllst Hinrik á það. Næsti fundur var þó ekki hald- inn fyrr en 6. maí s.l. og lýsti Hinrik þá yfir óánægju sinni vegna þessa dráttar, sem orðið hafði á afgreiðslu tillögunnar. Eftirfarandi dagskrártillaga kom fram, flutt af Ragnari Jó- hannessyni, Sigurjóni Sæ- mundssyni og Hauki Jónassyni: „Þar sem samningavið- ræður eru nú hafnar milli at- vinnurekenda og launþega um kjaramálin, þar á meðal um greiðslu fullra vísitölu- bóta á laun, telur stjórn Þor- móðs ramma ekki tímabært að taka afstöðu tii tillögu Hinriks Aðalsteinssonar, er flutt var á stjórnarfundi 15. apríl s.l. og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Dagskrártillagan var síðan samþykkt af flutningsmönnum gegn atkvæði Hinriks Aðal- steinssonar. Er því augljóst, að meirihluti stjórnar Þormóðs ramma h.f. hefur gert afstöðu Vinnuveita- sambandsins að sinni, að því er varðar vísitölubætur á laun. Aukin fjárráð. Framhald af síðu 1. K.: Ég held það fari mest eftir því, hvemig staðið verð- ur að því. Ef stjóm bæjar- málanna verður óbreytt, hef ég ekki trú á að framkvæmda hraðinn aukist neitt, og við •megum þá þakka fyrir, ef varanlegt slitlag verður lagt á jafnlanga götuspotta og nemur lengingu gatnakerfis- ins. M.: Hvaö um sorpeyðingar- málin? G.: Við höfum undanfarið kjörtímabil margsinnis flutt tillögur um endurbætur við sorphreinsunina, en meiri- hlutinn ekki tekið undir það að heitið geti fyrr en á tveim síðustu árum. Almenningur hefur þrýst á með þetta, og fleiri umhverfismál, og er þar skemmst að minnast dreifi- bréfs Garðyrkjufélagsins. Fram tíðarlausnin hlýtur að vera sorpeyðingarstöð. Þetta er mál, sem verður að leysa á næsta kjörtímabili, og ekki bara það, heldur á fyrri hluta þess. Við getum það ef við viljum gera það. M.: Nú hefur lengi verið rætt um öflun betra neyslu- vatns? K.: Það er útilokað annað en að finna lausn á því á næsta kjörtímabili. Við al- býðubandalagsmenn höfum < mörg kjörtímabil þrýst á um að hafist yrði handa. Ég tel, að kanna eigi möguleika á að nýta uppsprettuvatn hér und- ir fjallsrótunum, en reynist það ekki unnt, verði að ráð- ast í lögn frá Kambalágar- lindunum, sem geta gefið all- mikið vatn. M.: Það er talað um, að bærinn sé óþrifalegur og al- menningur sýnir þrifnaðar- og umhverfismálum miklu meiri áhuga nú en verið hef- ur. G.: Það er eðlilegt og sjálf- sagt að virkja þann áhuga. Og því meira, sem fólkið í bænum þrýstir á, því meiri von er um framfarir. Raunar koma þarna til álita í einu lagi mörg mál, sem eru svo samanfléttuð, að í raun og veru þarf að leysa þau öll samtímis. Þar á ég við gatna- gerð, holræsalagnir, sorp- hreinsun og almenna um- gengni, t. d. á auðum lóðum og svæðum og þar sem unn- ið er að framkvæmdum. 1 þessum málum þarf bærinn sjálfur auðvitað að gefa gott fordæmi; því miður eru það ýmsar eignir bæjarins og t. d. Hafnarsjóðs, sem mest stinga í augun. K.: Mér finnst eðlilegt að leita samvinnu við borgara bæjarins um þessi mál. Sam- tök eins og t. d. Garðyrkju- félagið eru auðvitað n.jög heppilegur samstarfsaðili, en einnig mætti hugsa sér sam- vinnu við húseigendur við á- kveðnar götur, e. t. v. samtök þeirra. En vitanlega þyrfti bæjarfélagið sjálft og stofn- anir þess að hafa forgöngu og vera til fyrirmyndar. M.: Við eigum enn eftlr að ræða margt, sem kemur til álita í þessum kosnlngum, en verður að sleppa hér. Hvað af þvf vilt þú minnast á að lokum, Gunnar? G.: Ég minni á íþróttamál- in. Við hörmum það, að ekki hefur verið staðið við gefin loforð um framkvæmdir við gamla völlinn. Ég minni líka á það, að á fyrsta fundi bæj- arstjórnar á þessu kjörtíma- bili fluttum við tiliögu um byggingu nýs íþróttahúss, en meirihlutinn felldi hana, og í vetur lögðum við til, að byrj- að yrði á grasvelli í vor. Sú tillaga var líka felld. Við mun- um halda áfram að berjast fyrir þessum málum og fleiri íþróttamálum á næsta kjör- tímabili. Að öðru leyti vísa ég til kosningastefnuskrár okkar um þau mál, „sem hér hefur verið drepið á, og þeirr- ar greinargeröar um þau, sem við munum gera á framboðs- fundunum. M.: Koibeinn, eru kosnlng- ar kjarabarátta? K.: Það er enginn efi á því, að kiarabaráttan og kjör al- mennings á næstu árum munu beinlínis fara eftir þvf, hver úrslitin verða í báðum þeim kosningum, sem framundan eru. Ef stjórnarflokkamir halda sínu, verða næstu árin verulegt kjararýrnunartímabil; bíði þeir hinsvegar afhroð, tekst okkur að halda þeim kjörum sem við höfum og bæta þau. I öðru lagi minni ég á, að atvinnuástandið hefur alltaf tekið mestum framförum þeg- ar sósíalistar hafa átt aðild að ríkisstiórn, svo sem á ný- sköpunarárunum og aftur á árum vinstri stjórnarinnar 1971—1974. Hvergi hefurþetta þó verið eins áberundi eins og hér. Flestir muna annars vegar ev-^darárin sem kennd eru ■ ið viðreist) og svo und- ant. nn ár, eftir að vinstri stjórn'n. þar sem sósíalistar fóru með stjórn atvinnumál- annn. gerbreytti atvinnuástand inu. Hér er það opinber rekst- cr, sem stendur undir megin- þáttum atvinnulífsins. Nú heyrast iafnvel raddir ur liði stjórnarflokkanna um að þessi almenningsfyrirtæki verði seld einkaauðvaldinu. Annars eru atvinnumálin undirstaða allra annarra mála og hljóta að skipta mestu máli á næsta kjörtímabili eins og hinum fyrri. bs. Kjósum ekki kaupráns- flokkana! X G 3— MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.