Fylkir


Fylkir - 27.10.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 27.10.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Neðan frá sjó Nýr bótur. Hinn kunni út- gerðarmaður Eiríkur Ásbjörnsson hefur nýlega fest kaup á m.b. Hrönn frá Akureyri. Margir hér í Eyjum munu kannast við bát þennan, sérstaklega þó þeir, sem hafa verið á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Ingvar heitinn Guð jónsson átti Hrönn um langt ára- bil og mun Eiríkur hafa keypt bátinn af erfingja Ingvars. Hrönn er 41 smálest að stærð og byggð 1916. Fyrir um það bil tveim árum fór fram mikil viðgerð á bátnum og þá var sett í hann ný vél, 110—130 hest „Völund" og er ganghraði um 8 mílur. Hingað mun báturinn væntanlegur í desember. — Ásmundur á Löndum: Svo sem kunnugt er, þá er okkar gamli- skipstjóri af Elliðaey, Ásmundur Friðriksson, skipstjórí á Siglu- fjarðartogaranum Elliða. Elliði er á karfaveiðum og hefur aflað ágætlega, er búinn að afla 1070 smálestir á tæpum mánuði, og er hásetahlutur um 3800 krón- ur. Var skráð á skipið 19. sept. og hefur skipið farið 3 veiðiferð- ir. Síðustu daga hefur óveður hamlað veiðum. Er sárt að sjá bæjartogarana hér bundna við bryggju viku eftir viku, og vita u mþennan góða afla, og hafast ekkert að. — „Kippers". Skotar veiða eins og kunnugt er mikið af síld, er síld þessi mikið horaðri og smærri en okkar Norðanlands- síld, einna líkust snemma veiddri Sunnanlandssíld. Síld þessa verka skotarnir mikið á þann hátt að hún er flökuð og reykt og kalla skotarnir hana þannig verkaða „Kippers". Er „Kippers" einn aðalliðurinn í morgunverði Breta. Þrátt fyrir mikla innan- landsneyzlu er reynt að flytja út, og núna nýlega var sett á ameríska markaðinn 4 milljón stk. af frystum „Kippers" vöfð- um inn í cellophanpappír. Sagði formaður brezku sjávarútvegs- nefndarinnar við þetta tækifæri að þrátt fyrir allan þann góða og mikla mat sem Ameríku- menn hefðu, vantaði þá þó hina lostætu skozku síld „Kippers". — Þetta sem hér er greint, verð- ur til þess að manni kemur til hugar hvort við getum ekki hag- nýtt okkur síldina hérna Sunn- anlands á líkan hátt og Skotarnir gera. Sérstaklega á þetta þó við um þá síld, sem veiðist snemma sumars og er ekki söltunarhæf fyrir okkar venjulegu markaði. — Væri það ekki lítil búbót t. d. hér í Eyjum ef bátar gætu byrjað reknetaveiðar með júlí, síldin sem veiddist verkuð eins og Á seinasta bæjarstjórnarfundi var meðal annars samþykkt af meirihlutanum að ráða í þjón- ustu bæjarins innheimtustjóra. Ja, fínt skal það vera. Á inn- heimtustjóri þessi að stjórna inn heimtunni og hafa fyrir það í laun 3 þús. krónur á mánuði í grunnkaup. Ekki er vitað hvaða maður verður ráðinn sem stjóri, en gera má ráð fyrir að hann sé á hægra brjóstinu á meiri- hlutanum, því að ráðningartím- inn skal vera 5 ár, hvorki meira né minna. Umboð þessarar bæj- arstjórnar rennur út í janúar 1954, og er því vafasamt mjög að hún hafi heimild til þess að ráða starfsfólk nema út sitt kjör- tímabil, en þessi innheimtu- stjóri skal sitja til ársloka 1955 eða tveim árum eftir að núver- andi meirihluti hefur misst sitt umboð. Annars er ráðning þessa inn- heimtustjóra hreinn óþarfi. Með lögum frá 1945 um innheimtu gjalda er fyrir því séð að mjög miklum hluta útsvaranna er hægt að ná með því að taka vissan hluta útsvarsins mánað- arlega af kaupi. En þessi inn- heimtuaðferð krefst árvekni í starfi, og hvað ætli menn sem ailtaf eru á atkvæðaveiðum og sífellt eiga í pólitízkum útistöð- um við sína eigin flokksmenn eða aðra megi vera að liggja yfir slíku. — skotarnir verka hana, og hún orðið „dollara"-vara eins og sú skozka. — Gæftir og afli. Afli í dragnót hefur verið sáratregur. Guðlaug- ur Halldórsson fékk tonn í fyrra- dag, eftir daginn og er það með því bezta. Aðeins 5 bátar stunda nú dragnótaveiðar. Aðeins einn bátur, „Suðurey" hefur .reynt með botnvörpu s.l. viku. Var afli sáratregur, 3 tonn eftir hálfan annan sólarhring. Reynt var á öllu svæðinu frá Selvogsbanka og austur í Vík — og allsstaðar sama — enginn afli. Tveir bátar búast nú á tog- veiðar, Sidon og Björg. Síidin. Flestir síldarbátarnir eru nú búnir að „afmunstra". Aðeins sex bátar eru ennþá að og fóru þeir út á mánudags- kvöldið. Létu þeir „drífa" um 2 tíma vestur af Eyjum, — en fengu ekki bröndu. Engin síld hefur því komið á land í vikunni. Óskilsemin hjá bænum er nú komin á stað stig, að öðrum fjárhagsnefndarmanninum úr meirihlutanum fannst þörf á að koma með sérstaka tillögu um það að bærinn stæði í skilum með afborganir af lánum. Var tillaga þessi reyndar bundin við afborganir af Veðdeildarlánum, en sjálfstæðismenn fengu tillög- unni breytt í þá átt að staðið yrði í skilum með afborganir af öllum lánum. Einhverntíma hefði það þótt saga til næsta bæjar, að eitt bæjarfélag gerði um þac sérstaka samþykkt að standa í skilum. íþróttir Sumarstarfi íþróttafélaganna hér er nú senn lokið, það hefur að vanda verið gott á ýmsum sviðum en á öðrum legið niðri að nokkru leyti, eins og til dæm- is knattspyrnan, sem þó hefur verið meira iðkuð í sumar en til dæmis í fyrra, þó skortir mikið á áð vel sé, enda eru félagsí- þróttir, knattspyrna og hand- knattleikur, þær íþróttir sem æf- fngafrekastar eru, ef góður á- rangur á að nást. Þrjú félög sóttu okkur heim í sumar í knattpsyrnu en það voru: Akurnesingar, Hafnfirð- ingar og K.R.-ingar. Akurnes- ingar kepptu hér tvo leiki og unnu báða, þeir sýndu okkur eft irminnilega hve langt við eigum í land til þess að geta talizt með góðum knattspyrnumönnum Við komu þeirra færðist tals- vert líf í æfingar hér svo að þeg- ar Hafnfirðingar komu tó<st báðum félögunum að sigra þá. Aftur á móti vann K. R. báða sína leikisem og var eðlilegt, þeir eru nú íslandsmeistarar, cn þrátt fyrir það held ég að frammi staða okkar manna hafi verið þeim mest til sóma. Það er von- andi að áhugi glæðist fyrir knatt spyrnuæfingum á næsta sumri og víst er um það, að hér eru mörg og góð efni í knattspyrnu- menn. Það er mun bjartara yf- ir handboltanum hér en knatt- spyrnunni, sérstaklega hafa Týsstúlkurnar verið sigursælar í I. flokki, þær hafa unnið alla sína leiki hér heima í sumar, þó að stundum hafi munað mjóu. II. fl. Týs hefur og staðið sig vel, aðeins tapað einum leik. Á íslands mótið fór sameinað lið úr báðum félögum, þar töpuðu þær aðeins einum leik en það var við Fram, sem varð íslands- meistari. Skömmu síðar fóru Týs stúlkurnar á Hraðkeppnismót í Hafnarfirði. Þar unnu þær svo Fram en töpuðu fyrir „Ármanni" Leikskóli. Margrét Ólafsróttir (Sveinssonar, Flötum) var meðal þeirra ellefu, sem tekin var í leikskóla Þjóðleikhússins af þeim 25 sem inntökupróf þreyttu. Skólarnir. í þrem bekkjum Gagnfræðaskólans eru nú 75 nemendur (78 í fyrra). Nýr kenn ari Sigfús Á. Johnsen. Barnaskól inn er með 484 (444 í fyrra) nemendur. Nýir kennarar við skólann eru Sólveig Ásbjarnar- dóttir og Páll Steingrímsson. í fyrsta sinn nú, er að nokkru byrjað að framkvæma nýju fræðslulögin, þar sem nemendur í efsta bekk Barnaskólans stunda gagnfræðinám. í Iðnskólanum stunda 62 nemendur nám, (52 í fyrra). Þar af 25 iðnnemar (33). Að- sókn almennra nemenda að skólanum fer stöðugt vaxandi, en iðnnemum fer heldur fækk- andi, sem stafar af að iðnmeist- arar virðast takmarka meira iðn- némafjölda en áður. HeilsuverndarsSöð: Heilsu- verndarstöð ungbarna er tekin til starfa að nýju. Er stöðin til húsa að Heimagötu 2. Eru lækn ar til viðtals og skoðunar ung- barna föstudaga 2—4 e. h. Hjúskapur: í gær voru gefin saman í hjónaband af sóknar- prestinum séra Halldóri Kolbeins Helga Signý Helgadóttir (Jóna- tanssonar) og Þórarinn Sigfússon Öfjörð. Heimili ungu hjónanna verður að Baugsvegi 7, Reykja- vík. Léttsaltað kjöt daglega ! S H U S I Ð Höfum fengið V í T S S SO T Á VERZL. GEYSI R og urðu Ármenningar Hrað- keppnismeistarar, það er annars dálítið einkennilegt að Týr hefur keppt 4 sinnum við Fram og hefur unnið þá þrisvar en gert jafntefli við þá einu sinni, á Is- landsmótinu í fyrra en þá töp- uðu þær engum leik. í næstu þáttum mun ég gera samanburð á beztu frjálsíþróta- afrekum nú í sumar og í fyrra. K. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.