Mjölnir - 05.01.1995, Page 2
Mjölnir
Útgefandi:
Alþýðubandalagið í
_____________________Siglufirði. Ritnefnd:
Hinrik Aðalsteinsson ábm., Signý Jóhannesdóttir
auglýs., Sigurður Hlöðvesson setn. og umbrot.
Hvers viröi er vörn fyrir börn
Um hveráramótferfram mikil fjáröflun hjáýmsum
félagasamtökum, svo sem íþróttafélögum,
umgtemplurum og ekki hvaö síst hjá hjálparsveitum
og slysavarnarfélögum. Landsmenn kaupaflugelda
og blys fyrir hundruö milljóna króna. Menn vilja jú
alltaf leggja góöu málefni liö. Gamla áriö kveöur og
þaö nýja gengur í garö og hartnær hálfum milljaröi
er skotiö á loft og allir eru glaöir og reifir.
Hættunni boöiö heim.
Þá kemur aö hinni hliö þessa máls. Þaö veröa of
margir sárir og reifaðir, eftir þessa hættulegu
fjáröflun. Þeir eru sem betur fer víst óvenju fáir eftir
þessi áramót, aö sögn fjölmiðla. Eitt slasaö barn er
samt einu barni of mikiö.
Milli jóla og nýárs ár hvert eru fjölmiðlar fullir af
aðvörunum og áróöri vegna þessarar herferðar. Inn
á milli eru því miöur jafnan fréttir af voðaatburðum
sem orðið hafa vegna þess aö einhverjir voru aö
fikta viö hluti sem þeir kunna ekki meö aö fara.
Lög og reglur segja aö ekki megi selja börnum
yngri en 16 ára hættumeiri skotelda en börnum
yngri en 12 ára hættuminni vöru. Þetta er
skiigre'ningin sem ég fékk hjá lögreglumanni hér í
bæ og ég verö aö játa eö mér þykir hún óljós.
En ég spyr hvern sem svara vill: Hvaö hafa börn
aö gera viö sprengiefni?
Er þaö sæmandi samtökum, sem kenna sig viö
slysavarnir og björgun mannslífa aö selja
smábörnum sprengiefni. Ég segi smábörnum því
mér er fullkunnugt um aö reglur um aldurstakmörk
eru ekki virtar.
Þaö væri fróðlegt aö fá upplýsingar um þaö t.d.
hjáBjörgunarsveitinniStrákum.hverágóðinnvaraf
sölu smáhlutanna t.d. kínverjanna og
púöurkerlinganna, eöa hvaö þetta nú heitir sem
sprengtvart.d. ígosflöskum íhúsasundumíbænum,
síðustu daga ársins.
Hvaö þyrftu foreldrar aö greiöa fyrir aö losna viö
þennan ófögnuö. Ég gæti trúaö aö flestir strákar
eyddu aö jafnaöi 500, jafnvel 1.000 Kr. í þetta rusl
(einkennilegt hvaö þetta er kynbundið). Ég tel aö
þeir peningar væru betur komnir óbrunnir í sjóöi
“Stráka”.
Mér fyndist aö menn ættu alvarlega aö skoöa hug
sinn í þessu máli og taka upp nýja og betri siði.
Hvernig væri t.d. aö hafa flugeldasöluna einungis
opna einn eöa tvo daga fyrir áramót og selja
fullorönum, 16 ára, eðasem væri enn betra, einungis
18 ára og eldri.
Þannig væri átakinu “Vörn fyrir börn” sýnd
viröing í verki.
Signý Jóhannesdóttir.
Prófkjörsraunir framsóknar
"Aðförin að Páli”
Töluverðar stimpingar hafa
átt sér stað hjá framsóknar-
mönnum í tengslum við prófkjör
flokksins. StefánGuðmundsson
alþingismaður á Sauðárkróki
hefur lýst því yfir að hann vilji
taka fyrsta sæti á framboðslista
framsóknar við næstu
kosningar. En Páll Pétursson
sem skipað hefur sætið í nokkur
kjörtímabil er ekki á þeim
buxunum að gefa sætið eftir til
Stefáns. Svo virðist sem Stefán
og Elín Líndal varaþingmaður
hafi gert með sér kosninga-
bandalag þar sem Stefáni sé
ætlað 1. sætið en Elínu 2. sætið
og Páll komist jafnvel ekki á
blað. Mikill titringur er meðal
framsóknarmanna og óvíst
hvemig fer.
Heyrst hefur að Páll
Pétursson hafi verið í
liðskönnun á Siglufirði og í
uppsiglingu sé bandalag Páls
og S verris.En Sverrir Sveinsson
veitustjóri hefur skipað 4. sæti
listans og mun óttast að færast
neðar á listann. Talið er líklegt
að þeir Páll og Sverrir muni
snúa bökum saman og reyna að
spyma við fótum.
Þá vaknar sú spuming h vort
siglfírskir framsóknarmenn séu
ginkeyptir fyrir því að hampa
Páli, en hann hefur verið 1.
þingmaður Norðurlands-
kjördæmisins vestra. Ekki hafa
farið sögur af því að Páll hafi
verið sérstaklega hliðhollur
Siglfirðingum frekaren Stefán.
Páll er reyndar ásamt Pálma
Jónssyni aðalstuðningsmaður
hafnarframkvæmda á Blöndu-
ósi og hefur barist hart fyrir
fjáraustri í vonlausa höfn.
Fjárveitingartil Blönduóshafnar
á ámnum frá 1992 - 1995 em
um 119 milljónir og er verkið
þá um það bil hálfnað.
8 MILLJONIR
Heppnin
bíðurþín hér
Eina stórhappdrættið þar sem liæsti vinningurinn gengur
örugglega út.
Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þ;
hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna
hversu hár hann getur orðið.
Stórglcesilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af
þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði.
Tryggðu þér möguleika
... fyrir lífið sjái
j ,,,
V/SA Samkort
Verð mióa er aðeins 600 kr.
5. jan. 1995
MJOLNIR 2