Trú - 01.05.1907, Side 5
TRÚ
21
og það var mjög dýrt fyrir mig að leita mér skemtunar í
svo stórri borg, en skemta inér varð eg, því gleði og á-
nægju leitum vér allir, þar sem það liggur í náttúrufari
voru. Sunnudag einn sá eg nokkura menn, sem prédik-
uðu á götunum í borg þessari, og liugsaði með sjálfum
mér. Eg skal fara þangað, og vita hvað þeir liafa að segja,
eg fæ þó vissulega að hlæja þar, og ekki þarf eg að
borga þá skemtunina. Eg hlustaði á, hvað þeir sögðu.
Maður nokkur, meðal þeina, stóð upp og sagðí, að hann
væri frelsaður, og sú gleði og sá friður, sem hann hefði
fundið í frelsara sínum, væri ómögulegt að lýsa. Frið og
gleði, það var einmitt það sama, sem mig vantaði, og eg
hafði leitast við á allan hátt að bæta úr. Hvað meinar
maðurinn með þessu? Eg varð gagntekinn af einlægri
löngun að vita meiraum þennan frið og þessa gleði og
þennan frelsara. Er nokkurt vit í þessu, sem hann segir?
Friðar og gleði hafði eg leitað í mörg ár, á ýmsan liátt,
en aldrei fundið, og nú að hugsa sér slíkt! heyri eg blátt
áfram og ólærðan starfsmann segja á götum bæjarins í
áheyrn allra, að hann hafi ekki eingöngu fundið frið og
gleði, heldur eiunig að til sé eilíft líf, sem hann hafi öðl-
ast og enginn geti frá sér tekið. Iiann var svo innilega
glaður í anda, og ásýnd hans lýsti sömuleiðis óskiljanleg-
um friði og gleði. Maður þessi sagði, að hann hefði
ekki verið beinlínis stórsyndari, heldur svona eins og al-
ment gjörist — en þrátt fyrir það glataður sauður, en nú
var hann frelsaður og hafði öðlast hið eilífa lífið í Jesú
Kristi, með öðrum orðum, nú var hann kristinn maður.
Alt þetta virtist mér svo næsta merkilegt, og það þvf
fremur sem maðurinn var ekki prestur, heldur leikmaður;
og eg vissi líka, eins og eg hafði hingað til heyrt og séð,
að það voru aðeins prestarnir, sem höfðu Guðs orð um
hönd. En eg vissi ekki þá, að Jesús Kristur hefði sagt}
þegar hann dvaldi hér á jörðunni sem maður: »Ekki
munu allir þeir, sem til mín segja, herra, lierra, koma í
himnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns himn-
eska föðurs.« (Matt. 7, 21.)
Regar maðurinn hafði lokið ináli sínu, gekk eg þegar