Trú - 01.05.1907, Page 4
20
T R Ú
snúist til Jesú Krists, skírðist nýlega Heilags anda skírn og
rneðtók þá gáfu að tala tunguri á heimili sínu. Sonurhans
sem var læknir, var sóttur til þess að rannsaka livort hinn
gamli maður væri orðinn veikur, En hann varð þá þess
Vís, að það var gleðin í Jesú, sem hafði yfirbugað hann.
Ekki eingöngu gamlir menn og konur, heldur einnigdreng-
ir og stúlkur, láta skírast Hvítasunnuskírninni. Dálítil stúlka,
af svertingjakyni hefur fen gið þá gáfu að tala »tungum«.
Margir öðlast sönggáfu fyrir áhrif Heilags anda. Drott-
inn gefur þeim nýjar og fagrar raddir. Þeir þýða gamla
söngva á nýjar tungur. Drottinn gefur þeim engla raddir
og það er eins og himnanna herskarar syngi með í fagurri
samhljóðan. »Stuóningsstöfum, hækjum, meðalaglösum og
gleraugum köstum vér nú frá oss, þar að Drottinn hefur
nú læknað sjúklingana vor á meðal er þess þurfti við«.
Á samkomu, er lialdin var í Morten Ave Elisian Heights
voru margir skírðir til Heilags anda, og maður nokkur,
George Hock, að nafni sem hafði verið »steinblindur« hátt
á annað ár, frelsaðist og fékk aftur sjónina. Nú getur
hann lesið, og ættmenn lians og vinir, sem voru vantrú-
aðir, eru nú hrifnir af undrun og tala mikið um þennan
atburð, hvar sem þeir koma.
Margt fleira mætti segja um þessa dásamlegu trúar-
vakningu, en hér er ekki rúm til að fara fleiri orðuni um
það í þetta sinn. Eg vil að eins bæta við niðurlagsorð-
um greinar þessarar í Byposten (því þaðan er hún upptek-
inn): »Guð gæfi að heima hjá oss mætti koma trúarvakn-
ing, meiri en nokkur önnur er vér höfum átt að venjast!
Við þurfum þess, og Guði sá lof, slíkt er mögulegt.
Hallelúja!
------. ■ .
Hvað er að vera kristinn?
Framh.
Þegar eg var 27 ára gamall, kom eg til borgarinnar
Glasgow á Skotlandi. Eg kom þangað mér til skemtunar,