Fylkir


Fylkir - 27.01.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 27.01.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR TTTííJ Reynsla er þegar fengin fyrir óhæfni Helga Ben. fil að sfarfa fyrir aðra en sjálfan sig. FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Otgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Gíslason Auglýsingar annast: skrifstofa Sjálfstæðisflokksins sími 344. Prentsmiðjan Eyrún h. f. | Stuðningsmenn D-listans Á öðrum stað hér í blaðinu er birt orðsending til stuðnings- manna D-listans. *Eru kjósendur listans þar hvatt ir til þes að mæta eins snemma á kjörstað eins og þeim er frek- ast unt. Er þetta gert í því augna miði að létta undir með vinnu á kosningaskrifstofunni og til þess að auðveldara sé að fylgjast með því hverjir eiga ókosið á hverj- um tíma. Skrifstofan hefur skrá yfir alla kjósendur, sem á kjör- skrá eru. Fær skrifstofan vit- neskju um það svo að segja sam stundis og hver kjósandi greiðir atkvæði. Er þá merkt við á skrá þeirri, sem á skrifstofunni er, og því hægt að sjá á hverjum tíma hverjir eiga ókosið. Eftir því, sem fleiri kjósa fyrrijart dagsins, eft- ir því verður auðveldara að fylgj ast með hverjir eiga ókosið þeg- ar fer að líða á daginn og fram á kvöldið kemur. Það er staðreynd, sem allir vita, sem að kosningum hafa unnið, að hér er til allstór hóp- ur kjósenda, sem er ekki póli- tísköri en svo, að hann hliðrar sér hjá að fara á kjörstað. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að framtíð Eyjanna byggist á því, hvort honum tekst að ná hér meirihlutaaðstöðu. Hann vill því, að hver einasti kjósandi, sem nokkra möguleika hefur á að greiða atkvæði, fari á kjörstað, til þess að úr þvf fáist skorið alveg ótvírætt, hvaða skipan bæj arbúar vilja hafa á bæjarmál- unum. Sé til meirhluti kjósenda fyr- ir því, að hér ríki áfram sama óreiða í þessum efnum og verið hefur, þá er ekkert við því að gera. Hinsvegar mun hver einasti sjálfstæðismaður og kona gera sitt til, að flokkurinn fái hér hreinan meirihluta, og geri til- raun til og leggi sig allan fram til að bjarga því við, sem aflaga hefur farið undanfarið kjörtíma- bil. Framsóknarmenn eru þessa dagana, að reyna að læða því inn hjá kjósendum, að sjálfsagt sé að stuðla að kosningu Helga Ben., vegna þes að þetta sé dug- legur athafnamaður. Er ekki nema sjálfsagt að við- urkenna dugnað þessa efsta manns á lista Framsóknarflokks- ins, fyrir hann sjálfan, sem ein- stakling. Á hitt ber einnig að líta, að þegar er fengin reynsla fyrir því að eins og hann hefur sýnt dugnað í ýmsu fyrir sjálfan sig, að þá hefur hann reynst óhæfur til að starfa fyrir aðra. Helgi Ben. komst á sínum tíma í það að vera varamaður í stjórn ísfisksamlagsins. Þegar það skeði 1946, að ríkissjóður tók á leigu flest ís- fiskflutningskip, sem þá voru í förum, neitaði H. B. að leigja sín skip, heldur hélt áfram út- flutningnum fyrir eigin reikning. Fékk hann fiskinn lánaðann hjá samtökum útgerðarmanna, seldi hann á erlendum markaði, en gleymdi bara að greiða aflann til sjómanna og útgerðarmanna hér. Komst hann í að skulda þessum samtökum útgerðar- manna og sjómanna yfir 200 þúsund krónur. Og varð stjórn samtakanna að leita lögfræði- legrar aðstoðar við að herja greiðsluna út. Eftir að ísfisksamlagið var lagt niður komst þessi sami mað ur í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Eftir að meðstjórnendur hans þar, töldu sig hafa ástæðu til að ætla, að hann væri farinn að leika hokus pokus með 50 þúsund króna járnaleyfi, sem fyr irtækinu hafði verið veitt, fóru þeir að verða tortryggnir og ef- ast um velvilja hans í garð fyr- irtækisins. Fann H. B. óhjá- kvæmilega inn á þetta og hefndi sín á meðstjórnendum sínum og fyrirtækinu, gegnum sements- kaupin til Vinnslustöðvarinnar, eins og frægt er orðið. Nákvæmlega sömu fregnir bárust á sínum tíma frá Búnað- arfélaginu. H. B. hafði tekist að komast þar í stjórn og verða formaður félagsins. Eitt af verk- efnum B. V. var að panta og af- greiða fóðurvörur til félags- manna sinna. Fékk félagið í þessu skyni innflutnings og gjald eyrisleyfi hjá Viðskiptanefnd, og var H. B. sent leyfið, sem for- manni félagsins. En þegar til kom og stjórnin ætlaði að fara að nota leyfið, taldi Helgi Ben. sig eiga leyfið en ekki félagið. Lenti þetta í hörðu við hann á stjórnarfundi og endaði með því, að gjaldkeri félagsins, Hannes Sigurðsson, fékk símskeyti frá Viðskiptanefnd, þar sem staðfest var, að leyfið hafi yerið veitt Búnaðarfélaginu en ekki H. B. Til þess að leysa fjármála óreiðu þá er bærinn nú er kom- inn í, þarf að koma sterkur meirihluti, en eina leiðin er meirihluti Sjálfstæðisflokksins, það er eini flokkurinn sem hefur mikinn möguleika til að fá þá aðstöðu. Þá vildi ég lýsa afstöðu minni til þeirra mála sem bíða úrlausn ar, en vil jafnframt taka fram að ég tók að mér að verða á lista míns flokks eingöngu af áhuga fyrir málefnum míns byggðarlags, er ég sá í hvert ó- fremdarástand fjármál bæjarins nú eru komin í og fyrir sérstaka áskorun að ég tæki að mér þetta sæti, þá lýsi ég því yfir, að ég mun vinna eftir fremsta megni að leysa þau vandamál, sem nú liggja fyrir til úrlausnar og skora á alla góða Vestmannaeyinga að standa saman um þennan lista og vinna markvisst að því að þetta takist, því hvar erum við stödd ef ekki tekst að leysa þessi mál fljótlega. Vestmannaeyjar framleiða bæði til lands og sjávar meira en allir bæjir að tiltölu við fólks- fjölda og hér eru engin óþarfa embætti (eða lýður). Hér vinna allir að framleiðslunni, hver á sínu sviði. Hversvegna þurfum við þá að vera ver stödd? Hvers- vegna er bærinn kominn í þrot? Þetta þurfum við allir bæjarbúar að standa saman um að leysa. Fjármál bæjarins eru svo ná- X D-listinn er lisli Bæði bændur, sjómenn og út- gerðarmenn eru búnir að öðlast skilning og reynslu fyrir því, að eins og H. B. getur verið góður fvir sjálfan sig, hefur hann reynst miður heppilegur til að starfa fyrir aðra. Enda hefur hon um verið „sparkað”, svo notuð séu hans eigin orð í Framsóknar blaðinu fyrir nokkru, úr stjórn- um þessara fyrirtækja. Kjósendur hér munu einnig hafa gert það upp við sig, að heppilegast mun að lofa H. B. að vasast í því, sem hann hefur undir höndum, en hleypa honum ekki í bæjarmálin. Þangað á hann ekkert erindi, og mun, ef dæma á eftir feng- inni reynslu, síður en svo verða bæjarfélaginu til framdráttar. tengd okkur sjálfum að við get- um ekki látið þau framhjá okk- ur fara, við eigum að bindast böndum öll, og strengja þess heit, að gera Vestmannaeyjar það sterkar að það verði aldrei hægt með sanni að segja að hér búi órei'ðu fólk, við eigum að vinna að því að hér verði blóm- legastur staður á öllu landinu, þeir sem sjóinn sækja láta ekki sitt eftir liggja, eigum við þá sem í landi erum að láta það á okkur sannast að við getum ekkert. Nei, nú er tíminn kominn, það þýðir ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Eg þykist vita, að það er hægara sagt en gjört að koma þessu í lag, en með þraut seigjunni hefst það. Þá þarf eng inn að sjá eftir því að hafa gjört sitt til. Um leið og búið er að leysa fjármálin þá er hægt að snúa sér að atvinnumálunum en fyrr ekki en atvinnumálin eru líka mál málanna, en til þess að hægt sé að skapa örugga atvinnu þarf traustan grundvöll í fjármálun- um, og þá er hægt að skapa hér velmegun, margt bíður hér úr- lausnar og munum við vinna að þeim ásamt öðrum málum sem eru í málefnayfi.rlýsingu Sjálfstæðisflokksins við í hönd- farandi kosningar. Krafan er minnst 5 D-lista fulltrúar. Magnús Bergsson. Sjálfsfæðisflokksins Sterkur meirihluti

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.