Fylkir - 23.12.1955, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955.
9
J norðurvegi
(í fyrra kom út í Noregi bók eftir frú Lis Nansen Höyer,
(lóttur heimskautafarans alkunná, Fridthjof Nansen, sem allir
kannast við. Bókin, sem lieitir „Eva og Fridthjof Nanscn,“ fjallar
um einkalíf þeirra Nansen hjónanna, og verður lesandi bókarinnar
vísari, að ekki var síður í frú Nansen spunnið en mann hennar,
sem ineð sanni má segja um, að ekkert mannlegt lét sér óviðkom-
andi.
Árið 1893 lagði Nansen upp í sína frægú heimskautsför með
skipinu „FRAM," sem var smíðað gagngert til þess að þola ísinn
á norðurslóðum. Nansen komst ásamt félaga sínum, Johansen að
nafni, á 86.° 14“ norður breiddar þann 8. apríl 1894, en Þegar
þangað var komið, „ákvað ég," segir Nansen í dagbók sinni, „að
nema staðar og snúa við í átl til Kap l'ligely." Þetta var þung-
bært fyrir Nansen, en „hann þekkti takmörk mannlegs máttar,"
eins og Björnstjerne Björnsson sagði um hann
Hér fer á eftir stuttur kafli úr bókinni um Evu og Fridtjof
Nansen. Hefst hann á dagbókarbroti Nansens í desmeber mán-
uði 1894.)
„1. desember."
„Dásamlega fagurt veður síð
ustu daga. Aldrei þreytist ég
á að ganga um úti á hlaðinu,
þegar tunglið varpar sínum
ævintýraljóma á þessa klaka-
veröld. Þarna stendur kofinn í
skugga fjallsins, sem grúfir sig
yfir hann, ógnþrungið og
myrkt, en birtan frá tunglinu
leggst eins og silfurslæða yfir
ísinn og fjörðinn og endurkast
ast frá öllum sköflum og ís-
veggjum. Ólýsanleg ægifegurð
í auðninni, svo sem væri hún
úr skínandi marmara.“
Allt er afstætt, emnig hug-
takið ,,hlýja.“ Hitinn komst
aldrei mikið yfir frostmark
inni í kofanum. Gólfið var ís,
og vatnið úr lofti og veggjum
draup ofan í svefnpokana
þeirra.
„Einhvern tíma kemur vor-
ið hingað líka.“
Verst var að hafa ekkert að
lesa. Þær fáu töflur, sem þeir
höfðu meðferðis, og litla al-
manakið höfðu þeir fyrir
löngu lært ulan að. Lásu þær
líka spjaldanna milli aftur og
aftur. Þetta var þó prentað
mál! En því meiri tími var til
að hugsa, og það var ekki ætíð
auðvelt að bæla heimþrána.
Bezt var að láta ekkert á henni
bera, en trúa dagbókinni fyrir
henni.
,,.... Á vetrarkvöldum sit-
ur hún og saumar við birtuna
frá lampanum. Við hliðina á
henni stendur lítill telpu-
hnokki með blá augu og gló-
bjart hár og gælir við brúð-
una sína. Hún horfir blítt á
barnið og strýkur hárið á því.
Henni vöknar um augun, og
höfug tár falla á dúkinn.---
Við hliðina á mér liggur Johan
sen sofandi. Hann brosir í
svefninum. -Elsku drengurinn.
Nú er hann víst í jólafagnaði
heima hjá ástvinum sínum.
Sofðu bara, sofðu, dreymi þig
vel. Veturinn líður, og svo
kemur vorið, vor lífsins.“
JÓLIN KOMU.
....og heimþráin jókst um
allan helming.
„Þriðjudagur 24. desember
klukkan 2 eftir hádegi: Frost
24°, ský cumulus 2, vindur
austan, sjö metrar.
Þetta er þá aðfangadags-
kvöld jóla. Úti er kuldagjóst-
ur, inni er kalt og hráslaga-
legt. Hvílík auðn!
Nú er verið að hringja hátíð
ina/ inn heima. — Eg heyri
klukknahljóminn í loftinu. En
hvað hann er unaðslegur.
......Nú eru ljósin kveikt
á jólatrénu. Barnahópurinn
rná nú korna inn og dansa
kringum það af ínnilegum
fögnuði. Eg verð að halda
börnunum jólahátíð, þegar ég
kem heim.
Eri við höldum líka hátíð
á okkar fátæklegu vísu. Johan-
sen helur snúið skyrtunni
sinni við, og er nú kominn í
yztu skyrtuna innst klæða. Eg
gerði eins, en ég hef líka haft
nærbuxnaskipti, farið í buxur,
sem ég vatt upp úr volgu
vatni.. Og svo hef ég þvegið
á mér skrokkinn upp úr l/j
bolla af vatni og notaði ó-
hreinu nærbuxurnar fyrir
þvottapoka og handklæði. Mér
finnst ég vera allur annar mað
ur, nú festast fötin ekki leng-
ur við líkamann eins og áður.
Tíl kvöldverðar höfðum við
hlaup úr fiskimauki og mais-
grjónum með lýsi í stað
smjörs. Og á eftir fengum vð
brauð, steikt í lýsi.“
A stóiháiíðum einum, jól-
u.m og nýári, leyfðu þeir sér
að taka af forðanum. A gaml-
árskvöld ritar Nansen aftur í
dagbókina:
,,...... Nú er verið að
hringja út gamla árið heima.
Kirkjuklukkan okkar er níst-
andi vindurinn, sem æðir ískr-
andi yfir fannbreiðurnar, væl-
ir í hamförum sínum og þyrl-
ar upp hverju snjóskýinu á
fætur öðru.
Tunglið í fyllingu líður
hljóðlega og hægt úr gamla ár-
inu inn í hið nýja.“
BARÁTTA VIÐ
KULDA OG
HUNGUR:
N ú var komið nístandi frost,
köldustu dagarnir fram til
þessa. Nansen lét það verða
síðasta verk sitt á gamla árinu
að kæla á sér alla fingurgóm-
ana. En eigi var ein báran
stök. Á öllum líkamanum voru
núningssár eftir fötin. Sárin á
fótunum voru verst. Á innan-
verðum lærunum höfðu þeir
nuddað og klórað sig til blóðs.
Þeir böðuðu sárin upp úr
sápuvatni, sem þeir yljuðu
yfir grútartýrunni. Það var
erfitt að fá þau til að gróa.
,,Nú sé ég fyrst, hvílík dá-
semdaruppfinning sápan er í
raun og veru.“
Að öðru leyti leið þeim nú
betur en nokkru sinni áður,
og ekki bilaði þrekið. Nansen
hafði engar áhyggjur af ,Fram‘
í höndunum á Sverdrup, og
hann var sannfærður um, að
þeir1 myndu komast heim. Skv.
áætlun var „Fram“ væntanleg
heim í ágústmánuði, og fyrir
þann tíma urðu þeir að vera
komnir heim.
Að áliðnum febrúarmánuði
fóru þeir að hugsa til heim-
ferðar. Fötin þurfti að bæta,
og Nansen þóttist hafa himin
höndum tekið, þegar hann
komst að raun um, að úr ein-
um snærisspotta gat haun náð
12 þráðum. Nú skyldu fötin
þó halda vindi!
En nú var farið að ganga
á kjöt- og spikforðann. Þeir
urðu að spara lýsið og borða
heitan mat einu sinni á dag.
Og bjarndýrið kom, eins og
það hefði verið kallað. Það
stóð fyrir framan kofadyrnar.
Merki þess, að vorið var í
nánd. Himnesk gjöf.
„Hann er víst að hugsa um
að koma inn fyrir,“ sagði
johansen, og hleypti af skoti
út um dyragættina. Björninn
rak upp öskur, og lagði á
flótta, en Nansen elti. Sporin
hurfu á harðfenninu, og hann
leitaði þeirra án árangurs. —
Johansen kom nú hlaupandi
og stóð á því fastara en fót-
unum, að hann hefði hitt
björninn með tveim kúlum.
En er Nansen kom þangað,
sem hann átti að vera, sá
hann, hvar hann rann í átt-
ina að stórri jökulborg. Aldrei
hafði hann séð dauðvona
bjarndýr hlaupa með slíkum
hraða. Hann elti og kom á
hann fleiri skotum, án þess að
EVA OG FRIDTHJOF NANSEN.