Fylkir


Fylkir - 13.06.1952, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.06.1952, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R V estmannaeyja- kvikmynd. Þau gleðitíðirdi liafa borist hér manna á meðal og þá eink- um þeirra, sem vilja „Eyjunum allt“, að Vestmannaeyingafélag- ið Heimaklettur sé að ráðast í að láta taka Vestmannaeyjakvik- mynd. í þessu sambandi boðaði stjórn félagsins blaðamenn á sinn fund s.l. mánudag og skýrði frá því að hún hefði þegar í sam ráði við félagsmenn fyrir nokkru ákveðið áð láta taka um- rædda mynd og framkvæmdir að nokkru leyti hafnar og það sem rneira er að nú þegar er byrjað að taka myndina og ekk- ert hentugt tækifæri látið ónot- að. Til gamans má geta þess að síðast þegar m.s. „Gullfoss“ kom að utan sigldi skipstjórinn skipi sínu Faxasund, að beiðni félags- ins, til þess að unnt væri að taka kvikmynd af skipinu þar. Vonandi þarf ekki að ela að þetta mál hljóti einhljóma und irtektir allrá Vestmannaeyinga og þeirra manna er tekið hafa ástfóstri við Eyjarnar sökum undursamlegrar fegurðar þeirra samfara hrikalegri náttúru. Eng- um getur heldur dulist að hér er ráðist í afar fjárfrekar frarn- kvæmdir, þar sem gerð myndar- innar tekur aldrei minna en 3 ár og sum atriði verður að filma upp aftur og aftur þar til tekist hefir að ná eins fullkominni mynd og unnt er. Félagið hefur fest kaup á kvikmyndatökuvél, sem er af einhverri fullkomn- ustu tegund, sem völ er á áð fá. Til kvikmyndatökunnar liafa verið valdir þeir Sveinn Ársælsson, sem nú um árabil hefir tekið mikið af kvikmynd- um hér í Eyjum og auk þess þaulvanur meðierð kvikmynda- tækja og filmna, og Friðrik Jes- son Hól, sem er manna víðförl- astur og kunnastur jafnt hér á Heimaey og í úteyjum og verð- ur því séð að kvikmyndavélin er í kunnugra manna höndum, en skylda okkar hinna er áð sjá svo um að þeir hafi ætíð nóg að vinna með og málefnið stöðvist ekki vegna fjárskorts. Formáli þessi verður nú ekki lengri en áður en ég gef stjórn félagsins orðið vildi ég segja ykkur smá / sögu sem ég heyrði nær því frá fyrstu hendi, og á sagan að sanna ykkur að engin vanþörf er á að taka slíka fræðslu- og skémmtimynd hér í Eyjum. „Erlendur ferðamaður kom inn á Ferðaskrifstofuna í Reykjavík skömmu eftir að hún tók til starfa. Maðurinn spurð- ist fyrir um skipulag ferða til Vestmannaeyja. Svarið var: „Við skipuleggjum engar ferðir til Vestmannaeyja, þangað er vont að kornast og ekkert að sjá.“ Vestmannaeyingar, svona svör særa okkur alla, tökum því höndum saman og styrkjum „Heimaklett" í að láta fullgera sem fyrst Vestmannaeyjakvik- myndina, sem við skulum kalla „Yndislega Eyjan mín“, þar til naln verður ákveðið á henni. Fbrráðamenn Vestmannaey- inga og Vestmannaeyingar inn- fæddir og aðfluttir, hér kemur enn eitt tækifæri til að auka á hróður Eyjanna og jafnfr. tæki- Eyjanna og jafnframt gott tæki- í'æri til að auglýsa fegurð þeirra og varðveita frá gleymsku það sem hér er unnið í dag og unn- ið hefir verið á undanförnum árum. A. G. í einu dagblaðanna var ný- lega lauslega á það minnst í bæj- arlréttum að þeir Friðrik Jes- son og Sveinn Ársælsson væru byrjaðir á töku kvikmyndar af Vestmannaeyjum á vegum Vest- mannaeyingafélagsins „Heima- klettur". Þykir því stjórn félags- ins rétt að gela hér nokkrar upp lýsingar um þetta enda þótt ekki verði hægt áð upplýsa jiað til fullnustu eins og sakir standa. Hinsvegar mun stjórnin láta aímenning fylgjast vel með lýsingar en hér er gert að þessu sinn i. Vestmannaeyingafélagið hefir nú ráðist í jrað stórvirki, að láta gera litkvikmynd úr at- haínalíli Eyjanna til lands og sjávar og af staðháttum í byggð og til fjalla á Heimaey og í "út- eyjum. Að sjálfsögðu verður svo myndin með texta eða skýring- um og brot úr sögu Eyjanna eft- ir Jdví sem við verður komið. Myndinni er ætlað áð sýna allskonar atvinnuhætti í Vest- mannaeyjum, svo sem sjósókn, fuglaveiðar, búhætti, iðnað og allskonar verksmiðjuvinnu. Þá verður og upptekið sem mögu- legt er frá gamla tímanum ein- stök atriði er bezt lýsa þróun- arsögunni og sýna bezt gamla tímann. Áætlað er að myndin verði að sýningartíma um 100 mínútur, sem allra fullkomnust auglýsingamynd athafnalífsins og kynningarmynd af landi og íbúum Eyjanna. Félagið nýtur leiðbeininga fagmanns í Ræykjavík, senr lof- að hefir að gera sitt bezta fyrir það í þessu efni. Þá liafa verið ráðnir tveir myndatökumenn úr Vestmanna- eyjum, er Jregar hafa hafið starf- ið og filmað af höfninni við hin ákjósanlegustu skilyrði m. a. skipaljöldann Jrar yfir páskahá- tíðina s.l. Gerðar verða ráðstafanir til Jress að hafa sem allra \bezt myndatökuhandrit við gerð myndarinnar og ýmislegt fleira til flýtis og öryggis og mætti þar til nefna að notuð verður eins fullkomin myndatökuvél og kostur er á. Það segir sig sjállt að mynd sem jiessi kostar mjög mikið fé og miklu meira en félagið get- ur óstutt risið undir enda Jrótt Jrað njóti Jjess styrks, er fjár- hagsáætlun bæjarins gerir ráð fyrir til þessarar menningarstarf- semi. Hins vegar vissum við í upp- hafi og munum treysta á, að Eyjabúar muni lúslega rétta okk ur hjálparhönd til að yfirstíga Ijárhagsörðugleika þá er þessu fylgja, er við leitum til þeirra, því góð kviðmynd úr atbafna- lífinu er gulls í gildi auk þess að verða ómetanleg til kynning- ar á landi og Jijóð. Við vorum fullvissir um, að hver og einn vildi styja að glæsilegri nútíma- sögu og sýningu átthaga sinna. Aðrar sýslur á landinu hafa Jjcgar byrjáð að taka upp á lilmu sögu sína til Iands og sjáv- ar og mun Jjar ekkert verða til s]jarað að gera þær myndir sem allra fullkomnastar, má Jjar til ncliia Borgfirðinga og Skaftlell- um hvað Vestmannaeyjakvik- mynd viðkcmur. Við beinum nú þeirri ein- dregnu en vinsamlegu áskorun lil cyjabúa að Jjeir styrki fé- lagið í Jjessu mikilsverða menn- ingarmáli með fjárframlagi er mætti verða málinu til eflingar og góðs lramgangs. Þar sem það er talið fullvíst að gerð myndarinnar muni taka a. m. k. tvö til þrjú ár skal á Jjað bent að Jjeir sem styrkja vilja félagið ljárhagslega mega gjarnan skipta framlagi sínu i tvennt eða þrennt, einhverja á- Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritnefnd: Jóhann Friðfinnsson Jón G. Scheving. Kristján Georgsson áb. Auglýsingar og afgreiðsla í Samkomuhúsinu - Sími 33 - Prentsmiðjan Eyrún h.f. kveðna fjáruþphæð t. d. á ári, sem koma mun sér jafn vel lyrir félagið, sem styrkur í eitt skipti fyrir öll. Vissulega Jjörfnumst við góðr ar aðstoðar sérhvers eyjamanns til að koma þessu metnaðarmáli í farsæla framkvæmdarvissu og vonum að hver og einn geri sitt bezta til að svo megi verða með Jjví að veita oss sem mesta fjár- hagslega aðstoð. Rétt Jjykir að taka Jjað fram að frumfilman af Vestmánna- eyja kvikmyndinni skal vera í eign lélagsins Heimaklettur, geymd sem söguleg heimild Vestmannaeyja en endurmynd- anir (Copiur) seldar á inn- og erlendum vettvangi. Góðir Eyjabúar. — Fjölmörg ísl. byggðarlög til sjávar og sveita liafa nú á stefnuskrá sinni og liafa þegar stofnað bygðasöfn og hafið söfnun heimilda fyrir sögu þeirra. Átthagafélög og sýslufélög eru stofnuð, héraðs- lýsingar og sýslusögur útgefnar o. m. m. 11. gert til þess meðal annars að bjarga lrá gleymsku þróunarsögu hvers byggðarlags og sýna hvar á vegi menningar og framfara þau eru stödd nú til dags. Félög Jjcssí eru mörg við ald- ur orðin, fjárhagslega vel stæð, mannmörg og njóta styrktar fjár sterkra manna innan félags og utan, sem hlúa vilja sem allra bezt og rnest að sögu átthaga sinna. Hjá okkur horfir þctta öðru- vísi við. Féiag okkar er ungt að árum og hefir átt við mikla byrj unarörðugieika að stríða þessi tvö starfsár sín. Það er mann- látt og tekjuliðir þess enn fáir utan iðgjöld félagsmanna. Störf þess eru því enn ekki mikil út á við, en Jjað hefir hinsvegar undirbúið í kyrrþey, innanfé- lags, ýms komandi störf og reynt af fremsta megni að leggja vel og vendilega grundvöll þeirra. í því sambandi má nefna Framhald af 4. síðu. Jjessum gerðiun félagsins og inga. Vonum við að verða ekki gefa bráðlega fullkomnari upp- cltirbátar annarra í framkvæmd

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.