Fylkir


Fylkir - 03.03.1950, Qupperneq 1

Fylkir - 03.03.1950, Qupperneq 1
2. árgangur. Vestm.eyjum 3. marz 1950. 7. tölublað. Málgagn SjáSfstæðis- flokks ins Frumvarp til laga um gengisskráningu, launabreytignar, stóreignaskatt, fram- leiðslugjöld o. fl. 1. gr. Gengi íslenzkrar krónu skal breytt þannig, að einn Bandaríkjadollar jafngildi 16.2857 íslenzkum krónum, og skal gengi alls annars er- lends gjaldeyris skráð í sam- ræmi við það. Landbanki ís- lands skal birta sölu- og kaup gengi, sem séu í samræmi við hið skráða gengi. Kaupgengi má ekki vera meira en 1% undir og sölugengi ekki meira en 1% yfir hinu skráða gengi. 2. gr. Eftir gildistöku laga þess- ara er ríkisstjórninni á ráð herrafundi rétt, að fengnum tillögum bankaráðs og banka- stjóra Landsbanka íslands, að ákveða gengi íslenzkrar krónu. Gengisskráning skal miða að því að koiua á og viðhalda jafnvægisgerigi, þ. e. að sem mestur jöfnuður sé í greiðslum við útlönd án gjald eyrishal’ta. Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til athug- unar gengisskráningu íslenzkr ar krónu, þegar almenn breyt ing verður á kaupgjaldi, önn ur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum. Skal bank- inn, svo fljótt sem kostur er, gera ríkisstjórninni grein fyr- ir niðurstöðum sínum. 3. gr. Gengishagnaður sá, setu myndast við það að hrein (nettó) gjaldeyriseign ís- lenzkra banka verður seKl hærra vet'ði eftir gengislækk- unina, skal renna í gengis- hagnaðarsjóð, er Landbanki íslands varðveitir. Úr sjóði þesstnn skal 10 miljónum ki'óna varið til að bæta rýin- un, sem orðið hefur á síðax- nefndum tínxa á sparifé ein- staklinga, þ. e. einstakra manna, en ekki félaga, stofn- ana, sjóða eða annarra ópei- sónulegra aðila. Til sparifjár telst í þessu sambandi fé, scm lagt he’fur verið til ávöxtunar í banka, sparisjóði, innláns- deildir samvinnufélaga og aðrar lánsstofnanir, sem eins stendur á um að þessu leyti. Sparifé skal bætt þannig: 1. Sparifé, sem stóð inni líI ávöxtunar í ársolk 1939 og til áxsloka 1942. 2. Sparifé, sem stóð inni til ávöxtunar í árslok 1942 og til 1. júlí 1947. Bótum skal skipt milli sparifjár þess, er greinir í 1. og 2. tölulið, í hlutfallinu 6 : 1 að hundraðstölu. Skilyrði bóta er, að inn- stæða hafi staðið óslitið til vöxtunar í nefndum lánsstofn unum tímabil, sem greinir í 1. og 2. tölulið 2. mgr. SamL fellur réttur til bóta ekki niður, þótt sparifé hafi verið flutt úr einum sparifjárreikn- ingi í annan í sömu lánsstoín- un eða úr sparifjárreiekningi í einni lánsstofnun í sparitjár reikning í annarri lánstofn- un, enda hafi nefndur ekki tekið meira en tvo daga, ef fé er flutt innan sama bæjar- félags, en annars ekki meira en tvær vikur. Bætiir skulu því aðeins greiddar, að eigandi innstæðu í árslok 1942 eða 1. jtilí 1947 sé á lífi, er lög þessi taka gildi. Þó skal maka innstæðu- eiganda, foreldri eða nið greiddar bætur á innstæðu, er greinir í 1. og 2. tölulið 2. mgr. og viðkomandi hefur erft. Ríkisstjórnin setur nánari reglur um framkvæmd á út- hluttin bóta samkvæmt þess- ari grein, þar á meðal um innköllun kröfueigenda inn- an hæfilegs og tiltekins frests að viðlögðum kröfumissi. Landsbanka íslands skal fal- in framkvæmd úthlutunar- innar. Nú nemur nefndur geng- ishagnaðarsjóður meiru en kr. 10 miljónum, og skal þá sá hluti sjóðsins, sem er um- fram kr. 10 miljónir, renna til ríkisins, og skal honum varið lil greiðslu á skuldum í'íkissjóðs við Landsbanka ís- lands. 4. gr. Vísitala framfærslukostnað- ar í Reykjavík skal reiknuð fyrir marz 1950 á sama hátt og Iiingað til, þó með þeim breytingum, að miðað skal við húsaleigu í húsum, sem fullgerð eru eftir árslok 1945, svo og við útsöluverð á kjöti án frádráttar á kjötstyrk. Vísi tölufjárhæð, sem reiknuð er með þessum hætti, skal vera sá grundvöllur, sem síðari breytingar á vísitölufjárhæð miðast við, og skal því sett = 100. Skal útreikningi fram- færsliivísitölunnar fyrir marz vera lokið eigi síðar en 20. apríl þ. á. 5. gr. Hagstofa íslands skal reikna kaupgjaldsvísitölu fyr- ir marz 1950, sem sýni breyt- ingu þá, sem orðið hefur á almennu kaupgjaldi, þ. e. grunnkaupi að viðbættri verð lagsuppbót, síðan 1939. Skal sú vísitala vera hið almenna tímakaup verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík, og skal tímakaupið mánuð- ina jan.—marz 1939 vera vísi- tölugiundvöllur. Kaupgjaldsvísitala þessi skal birt um leið og fram- færsluvísitalan fyrir marz. 6. gr. I eftirfarandi ákvæðum táknar orðið laun bæði lann og kaupgjald. Við gildistöku laga þessara skal hætt að greina á milli grunnkaups og verðlagsupp- bótar, eins og verið hefur, og skal hvort tveggja framvegis talið laun f einu lagi. 7. gr. Vísitala framfærslukostn- aðar, sbr. 4. gr., skal reikn- uð mánaðarlega, og skal liækka laun frá því sem greitt var næsta mánuð á undan, ef vísitalan sýnir hækkun á fram færslukostnaði um minnst 5%. Þetta tekur þó ekki til launa, sem reiknuð eru á grundvelli verðmætis afurða, svo sem aflahlutar og lifrar- peninga. Skulu hærri laun, ef til keinur, greidd fyrsta skipti fyrir maí 1950 samkvæmt þeirri breytingu, sem vitala fyrir apríl s. á. sýnir. Laun skulu lækka með sama hætti, ef vísitala sýnir lækkun á framfærslukostnaði um minnst 5%. Síðari launa- liækkun skal veitt, ef vísital- an sýnir liækkun fram- færslukostnaðar uni minnst 5%, frá því laun breyttust síðast samkvæmt þessuni á- kvæðum. Laun skulu lækka með sama hætti, ef síðari vísi tala sýnir lækkun fram- færslukostnaðar um minnst 5%, frá því laun breyttust síðast samkvæmt þessum á- kvæðum. Laun skulu breytast sam- kvæmt framangreindum á- kvæðum fram í júlí 1950, en frá þeim tíma til ársloka skulu laun ekki breytast Framhald á 4. síðu

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.