Trú - 01.05.1907, Blaðsíða 6

Trú - 01.05.1907, Blaðsíða 6
22 TRÚ í stað til hans ng spurði liann, hvort það, sem hann sagði, væri satt, og ef það væri satt, hvort hann vildi þá ekki segja mér frekara um þennan frið og þessa gleði, og á hvern hátt eg gæti frelsast, og fengið fullvissu um það. Maðurinn svaraði, að það væri sér aðeins sönn ánægja að vísa mér leiðina til Jesú. Eg gekk með manninum til samkomu, sem átti að halda í stórum sal, ekki langt það- an, og margir voru þar samankomnir, til þess að prédika Guðs orð. Eg spurði hann hvort nokkur þessara manna væri prestur, og svaraði hann mér, að öll Guðs börn væru prestar og synir og dætur Guðs; »til að víðfrægja mikil- leika hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns aðdáan- ega ljóss.« (1. Pét. 2, 9.) Eg hlyddi á prédikunina, en að sjá mann prédika án þess að vera í prestshempu, eða hafa prestakraga, fanst mér mjög nýstárlegt. Eg hafði hingað til haldið, að allir Guðs leyndardómar væru innifaldir í hempunni og krag- anum. Pegar prédikunin var á enda, kom maður til mín, ekki hinn sami sem hafði talað við mig áður, því hann sá eg á tali við annan mann. Maður þessi spurði mig hvort eg væri frelsaður- Eg svaraði nei, en sagði þó, að mig langaði til þess að frelsast, og fá þá gleði og frið, sem liinn maðurinn hefði talað um. Hann lauk upp fyrir mér nýa testamentinu, og benti mér á 3. kapítulann hjá Jóhannesi guðspjallamanni, þar sem Jesús segir að vér verðum að fæðast að nýju. Maðurinn sagði að eg mætti til að viðurkenna, frammi fyrir Guði, að eg væri syndari, og að Jesús væri frelsari tninn. Bæði eg svo í einlægni Jesú að hreinsa mig af öllum mínum syndum, þá mUndi hann gjöra það, og eg mundi þá einnig fá að vita, að eg væri frelsaður, og ekki einungis eg sjálfur, heldur mundu allir, sem þektu mig, segja hið sama, því slíkt gæti ekki leynt sér. Frh. Állír Þe'r kaupendur aö blaðinu Trú, sem eiga óborg- aða 2. og 3. árg. blaðsins, eru vinsamlega beðnir að borga þá sem fyrst með póstávísun til Samúels O. Johnsson, Bergstaðastíg 40, Reykjavík.

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.