Fylkir


Fylkir - 27.10.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 27.10.1950, Blaðsíða 1
Mólgágri Sjálfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 27. okt. 1950 20. tölublað. Á RANGRI BYLGJU Eins og flestum sjómönnum eyjanna mun kunnugt gegnum talstöðvarviðskipti bátanna við Vestmannaeyjaradio hafa nú far ið fram all víðtækar breytingar ó afgreiðsluháttum loftskeyta- stöðvarinnar og JDykir mér rétt, að gefnu tilefni, að skýra þetta með nokkrum orðum, ef það mætti verða til þess að hrinda af okkur starfsmönnunum að- dróttunum, sem ekki hafa við nein rök að styðjast en eru byggðar á hrapallegum misskiln ingi bæði hvað afgreiðsluaðstæð ur og starfshætti snertir. Skal þó fyrst og fremst fram- tekið, að þær breytingar, sem fram hafa farið á afgreiðslu- háttum stöðvarinnar eru vitan- lega alls ekki okkur að kenna að einu eða neinu leyti, heldur eru það fyrirskipanir símamála- stjórnarinnar í Reykjavík, sem við verðum auðvitað að hlýða og breyta eftir. Og til þess að sjá svo um að við hlýddum settum fyrirmæl- um og koma okkur inn í starfs- aðferðir þessar o. fl. var maður sendur sérstaklega fró Reykja- vlk. Er hann fyrir skömmu far- inn aftur úr bænum en við þeg- ar byrjaðir hina nýju starfshætti, sem virðast ætla að mælast illa fyrir. Eru menn farnir að senda okkur miður fallegar orðsending ar í Ijótum tón alveg eins og hér sé um að ræða herfilegar misgerðir frá okkar starfsmann- anna hálfu. Skal ég nú fara nokkrum orð- um um starfshætti okkar gagn- vart bátunum fyrr og nú og vona ég þar við að geta sýn fram á óréttlátar ósakanir um stirðbusalega afgreiðslu, komn- ar frá einum, sem reiður er yf- ir hinum nýju ákvæðum; gjald- skyldum veður-upplýsingum og bylgjuskiptingum. Undanfarin ór og hingað til höfum við á loftskeytastöðinni ávallt orðið nokkurnveginn fljótt og vel við beiðni bátanna um veður-upplýsingar, þegar þeir ýmissa orsaka vegna misstu af veðurfregnum útvarpsins. Þá höfum við einnig gefið þeim upplýsingar um veðurfar á Heimaey milli reglulegra veður- athugana, hvenær sem um var beðið. Gat í bóðum tilfellum oft verið bráð nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar, er gefnar voru eftir beztu getu algerlega kostnaðarlaust. Var sú af- greiðsla ávallt skoðuð sem ör- yggisafgreiðsla vegna báts og bátverja og þótti sjálfsögð fyr- irgreiðsla landstöðvarinnar. Aðrar upplýsingar voru einnig í té látnar t. d. um fiskirí, fero- ir bótanna, heimkomutirna þeirra o. fl. Var þessu svarað eftir því sem við vissum bezt þótt hinsvegar væru þær upplýs- ingar máske dálítið slitróttar sérstaklega hjá okkur dagvakr- armönnum, sem vegna ritsímc- afgreiðslunnar o. fl. gátum ekki sem skyldi gefið okkur að tal- stöðvarviðskiptunum og fylgst með þeim báta í milli. Þó var sem sagt reynt að svara þessum fyrirspurnum sem öðrum og lára bátunum í té sem allra bezta og liprasta afgreiðslu í hvívetna. Hygg ég, að þetta hafi tskizt vonum framar enda þótt við dagvaktarmenn höfum venju- lega nóg að starfa að ritsíma af- greiðslunni og fleiru í sambar.di við hana. — Þeir, sem þykjast þurfa að kvarta yfir að illa sé svarað á Vestmannaeyja Radio (ég held þeir séu afar fóir) verða að hafa það hugfast, að það er aðeins einn maður ó vakt í einu. Hann þarf að afgreiða skeytasam- bandið við Reykjavík, taka skeyti frá bæjarsímanotendum og fró símstöðvunum ó suður- landslínunum og þess utan af- greiða bæði talstöðvar- og morse- viðskiptin ó loftskeytastöðinni. Af þessu sést að maður getur ekki að staðaldri setið fyrir fram an viðtökutækin ó dagvaktinni og beðið þess eins að einhver kalli á Vestmannaeyja Radio. Þegar við erum að vinna við skip á 600 metra bylgjunni sem vitanlega mjög oft kemur fyrir, er oft ekki hægt að svara bátun- um á meðan, þótt þeir kalli okk- ur ó talstöðvarbylgjunni 1650 kcs — 182 metrar. Það kemur einnig þráfaldlega fyrir að bótarnir hamast við að kalla á Vestmannaeyja Radio á 1596 kcs — 188 metrum þ. e. a. s. ó þeirri bylgjulengd, sem við hlustum ekki á, að stað- aldri þar sem það er innbyrðis vinnubylgja bátanna. Menn koma svo í land, skamma okkur Framh. á %. síðu. Bæjarstjórnarfundur S.l. föstudag var fundur hald- inn í bæjarstjórn kaupstaðarins. Fyrir fundinum lógu 8 mál, þ. á. m. reikningar Bæjarútgerðar- innar fyrir árið 1949, er voru til 2. umræðu. Er Bæjarútgerðin fyrst allra fyrirtækja bæjarins að sýna reikninga fyrir s.l. ár. Fyrsta mál fundarins var fund argerð fjórhagsnefndar fró 16. okt. s.l. Þungamiðja þeirrar fund argerðar var tillaga meirihlutans um greiðslu ó vanskilaskuldum við Tryggingarstofnun ríkisins. Nemur sú skuld nú orðið eða um n.k. óramót tæpum 8 hundruð þús. kr. Gerði meirihlutinn róð fyrir að greiða þessa skuld með skuldabréfum frá Rafveitunni og Hafnarsjóði að nafnverði 500 þús. kr. Afganginn tæpar 3 hundruð þúsundir í peningum ó tímabilinu til 1. júní næsta ór. Eins og fjórhag bæjarins er nú komið virðist vera um mjög mikla bjartsýni að ræða að lóta sér detta í hug að hægt verði að borga tæpar 300 þús. í pen- ingum á næstu 7 mónuðum. Þá var í þessari fundargerð gert róð fyrir að róða í þjónustu bæjarins nýjan starfsmann, svo kallaðan innheimtustjóra með 3 þús. kr. í grunnlaun á mánuði og það sem meira er til 5 ára. Sjálfstæðis- menn voru allir 6 móti þessari ráðstöfun. Meirihlutinn getur að sjálfsögðu róðið til sín starfs- menn að vild á meðan hann er við völd og fyrir það kaup er þeim þóknast, en vafasamt er að þeir hafi leyfi til þess að róða starfsmenn lengur en út kjör- tímabilið, og eitt er víst, að þessi ráðstöfun með ráðningu inn- heimtustjórans til næstu fimm ára er ósvífin frekja. — í sam- bandi við þennan lið komu fram tillögur um að skora á viðeig- andi yfirvöld að veita fjórfest- ingarleyfi fyrir 20 íbúðarhúsum og réttlátari skiptingu gjaldeyris- tekna þjóðarinnar með tilliti til hlutdeildar Vestmannaeyja í öfl- un hans. — Voru auðvitað allir bæjarfulltrúar þessum tillögum samþykkir. — Næsta mól voru fundargerðir hafnarnefndar. Fjölluðu þær að mestu um þær framkvæmdir sem unnið hefur verið að í höfninni í sumar. Er ekki ástæða til að rekja það frekar hér, þar sem al- menningi mun það kunnugt. I sambandi við þennan lið kom fram tillaga frá M. Bergssyni um að skora á Eimskip að láta skip sín koma hér við, er þau sigla hér fra mhjá og hafa vörur hing- að og farþega. I greinargerð sem fylgdi tillögunni var réttilega bent á aðiþað hefði þráfaldlega komið fyrir að skip félagsins hefðu siglt hér fram hjó í blíðu- veðri og neitað að lóta hér í land farþega og flutning, þrótt fyrir eindregin tilmæli. Var þetta átalið og sýnt fram á þau óþæg- indi og kostnað sem af þessu leiðir. Þá kom fram tillaga um að skora ó póst- og símamála- sjtórnina að afnema með öllu þá nýbreytni að neita að gefa formönnum á bótunum veður- fréttir og aðrar upplýsingar frá loftskeytastöðinni hér nema gegn borgun. Um fundargerðir byggingar- nefndar urðu litlar umræður. Það merkasra í þeim var að af- Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.