Fylkir - 23.12.1955, Side 10
10
JOLABLAÐ FYLKIS 1955.
björninn drægi úr ferðirmi.
Áfram upp að efstu brún með
feikna hraða. En þar féll hann,
og nú steyptist hann niður,
hraðar, hraðar, og stefndi á
steininn, sem Nansen stóð á..
Loksins steyptist hann koll-
hnýs og féll að fótum hans.
Á þessu bjarndýri lifðu þeir
í 6 vikur. Áðrir birnir, sem
gerðu vart við sig, voru fæld-
ir brott með skotum, svo að
þeir kæmu ekki of nærri kof-
anum og forðabúrinu.
„VÉR HÉLDUM
HEIM.“
Nú unnu þeir af kappi við
undirbúning heimferðarinnar,
og brottfarartíminn nálgaðist
óðfluga. Nansen ritaði stutta
leiðarlýsingu og bréf til Evu,
setti hvort tveggja í kopar-
hólk og hengdi upp í rjáfrið.
Hinn 19. maí höfðu þeir bund
ið farangurinn rammlega á
sleðana, og í síðasta sinn
skriðu þeir úr híði sínu. Þegar
Nansen var síðar að því
spurður, hvernig þeir hefðu
getað haldizt við allan vetur-
inn, yppti hann öxlum, eins
og hann gerði svo oft, og sagði
brosandi:
,,Nú, víst var það fábreytt."
Vöðvarnar höfðu stirnað við
alla kyrrsetuna, og sleðarnir
voru þungir í drætti,. svo að
dagleiðirnar urðu stuttar í
fyrstu. Þeir voru nokkra daga
á leiðinni að nesinu, sem þeir
sáu frá kofanum. Um vetur-
inn var það hvítt og samlitt
himninum, svo að ekki var
unnt að greina, hvort þar var
um ský að ræða eða land. En
um vorið komu í ljós stöku
dílar í hvítri auðninni, og þá
töldu þeir víst, að þarna væri
fjall. - Nesið kölluðu þeir
,,Góðravonahöfða,“ af því að
þeir vonuðu, að leiðin yrði
greiðfærari, er þangað kæmi.
Sú von brást heldur ekki. —
Ofan af fjallsbrúninni sáu þeir
ófrosinn sjó og handan við
hann tvö snævi þakin svæði.
ísinn var götóttur, og Nan-
sen fór á undan til að kanna
leiðina. Skyndilega brotnaði
undan honum, og hann fór
á kaf. Hann var á skíðum, og
dráttarólm var bundin í sleð-
ann. Johnsen var langt á eftir
og var að binda föggurnar á
sleðanum sínum. Hann heyrði
ekki neyðarópin. Nansen sökk
æ dýpra, og sjórinn náði hon-
um nú undir hendur. Hann
hélt, að nú væri komið að
ævilokum. Hann brauzt um
og reyndi að halda sér uppi og
hrópaði og hrópaði. Loksins
heyrði hann kallað ,,hó“ að
baki sér. Johansen kom más-
andi.
Seinna mátti það ekki vera.
Oðru sinni var einnig um
lífið að tefla. Þeir höfðu ver-
ið allan daginn á siglingu og
gengu upp á ísbrúnina til að
liðka sig eftir kyrrsetuna og
kanna svæðið fyrir vestan.
Þeir stóðu uppi á háu bjargi,
og Johansen kallaði allt í
einu:
„Nei, sjáðu, bátana rekur
burtu.“
Þeir stukku niður í skyndi.
En bátarnir voru þegar konm-
ir langt frá ísbrúninni og bár-
ust burtu með straumnum.
„Hana, taktu við klukk-
unni,“ sagði Nansen, kastaði
af sér ytri klæðunum og lagði
til sunds í jökulköldum sjón-
um. Vindurinn stóð af landi,
og léttbyggðir húðbátarnir
með háfermi tóku á sig mik-
inn vind. Það var líka erfitt
að synda í fötum, og fjarlægð-
in jókst. Um stund virtist öll
von um að komast áfram úti.
Þegar hann fór að þreytast,
synti liann á bakmu. Þá sá
hann, hvar félagi hans öslaði
fram og aftur inni á ísnum.
Johansen sagði síðar, að
aldrei hefði hann á ævi sinni
lifað jafn ömurlegar stundir.
Með ítrustu áreynslu náði
Nansen bátunum, en þegar
hann ætlaði að lyfta sér upp
í, neitaði líkaminn að hlýða.
Hann hélt, að hann hefði kom
ið of seint. Hann nísti tönn-
um og tókst með herkjubrögð
um að koma öðrum fætinum
yfir borðstokk bátsins og velta
sér þannig upp í hann.
„Þarna var ég þá kominn,
en svo stirður af kulda, að ég
átti erfitt með að róa. Það
var heldur ekki auðvelt, því
að bátarnir voru bundmr sam
an. Enginn tími var til að
leysa þá, því að ég hefði krókn
að úr kulda, áður en því hefði
verið lokið.“
Hann beit saman tönnun-
um nötraði og skalf af kulda,
svo að við lá, að hann félli í
ómegin. En samt náði hann
í árarnar, og seint og um síðir
náðu bátarnir að skörinni. Þar
kom hann auga á tvær álkur
rétt við bóginn. Freistingin
var of mikil. Glænýtt fuglakjöt
í kvöldmatinn í öllu matarleys
inu! Hann þreif byssuna og
hæfði báðar í einu skoti.
Johansen óð í áttina til
hans, og þegar hann sá Nansen
róa brott og tína upp fugla,
hélt hann, að hann væri geng-
inn af vitinu. En nú voru kraft
arnir líka á þrotum. Johansen
dreif hann úr blautum fötun-
um og klæddi hann í þurr föt.
Svo breiddi hann svefnpok-
ann á ísinn, tróð Nansen nið-
ur í hann og hrúgaði seglum
og tjöldum og öllu, sem hendi
var næst, ofan á hann. Þar lá
hann, skjálfandi og hikstandi,
en smám saman tók honum að
hlýna. Meðan Johansen mat-
reiddi álkurnar til kvöldverð-
ar, sofnaði hann vært.
Með landinu var sterkur
straumur, svo að þeir urðu að
gefa gætur að sjávarföllum. í
sjpnum úði og grúði af rost-
ungum, og þeir þorðu ekki
lengur að hætta á að róa hvor
í sínu lagi. Þar sem kjötbirgð-
írnar voru á þrotum, ætluðu
þeir að nota tækifærið og
skjóta nokkra rostungsunga.
Fyrsta tilraunin misheppnað-
ist. Mæðurnar vildu með engu
móti yfirgefa ungana sína
dauðu. Þær ýlfruðu og vein-
uðu, eins og særðir menn, og
ýttu börnunum sínum dauð-
um á undan sér og hurfu svo
með þau í djúpið. Nansen
rakst á annan hóp, — og minn-
ugur fyrir reynslu skaut hann
móðurina líka.
Til að komast hraðar yfir,
voru þeir aftur farnir að róa
hvor í sína lagi, en ferðalagið
innan um þessa rostunga var
hvorki auðvelt né hættulaust.
Allt í einu rak digurt ,,naut“
hausinn upp úr sjónum við
hliðina á bát Nansens. Það
otaði gildum vígtönnum sín-
um að bátnum og reyndi að
hvolfa honum. Nansen lamdi
það í hausinn með árinni, án
þess að það hefði nokkur
minnstu áhrif á það. Nú komst
það í færi við bátinn, og hann
var nærri því kominn á hlið-
ina. Nansen ætlaði einmitt að
fara að ná í byssuna, þá hvarf
kvikyndið jafn skyndilega og
það kom. Og það var mikil
heppni. Sjórinn streymdi ínn
í bátinn, og Nansen náði með
naumindum ísbrúninni, áður
en hann sökk.
í MANNHEIMUM
Á NÝ.
17. júní voru þeir komnir
að nýjum, ókunnum strönd-
um, og Nansen fór einn morg-
uninn í könnunarferð. Stórir
álkuhópar flugu yfir höfði
háns, og innan frá landi barst
ómur af fuglagargi. Eyðilegt
land, með jöklum og snæbreið
um, „sem enginn mannsfótur
hafði nokkru sinni stigið á,
hvíldi í jökulskykkju sinm í
hátignarlegri heimskautafeg-
urð.“
En innan um allan háværa
fuglakliðinn heyrði hann ann-
að hljóð. Það var eins og hund
gá. Nú hvarf það aftur, og
hann hélt, að sér hefði
misheýrzt. Hann gekk spöl-
korn áfram. Nú heyrði hann
það aftur. Fyrst einstaka gelt,
síðan samfellt spangól.
Nú var engmn vafi lengur,
og hann kallaði til Johansens,
sem lá í svefnpokanum.
Hundar? Hérna? — Nei, nú
var Nansen að skrökva.
Johansen mátti hafa sína
skoðun á málinu. Nansen ætl-
aði að fara, strax og hann hefði
gleypt í sig matarbita.
Hann heyrði ekkert nema
vælið í álkunum og skrækina
í ritunum, þegar hann lagði
upp að loknum málsverði. Ef
til vill hafði þetta verið mis-
heyrn. Þeir töldu sig vera á
Giles - landi, og svo norðar-
lega gat ekki verið um neina
menn að ræða. En þarna!
Þarna voru ný spor í fönninni.
Urn refi eða úlfa var ekki að
ræða, svo mikið er víst. Hann
hélt áfrani: Nú heyrði hann
hundgána aftur, enn greinileg-
ar en áður, og nú var hann
sannfærður.
Skyndilega fannst honum
hann heyra mannamál líka.
Hjartað fór að slá örar.
„Bak við þetta eina orð var
heimilið og allt, sem það
geymdi.“
Hann brauzt yfir íshrönglið
og brunaði svo hratt sem skíð-
in gátu borið hann, nam stað-
ar öðru hvoru til að hlusta.
í fjarska kom hann auga á
dökkan díl, sem fór hægt yfir.
Hundur! Og spölkorn fyrir
framan hann var annar dökk-
ur díll. Hann hreyfðist líka,
en dálítið hægar. Maður!
Hann hlustaði aftur, og nú
heyrði hann sundurlausar
setningar á ensku, þegar mað-
urinn talaði við hundinn. Gat
þetta verið M. Jackson, sem
hann hafði einu sinni kynnzt
lítillega og vissi um, að bjóst
til að stjórna leiðangri á íshafs-
slóðum.
Nú færðist hann nær, og nú
bar hann kennsl á manninn.
Það var M. Jackson.
Nansen lyfti húfunni.
Gleðileg
jól.