Trú - 01.05.1907, Blaðsíða 2

Trú - 01.05.1907, Blaðsíða 2
18 TRÚ er mætast fáum vér á lífsins landi, í Ijóma Edensdyrðar óteljandi. Ó, notum þennan náðartíma betur, En notað höfum vér hinn liðna vetur. Að hvert það spor, sern hér í heimi fetum, vér helgum guði eins og framast getum. Svo byrjum þetta blíða sumar glaðir, ineð bæn til guðs, því hann er góður faðir. Hann gæti vor og bæti úr böli nauða, og bitran gefi oss að sigra dauða. Jóhannea Stefánsson. Önnur hvítasunnuhátíð, (Niðurl.) Dálitil stúlka tólf ára gömul, var helguð Drottni, sunnudags eftirmiðdag á barnasamkomu, og uin kvöldið var hún skirð með Heilögum anda. Regar kraftur Guðs kom yfir hana, sögðu þeir, er uær stóðu: »Hver getur efað skírt vitni um guðlegan mátt«. Ungur maður, sem snerist til helgunar, skýrðist Heil- öguni anda, og fór að »tala annarlegum tungum eftir hálf- an tíma«. Hann iæknaðist einnig þá þegar, af tœringar- sjúkdóm, svo þegar hann í næsta sinn kom til læknisins viðurkendi læknirinn að hann væri heilbrigður. Hann tal- ar nú mörgum tungum og hefur einnig fengið spádómsgáfu, skrifar mörg tungumál og hefur fengið köllun að fara til heiðingja landanna. Fólk borgar hinar görnlu skuldir sínar, og gefur þeim uppbót, sem það hefir í reikningum gjört rangt; þeir sem áður voru óvinveittir sættast heilum sáttum. Maður nokk- ur, sem hefur snúist frá ofdrykkju, hefur viðurkent glæp, og kveður sig fúsan að sæta þeirri hegningu, sem lögin ákveða. Fólk sem lifði lauslæti og hórdómslífi, eða með

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.