Fylkir - 23.12.1955, Page 11
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955.
1 1
Hendrik Willem van Loon:
Jesús
frá Nazareth.
(Eftirtarandi tvö bréf cru tekin úr bók H. W. van I.oon, „The
Story of Mankind," eða Saga mannkynsins. Bók þessi kom fyrst út
i Bandaríkjunum árið 1921 og hlaut þá )ohn Newberry verðlaunin,
sem Ameríska liókasafnsfélagið útlilutar árlega.
Höfundurinn er hoilenzkur að ætt, cn átti lengst af heima í
Bandaríkjunum. Hann liefur ritað margar bækur sagnfræðilegs
efnis, og liafa nokkrar þeirra komið út á islenzku, m. a. Frelsis-
barátta mannsandans, Símon Bolívar, Johan Sebastin Bach o. fl.
Bækur hans eru víðlesnar, enda skrifar höf. mjög skemmtilegan
stíl, lesandanum finnst hann hafa tyllt sér á skákina hjá honum og
rabbi við hann, eins og maður talar við mann um landsins gagn
og nauðsynjar.
Kafli sa, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, sýnir mjög greini-
lega, að höf. treður ekki fornar slóðir í framsetningu efnisins, en
fer sínar eigin götur í því efni.)
Haustið 815 a. u. c.*), en 62
árum eftir Krists burð að okk-
ar tali, ritaði Æsculapius Cult-
cllus, rómverskur lækmr, bróð
ursyni sínum, sem gegndi her
þjónustu í Sýrlandi, eftit'far-
andi bréf:
Ástkæri bróðursonur minn!
Fyrir fáum dögum var ég
kvaddur til að veita sjúkum
manni, Páli að nafni, læknis-
hjálp. Svo var að sjá sem hann
væri rómverskur borgari af
Gyðinga-ættum, vel menntað-
ur og þægilegur viðtals. Mér
hafði verið sagt, að hann væri
hingað kominn ttl að mæta
fyrir rétti vegna dómsfrýjunar
frá Cæareu eða einhverjum
öðrum skattlandsdómstóli.
Honurn var lýst sem ,,ofsa-
fengnum manni og óðum,“ er
hefði flutt ræður gegn lýðn-
um og lögum ríkisins. Að
mínu áliti var maðurinn stór-
gáfaður og fágætlega heiðar-
legur.
Einn vina minna, sem áður
dvaldi langdvölum í het'búð-
um í Litlu-Asíu, hefur skýrt
mér svo frá, að hann hafi heyrt
hans getið í Efesus, þar sem
hann prédikaði um annarleg-
an, nýjan guð. Eg spurði sjúkl
ing minn, hvort þetta væri
satt, og hvort hann hefði æst
lýðinn upp til uppreisnar gegn
boðum okkar ástkæra keisara.
Páll svaraði því til, að það
ríki, sem hann hefði boðað,
væri ekki af þessum heirni, og
hann talaði alls kyns annar-
legum hugtökum, sem ég
*) a. u. c.: ab urbe condita,
eða frá stofnun borgarinnar.
Rómverjar miðuðu tímatal sitt
við stofnun Rómaborgar árið
153 f. Kr.
skyldi ekki, en voru án efa
hitasóttarhjal.
Framkoma hans hafði djúp
áhrif.á mig, og mér féll þungt,
er ég frétti, að hann hefði ver-
ið tekinn af lífi á leiðinni til
Ostia fyrir fáum dögum.
Því sendi ég þér þetta bréf,
að næst, þegar þú kemur til
Jerúsalem, vil ég biðja þig að
afla upplýsinga um Pál, vm
minn, og þennan furðulega
spámann Gyðinga, sem sýnist
hafa verið kennari hans.
Þrælarnir okkar eru orðnir
ákafir áhangendur þessa svo-
nefnda Messíasar, og nokkrir
þeirra, sem talað hafa opin-
skátt um hið nýja ríki, hvað
sem það nú er, hafa verið kross
festir. Eg hefi hug á að kom-
ast að hinu sanna í öllum þess
um orðrómi.
Þinn einlœgur föðurbróðir.
Æ. Cultellus.
Sex vikum síðar barst svar-
bréf frá Gladius Ensa, bróður-
syni bréfritarans, höfuðsmanni
í 7. gallversku fótgönguliðs-
sveitinni.
Astkæri föðurbróður minn!
Bréf þitt barst mér í hend-
ur með góðum skilurn, og ég
hefi uppfyllt óskir yðar.
Fyrir tveim vikum var her-
deild okkar send til Jerú-
salem. Þar liafa verið tíðar upp
reisnir síðastliðna öld, og lítið
stendur nú uppi af gömlu borg
inni. Við höfum verið hér
mánaðartíma, en á morgun
eigum við að halda för okkar
áfram til Petra, en þar hafa
brotizt út óeirðir meðal ara-
biskra þjóðflokka. Eg ætla því
að nota þessa kvöldstund til
að svara spurningum yðar, en
í guðanna bænum, væntið þér
ekki nákvæmrar skýrslu.
Eg hefi rætt við fjölmarga
hinna eldri manna í þessari
borg, en fáir þeirra hafa get-
að gefið mér npplýsingar að
gagni. Fyrir nokkrum dögum
kom farandsali nokkur til her-
búðanna. Eg keypti olífur af
honum, og ég innti hann eftir
því, hvort hann hefði nokkru
sinni heyrt getið um þennan
fræga Messías, sem tekinn var
af lífi á unga aldri.
Hann sagðist muna greini-
lega eftir þessu, því að faðir
hans hefði leitt hann upp á
Golgatha, hæð eina utan við
borgina, til að horfa á aftök-
una, að hann sæi eigin aug-
um, hver yrðu örlög þeirra,
er brytu niður lög Judeu-
manna.
Kaupmaðurinn gaf mér upp
heimilisfang Jósefs nokkurs,
sem verið hafði náinn vinur
Messíasar. Sagði hann mér, að
ég skyldi fara og finna hann,
ef ég vildi afla mér frekari vit-
neskju.
í morgun gekk ég á fund
Jósefs. Hami e; háaldraður
maður. Hann hafði áður verið
fiskimaður á stöðuvatni einu í
landinu. Minni hans var lítt
skert, og af frásögn hans varð
mér loksins ljóst, hvaða atburð
ir það voru, sem gerðust á
þessum ót'ólegu tímum, áður
en ég fæddist.
Það var á stjórnarárum Tí-
beríusar, hins mikla og ágæta
keisara vors, að Pontius nokk-
ur Pilatus var settur landstjóri
í Judeu og Samariu. Jósef vissi
lítið um þennan Pílatus. Svo
cr að sjá sem hann hafi verið
hinn -heiðarlegasti starfsmaður
og getið sér góðan orðstír í
embætti landstj. í þessn skatt-
landi. Árið 783 eða 784, Jósef
mundi ekki, hvort heldnr var,
hafði Pilatus verið kvaddur til
Jerúsalem vegna uppþots þar.
Ungur maður, sonur trésmiðs
í borginni Nazareth, var sagð-
ur undirbúa byltingu gegn
rómversku ríkisstjórninni.
Undarlegt má það heita, að
leyniþjónusta okkar, sem
venjulega þefar uppi hvers
konar oi'ðróm, virðist ekki
hafa haft hið minnsta veður
af þessu, og þegar hún fór að
rannsaka málið, lét hún uppi
það álit sitt, að smiðssonurinn
væri hinn ágætasti borgari og
engin ástæða til að hefja máls-
sókn gegn honum. En hinir
íhaldssömu forvígismenn Gyð-
ingatrúarinnar voru, að sögn
Jósefs, mjög æstir. Vinsældir
hans meðal hinna fátækari
Hebrea voru þeim þyrnir í
augum. Þeir tjáðu Pílatusi, að
Nazareinn hefði opinberlega
haldið því fram, að Grikki,
Rómverji eða jafnvel Fílistei,
sem reyndi að lifa sómasam-
legu og heiðarlegu lífi, væri
jafngóður Gyðingnum, sem
eyddi deginum við lestur
hinna fornu Móse - lögmála.
Pílatus virðist hafa látið þessar
ákærur sem vind um eyru
þjóta, en þegar mannfjöldinn
umhverfis musterið hótaði að
taka Jesús af lífi án dórns og
laga og drepa alla áhangendur
hans, ákvað hann að setja tré-
smiðinn í gæzluvarðhald til
að bjarga lífi hans.
Hann sýndist ekki hafa gert
sér grein fyrir hinum raunveru
legu orsökum uppþotsins. í
hvert sinn sem hann bað Gyð-
ingaprestana að gera grein
fyrir ákærum sínum, hrópuðu
þeir „villutrú" og „drottins-
svik,“ og espuðust um allan
helming. Loksins, sagði Jósef,
lét Pílatus senda eftir Jósúa,
(svo hét Nazareinn, en Grikk-
ir, sem búa á þessum slóðum,
nefna hann ávalt Jesús) til að
yfirheyra hann sjálfur. Hann
spurði um „hinar hættlegu
kenningar,“ sem hann var sagð
ur hafa boðað á bökkurn Gene-
saretvatns. En Jesús svaraði því
til, að hann hefði aldrei rætt
stjórnmál. Hann léti sér ekki
eins annt um mannslíkamann
sem um mannssálina. Hann
vildi, að allir menn litu á ná-
unga sína sem bræður og elsk
uðu einn sannan guð, sem væri
faðir alls þess, er lífsanda dreg
ur.
Pilatus virtist hafa verið vel
heima í Stóu-speki og kenn-
ingum annarra grískra heim-
spekinga, og svo er einnig að
sjá sem hann hafi ekki fund-
ið neitt glæpsamlegt í fari
Jesús. Að sögn sögumanns
míns gerði hann aðra tilraun
til að bjarga lífi hins ljúfa spá-
manns. Hann sló aftöku hans á
frest hvað eftir annað. En á
meðan gerðust Gyðingarnir óð-
ir af reiði, æstir upp af prest-
unum. Mörg uppþot höfðu átt
sér stað í Jerúsalem, þegar hér
var komið, og aðeins örfáir
rómverskir hermenn voru í
kallfæri. Boð voru send ríkis-
umboðsmanninum í Cæsareu
um, að Pílatus „hefði orðið
kenningum Nazareans að
bráð.“ Safnað var undirskrift-
um um gervalla borgina undir
bænaskrá þess efnis, að Píla-
tusi yrði vikið úr stöðu sinni,
sökum Jæss að hann væri óvin-
ur keisarans. Þú veizt, að land-
stjórum vorum eru sett ströng
fyrirmæli um að forðast opin-