Fylkir


Fylkir - 23.12.1956, Síða 4

Fylkir - 23.12.1956, Síða 4
JÓLABLAÐ FYLKIS 1956. Bjaxni E. Magnússon, sýslumaður 1831 - 1956 19. öldin er tímabil mikillar vakningar í íslenzku þjóðlíii. Þá stendur sem hæst baráttan fyrir frelsi og fullveldi þjóðarinnar, og þrátt fyrir margvísleg von- brigði er stórum áföngum náð. Þessir áfangar, svo sent verzlunar frelsið 1855, eru vörður við veg- inn ti! fulls og óskoraðs stjórn- arfarslegs sjálfstæðis síðar, þrátt fyrir þau miklu vonbrigði, er á- kvörðunin urn, að ísland sé „ó- aðskiljanlegur hluti Danaveld- is,“ olli. Það var lítilli þjóð í harðvít- ugri baráttu fyrir fullu frelsi til athafna og til að hlíta sinni eig- in forsjá, mikil nauðsyn að geta sýnt, að hún va’ri fær um að standa á eigin fótum, gæti ein og óstudd séð sér farborða í óblíðu landi, þar sem daglangt og ár- langt var bari/.t fyrir engu frem ur en sjálfu lífinu við hin grimmustu náttúruöfl á sjó og á landi. Slík þjóð þurfti á engu fremur að halda en mönnum, sem vildu, mönnum, sem þorðu og höfðu næga þekkingu ti! að ryðja henni nýjar brautir til aukinnar menntunar, aukins þroska og vaxandi trúar á sjálfa sig. Og fjöllin bergmáluðu hróp- ið: ,,Oss vantar menn.“ Og svar ið kom, mennirnir komu. „Hver einn bær á sína sögu," segir þjóðskáldið, „sigurljóð og raunabögu," bætir það við. Raunabögurnar verða oft nlinn- isstæðar, þeim er þær yrkja, en hinum, er síðar koma, fallá þær úr tiiinni, og í hæsta lagi eru þær rifjaðar upp stöku sinnum, svona til að rjúfa ekki terigslin við fortíðina, við söguna, við eigin uppruna. Á liinu var þjóð inni miklu meiri þörf þá — og er raunar full þörf á enn — að liorfa á heiðríku blettina, !íta með opnum augum til þeirra manna íslenzkra,, er studdu að vakniugu ■ þjóðarinnar til dáða og gifturíkrar starfsemi tiLsönn unar þess, að hér gætu búið frjálsir menn í frjálsu landi. ög það var hin fagra „Sólarsýn," er vakti af svefni, færði þjóðinni af- reksmennina, sem hver á sínum bæ, hver á sínum stað skópu sögu, lögðu grunninn að þeirri framtíðarhöll, er þá á sínum tíma dreymdi um, og við, niðj- arnir, njótum skjóls af í mörg- um tilfellum enn þann dag í dag. Það er ekki einungis minn- Bjarni E. Magnússon. ingin um mikilhæfa menn og frásagnirnar einar af verkurn þeirra, sem iljar, lieldur stafar birtu af verkunum sjálfum, og í sumum tilfellum njótum við þeirra enn í dag. Hinn 1. desember síðastlið- inn voru liðin 125 ár frá fæð- ingu eins hins mesta framfara- manns, er hér héfur verið í Vest 1 mannaeyjum, Bjarna E. Magnús- sonar sýslumanns. Af því tilefni hefur blaðinu þótt rétt að geta hans að nokkru, þar sem líka svo vel vill til, að eitt þeirra fé- Iaga, sem hann hratt af stað, starfar enn, og er nú kornið ;i 10. tuginn. En það er Báta- ábyrgðafélag Vestmannaeyja, og má vafalítið telja, að það sé í röð liinna elztu starfandi félaga liérlendis nú. Það skal strax tekið fram, að tíma liefur skort til að kanna tii hlítar þær heimildir, sem til eru um Bjarna sýslumann, og því verður mjög að standa á annarru öxlum, er frá honum er sagt. Helztu heimildirnar eru þáttur í afmælisriti Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, eftir Jóhanri Gunnar Ólafsson, bæjarfógeta, og svo sitthvað fleira smálegt í blöðum og tímaritum á víð og dreif. Hér verður því ekki um neina sjálfstæða ævisöguritun að ræða. Bjarni Einar Magnússon var fæddur 1. desember 1831 í Flat- ey á Breiðafirði, sonur þeirra Magnúsar trésmiðs Gunnlaugs- sonar, Magnússonar prests á ileynistað, og Þóru, dóttur Guð- mundar Scheving, sýslumanns í Barðas trandarsýslu, Bjarnason- ar í Haga á Barðaströnd Einars- sonar . Bjarni fór í Reykjavíkurskóla, þ. e. Menntaskóla'nn núverandi, árið 1847 e^a 16 ára gamall. Lauk liann stúdentsprófi þaðan 1859 með 1. einkunn, 83 stig. Sigldi hann þegar til Kaup- .nannahafnar og innritaðist til laganáms um haustið í Hafnar- háskóla. \rorið eftir lauk hann heimspekiprófi með ágætiseink- unn, en lögfræðiprófi 1860 með 1. einkunn. Bjarrii var skipaður sýslumað- ur Vestmannaeyjasýslu hinn 18. febrúar 1861. Fluttist hann hingað þá um vorið og tók við embætti af settum sýslumanni, Stefáni Tliordersen, er varð presiur að Ofanleiti 1885 og liéh li! æviloka ár.ið árið 1889. Stcl'án. liafði verið settur til ið gegna sýslumannsembætt- inu eftir lát Augusts Kolil í árs- byrjun 1860. Bjarni E. Magnússon gegndi embætti sýslumanns í Vest- mannaeyjum um 11 ára skeið eða þar til liann var skipaður sýslumaður í Húnaþingi 24. júlí 1871. Flutti hann þá norður næsta vor og gerði bú að Geita- skarði í Langadal. Gegndi hann embætti þessu til dauðadags. Bjarni sýslumaður varð ekki langlífur, varð bráðkvaddur í bæjardyrum að Geitaskarði á uppstigningardag, 25. maí 1876, þá að koma frá Holtastaða- kirkju. Haustið 1860 ,hinn 11. októb- er, gekk Bjarni E. Magnússon að eiga Hildi Solveigu Bjarna- dóttur Thorarensen, skálds og amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hildur Solveig var fædd 1835 og var því fjórum ár- um yngri en Bjarni. F.r hún var fi ára gömul missti liún föð- ur sinn. Fluttist hún þá með móður sinni, Hildi, dóttur Boga Benediktsen, stúdents á Staðar- felli, vestur að Breiðafirði til afa síns. Síðar fór hún til fósturs í Flatey á Breiðafirði til móður bróður síns, Brynjúlfs Bene- diktsen, og ólst að nokkru upp hjá honum og konu lians Her- dísi, dóttur Guðni. Schevings, afa Bjarna sýsiumanns. Frú Her- dís gaf síðar allar eigur sínar til stofnunar kvennaskóla á Vestur- landi. Um sömu mundir og Hilclur Thorarensen var í Flatey, var þar einnig ungur maður að nafni Matthías Jochumsson, ætt aður frá Skógum í Þorskafirði. Lítill vafi er á því talinn, að þau hafi þá fellt liugi saman, þótt þau fengju ekki að njótast. ,.En Bjarni tók hana frá mér,“ sagði Matthías síðar. Um þessa æsku- ástmey sína orti Matthías síðar. er hann var kominn á níræðis- aldur, hið fegursta kvæði. Er það til marks um ást lians á hinni breiðfirzku mey, að hún entist honum fram á þennan háa aldur og kynti undir, er liann minntist liennar látinnar. „Nú fór vor Solveig til sólar," kvað skáldið og ennfremur: „Svo varstu .fögur sém Freyja og fóstra þín, landið, faðmur þinn h'ló mér sem hinr- inn á heiðríkum morgni: Stórmannlegt upplit og enni, og augnanna perlur brunnu sem ódáinseldar af ástum og blíðu.“ Frú Hildur Bjarnadóttir and- aðist vestur .í Stykkishólmi sum- arið 1915,- þá um áttrætt. Var hún jarðsett að Staðarfelli. Börn þeirra frú Hildar og

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.