Fylkir - 23.12.1955, Side 12
12
JÓLABLAÐ FYLKIS 1955.
Ee
vil
ekki
skrökva.
Lítill drengur hafði einu sinni fengið öxi að gjöf.
Hann varð mjög glaður við og reyndi hana, hvar sem
hann gat náð í spýtu. En stundum hjó hann henni í
hluti, sem hann hefði betur sneitt hjá. Svo var það
einn dag, að drengurinn gekk út í garðinn með öxina
um öxl sér og sagði við sjálfan sig:
„Nú ætla ég að vera duglegur að höggva í eldinn.“
Daginn eftir kom faðir hans út í garðinn, og þegar
hann sá, að fallegasta tréð lá allt sundurhöggvið á
jörðunni, varð hann bæði hryggur og reiður. „Sá, sem
hefur gert þetta, verður að bæta fyrir það.“ En enginn
vissi, hver hafði valdið þessum spjöllum, — nema sá,
sem stóð bak við limgirðinguna og blóðroðnaði af blygð-
un, er hann heyrði orð föður síns.
„Þetta var leiðinlegt, en eí eg þegi, skrökva ég, og
ég get ekki skrökvað.“
Hann gekk hratt inn 1 garðinn og sagði:
„Pabbi, — ég hefi höggvið tréð niður. Það var
heimskulegt af mér að gera það.“
Faðirinn leit með þungum svip á drenginn, en nú
var hann ekki lengur reiður. Hann faðmaði drenginn að
sér og sagði:
„Þú hefur sagt sannleikann, góði drengurinn
berar illdeilur við útlenda
þegna. Til þess að forða frá
borgarastyrjöld í landinu,
framseldi Pilatus Jósúa, fanga
sinn, að lokum, en hann sýndi
mikla sdllingu og fyrirgaf öll-
um þeim, sem hötuðu hann.
Hann var krossfestur við ösk-
ur og hlátra lýðsins í Jerúsal-
ern.
Þetta sagði Jósef mér, með-
an tárin streymdu niður kinn-
ar hans. Eg rétti honum gull-
pening, um leið og ég fór, en
hann hafnaði honum og bað
mig að gefa einhverjum, sem
ætti við enn meiri fátækt að
stríða en hann sjálfur. Eg
spurði hann einnig nokkuð
um vin þinn, Pál. Hann hafði
ekki kynnzt honum mikið.
Helzt lítur út fyrir, að hann
hafi verið tjaldasmiður, sem
lagði störf sín niður til að út-
breiða keaninguna um hinn
ástríka, milda guð, sem var allt
iiðru vísi en Jehóva, sá er Gyð-
ingar eru sífellt að tala um.
Síðar mun Páll hafa ferðast
mikið um Litlu-Asíu og Grikk
land, þar sem hann flutti j iræl
unum þennan boðskap, að
þeir væru allir börn eins ást-
ríks föður, og öllum þeim,
jafnt ríkum sem fátækum,
sem hefðu reynt að lifa, heiðar
legu lífi, liefðu sýnt miskunn
og kærleika öllum, sem þjáð-
ust og liðu ,skort, væri fyrir-
búin eilíf sæla.
Eg vona, að mér hafi tek-
izt að svara fyrirspurnum yðar
á fullnægjandi hátt. Mér virð
ist, að sagan, eins og hún var
mér sögð, sýni, að öryggi ríkis
íns hafi ekki verið nein hætta
búin. En hafi svo verið, þá
höfum við Rómverjar aldrei
öðlast réttan skilning á eðli í-
búanna í þessum skattlönd-
um. Eg harma, að vinur þinn,
Páll, skyldi hafa verið tekinn
af lífa. Eg vildi óska, að ég
væri kominn heim aftur, en ég
ég er
þinn skuldbundinn bróður-
son,
Gladius Ensa.
minn, og það er betra en þúsund tré, þó að allir ávextir
þeirra væru gull og silfur.“
Þessi litli drengur, sem sagan segir frá, átti heima
í Ameríku. Hann varð síðar dugandi maður og ágætur
hershöfðingi, og hann varð fyrsti forseti þjóðar sinnar.
Hann hét Georg Washington.
Varnarræðan.
Jón var fátækur bóndi. Hann átti tvo syni, Björn
og Daníel. Þeir voru ungir, þegar þessi saga gerðist,
og hjálpuðu föður sínum á búgarðinum, eins og þeir
gátu.
Dag einn lagði Björn gildru úti í matjurtargarð-
inum til að veiða múrmeldýr, sem hvað eftir annað
hafði valdið spjöllum í garðinum. Eftir nokkra daga
náðist dýrið í gildruna.
„Þú ert búinn að valda okkur nógu miklu tjóni,“
sagði Björn, „og nú skalt þú deyja.“
Daníel var þarna nærstaddur og heyrði, hvað bróðir
hans sagði. Hann kenndi í brjósti um vesalings dýrið
og bað bróður sinn að lofa því að lifa og sleppa því út
í skóg. En það mátti Björn ekki heyra nefnt. Loks kom
þeim saman um að fara með dýrið til föður þeirra og
leita ráða hjá honum, hvað gera skyldi.'
„Nú, nú, drengir mínir, þarna komið þið með
fanga,“ sagði Jón gamli. „Það er bezt að rannsaka mál
hans. Þú, Björn, skalt nú vera málfærslumaður og sækja
dýrið til sektar, en þú, Daníel, skalt líka vera málfærslu
maður og halda uppi vörnum fyrir það. Eg ætla svo
að vera dómari. Svona, nú megið þið byrja.“
Björn hóf nú fyrr mál sitt og gerði grein fyrir því
tjóni, sem dýrið hafði valdið í garðinum, og fyrirhöfn-
inni við að reyna að ná því. Hann kvaðst vera sann-
færður um, að dýrið mundi byrja á nýjan leik að gera
skaða, ef því yrði sleppt lausu. Hann lauk máli sínu
með þessum orðum:
„Múrmeldýrið á að deyja, og með feldi sínum skal
það bæta fyrir það tjón, sem það hefur valdið.“
Daníel var nú hræddur um, að bróðir hans hefði
unnið málið. Honum varð því orðfall um stund, en þeg-
ar hann leit á fangann, sem skalf og nötraði af hræðslu,
fann hann til sárrar meðaumkunar. Hann leit einarð-
lega á dómarann og hóf ræðu sína:
„Múrmeldýrið hefur rétt til að lifa, rétt til að eta,
rétt til að njóta frelsis, Guð skapaði það, til þess að það
nyti yls sólarinnar, bæði úti á víðavangi og inni í skóg-
inum. Það er ekki blóðþryst og drepur enga skepnu.
Eða hefur það gert nokkuð annað en að taka jarðar-
ávöxt til að seðja hungur sitt? Er ekki eitt byggkorn
eins ljúffengt í munni þess og maturinn, sem mamma
ber á borð, er í okkar munni ? Þú getur sagt, að múrmel-
dýrið hafi brotið lög, en það þekkti þau ekki. Það hefur
einungis aðhafzt það, sem er samkvæmt eðli þess.
Hvernig er þá hægt að dæma það til dauða? Líttu á
þennan aumingja, titrandi af ótta, og svaraðu mér: Þor-
ir þú að taka það líf, sem þú getur aldrei gefið aftur?“
Daníel þagnaði. Tárin komu fram í augu gamla
mannsins, föður drengjanna. Þau runnu hvert af öðru
niður hrukkótt og veðurbitið andlitið. Varnarræðan
hafði hrifið hann að innstu rótum hjartans.
Hann gleymdi því, að hann var virðulegur dómari,
en spratt úr sæti sínu og hrópaði:
„Slepptu múrmeldýrinu, Björn.“
Þessi Daníel, sem flutti varnarræðuna, var einnig
amerískur og varð síðar einn af mestu ræðuskörungum
síns tíma. Fullu nafni hét hann Daniel Webster^ Hann
gerðist stjórnmálamaður, og orð hans voru ávalt mikils
metin.