Fylkir


Fylkir - 23.12.1955, Side 6

Fylkir - 23.12.1955, Side 6
6 JÓLABLAÐ FYLKIS 1955. Varðskipið SÆBJÖRG byggt í Danmörku úr tré, sem björgunarskúta jyrir Slysavarnarjélag ís- lands og er ennþá í eign þess, en gert út á kostn- að landltelgisgcezhinnar. Skipið umbyggt 1947-48 og þá lengt um 4,5 metra. Stœrð: Fyrst 64 rúm- lestir, nú 101 rúmlest. Gangur: 10 sjómílur. Vopn: 37 mm. fallbyssa. NYTT VARÐSKIP. Sem stendur hefir Land- helgisgcezlan nýtt björgunar- og varðskip í smíð- um í Reykjavík, og leggur Björgunarskútusjóður Norðurlands jram 1 milj. kr. til smíðarinnar. Skij) þetta er nú til-búið til að hlaupa af stokkunum og verður vcentanlega tekið í notkun á ncesta ári. — Slcerð skipsins eru rúmar 200 rúmlestir brúttó, gangur 12-13 sjóm. á klst. Varðskipið MARÍA-JÚLÍA var byggt í Dan- mörku áirið 1950. Skipið er að nokkru leyti byggt með styrk úr Björgunarskútusjóði Vestfjarða og ennfremur útbúið til fiski- og hafrannsókna hér við land. Stœrð 138 rúmlestir brúttó, gangur 11,5 sjómílur á klst. Vopn: Ein 47 mm. fallbyssa. FLUGBÁTUR. Eins og kunnugt er hefir Landhelgisgæzlan á undanförnum árum noiað flugvélar töluvert til gæzlustarfa og oft með á- gætum árangri. Hingað til hafa einungis verið not- aðar venjulegar farþegaflugvélar, sem hafa verið leigðar í hvert skipti, en nú hefir Landhelgissjóður keypt sérstaklega útbúinn Catalína-flugbát af gerð inni PBY-6A, sem er nýjasta gerð þessarar þeklitu vélategundar. Vél þessi var upprunalega í eigu bandaríska setuliðsins í Keflavík og notuð til eftirlits- og björgunarflugs hér við land, en laskaðist lítillega fyrir norðan og var þá keypt og sett í lag af ísl. flugmálastjórninni, sem nú hefir selt gæzlunni vél- ina. ji : f •; f ; Flugbáturinn mun verða staðsettur á Reykja- víkurflugvelli og verður föst 5-6 manna áhöfn við hann.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.