Fylkir - 23.12.1956, Page 9
JÓLABLAÐ FYLKIS 1956:
9
Séra Haíldór Kolbeins:
Tiœr upphafi lifs okkar og iakmarki
Ræða við innsetningu séra Jóhanns Hlíðar í Vestmanna
eyjaprestakali, 2. sd. e. trini., 10. júní 1956.
Jakobsbréf, 4, 8. Nálægið
yður Guði og þá mun
hann nálgast yður. Ainen.
Kirkjumálaráðherrann, Stein-
grímur Steinþórsson, hefur
liinh 23. maí 1956 gefið út veit-
ingarbréf iianda séra Jóhanni
Hlíðar fyrir Vestmannaeyja-
prestakall í Kjalarness-jirófasts-
dæmi, er svo hljóðar: Kirkju-
málaráðherrann gjörir kunnugt:
Að ég samkvæmt kosningu hlut-
Séra Halldór Kolbeins,
aðeigandi safnaðar skijia séra Jó-
hann Hlíðar til þess að vera
sóknarprestur í Vestmannaeyja-
prestakalli í Kjalarnessprófasts-
dæmi frá 1. júní 1956 að telja.
' Hann skal því vera yfirmönnum
sínum trúr og hlýðinn, halda
stjórnarskipulagslög- ríkisins og
gegna embættisskyldum sínum
nieð árgekni og trúmennsku, allt
samkvæmt eiði þeim, er honum
að því ber að vinna.
Samkvæmt lielgisiðareglum
þjóðkirkjunnar skal prófastur,
er presti er veitt jrrestakall, setja
hann itni í það hið fyrsta, er
hann la r við komið, eða fela það
öðrum jiresti fyrir sína liönd. En
prófasturinn liefur hins vegar
umboð sitt til þessarar {ijónustu
frá biskupi.
Nú hefur prófasturinn í Kjal-
arnessprófastsdæmi, séra Garðar
Þorsteinsson, í bréfi dagsettu í
Hafnarfirði 29. maí 1956 falið
mér þetta prófastsverk. og nokk
ur kafii bréfsins hljóðar svo:
Til staðfestingar á símtali okkar
nú fyrir nokkrum dögum, fel ég
þér hér með, kæri bróðir, að
setja séra Jóhann Hlíð'ar inn í
embætti til starfa sem sóknar-
jrrest í QfanleitisprestakaÍH, við
fyrstu hentugleika eftir 1 júní,
en hann hefur nú þegar fengið
veitingu frá þeim degi að telja.
Fyrstu hentugleikar voru að
vissu leyti seinastliðinn sunnu-
dag, 3. júní, 1. sunnudag eftir
trinitatis. En með því, að þá var
sjómannadagur og heppilegia
þótti af hlutaðeigendum, að
guðsþjónustan yrði úti þann
dag, var innsetningunni frestað
til þessa dags.
Vil ég því nú í umboði jiró-
fasts og biskups setja séra Jó-
hann Hlíðar inn í embætti til
að starfa sem sóknarprestur í Of-
anleitisprestakalli.
Til leiðbeiningar um hugleið
ingarefni við þetta tækifæri, vel
ég mér ásamt textanum og sem
skýringu hans þessi orð biskups-
ins yfir íslartdi Ásmundar Guð-
mundssonar í endir prédikunar,
er hann nefnir: Nær Kristi: —
,.Enn eitt að síðustu: Léiðin nær
Kristi er í dýpstum og sönnust-
um skilningi eina leiðin, sem
liggur ti! lífsins. Að vísu benda
vitringar jiessa heims á aðrar
leiðir, sem séu jafn góðar eða
betri, en það er villa. JESÚS ER
VF.GURINN. Og af hverju
hann einn? Af því að hann er
fullkomna Guðs opinberunin,
sem miðast við allt, það sem bezt
er og göfugast í mannssálinni.
Ha.nn snertir það allt og .vekur
ril lífsins Énginn kemst til föð-
urins nema fyrir hann. Stefn-
um til hans, þá hvílum við að
lokutn í faðmi Guðs. Það er eins
víst og þegar við sjáúm fyrst
bjarma af degi og roða af skýj-
um ineir og in’eir, þá cr sólarinn
ar að léita að geisla baki. Nær
Jesú, nær sólunni. Nær upjrhafi
lífs okkar og takmarki. Nær
Guði í Jesú nafniT
Það eina, sem í helgisiðabók-
inni er sagt, að brýna skuli fyr-
ir söfnuðinum við þetta tækifæri
er, að hann taki á móti presti
sínum með kærleika. Séra Jó-
hann Hlíðar hefur starfað hér
sem aðstoðarþrestur síðan í
mar/. 1954, en er nú ekki leng-
ur fyrst og frernst aðstoðarprest-
ur eða hjálparmaður skipaðs
sóknarprests, en skipaður sókn-
arprestur. Og nú bið ég yður,
kristinn söfnuður Landakirkju
að taka á móti lionum með kær-
leika Og starfa með honum t
kærleika. Við viljutri báðir
starfa saman í kærleika óg verá
eitt með yður ölium í kærleika.
Hvað á ég við? Gagnkvæma vin-
semd, hjálpsemi og velvild í lífs-
baráttunni, að greiða götuna í
veraldlegum efnum öllum og
hvers konar aðstoð til Jress að
lifa lífinu. — Vissulega er þess
að vænta og til þess mælzt. —
En það stóra og mikla, það sem
brennur í brjósti sem lieilög
hugsjón, er þetta að taka á móti
honum í kærleika Krists.Þannig
honum í kærleika Krists. Þann-
ig að lifa lífinu,, með því að
ganga með honum leiðina,
ganga alla lífsbrautina nær
Kristi .Því að eina leiðin, senr
liggur til lífsins, eina kærleiks-
leiðin er að nálgast Krist. Það
sem ég á við, er þetta: Hinn
sanni kærleikur í kristnum söfn-
tiði. er kærleikur vígður, vígður
Kristi Þannig, að ljósið frá
hæstu liæðum, ]iar sem er ujrjr-
haf lífs vors og takmark, verði
líf anda vors, að vér lifum í því
kenndarlíti, þeim vilja, þeirri
lhigsun, sem lýst: er svo vel í
sálminum, er ortur var á opnu
þilfari á skijri á At.lantshafinu:
„Hærra minn Guð til þín. Lyfti
mér langt í hæð lukkunnar hjól,
ujjp yfir stund og stað, stjörn-
ur og sól, Hærra minn Guð til
þín.“ Hér er ekki átt við bók-
stafsviðhorf stundar og staðar,
heldur það að vígjast þannig
Guðs eilífa kærleika í Kristi, að
lífið verður óumræðilega un-
aðssælt, óumræðilega sterkt; og
óumræðilega ljósríkt, en þó um-
vafið kærteika sársaukans, af því
að krossinn og fórnin er eina
upphefðin. Og nákegð Krists
knýr til elsku. Knýr til lífs, sem
er-þess vert að lifa. Og fyrir mér
er lífið þetta: Vígsla til kærleika
Krists og til að njóta kærleika
Krists. Takið á móti þeim jiresti,
sem nit er settur hér inn í em-
bætti, í kærleika KrisLs. Iðkið
kirkjurækni, hverskonar trú-
rækni, gangið götu lífsins eftir
Krists fordæmi. F.n umfram allt
Hfið í kærleika Krists, náð hans,
fyrirgefningu, friðþægingú, óum
ræðilegri sælu og starfshvöt heil-
agrar nálægðar hans
Kæri embættisbróðir, ég býð
þig velkominn í embættið, ég
þakka þér kærleika þinn í starf-
inu og alla hjálp mér til handa.
Eg býð þig velkominn og heilsa
þér . í kærleika og á enga betri
ósk þdr til handa, en að Jrað
verði þér í starfinu dýpri og
dýjjri lífsvissa, að Kristur er ná-
Iægur, að lífsvegur þinn sé veg-
urinn til að nálgast Krist. Hver
og einn er smærri en smár, „en
Kristur er hærri en hár“. Og þó
getur hvert einasta lífsins auga-
bragð vcrið vegur til þess að
nálgast hann. Guð faðir blessi
Jrig í starfinu fyrir kærleika
sinn, Guð sonur helgi þig í starf
inu fyrir Kross sinn. Guð heil-
agur andi lyfti þér í starfinu fyr-
ir lífsins innstu óumræðilegu
blessunarrök. Þeim, sem elska
Guð, samverkar allt til góðs.
Sérn Jóhann Hlíðar
Nálægið yður Guði, þá mun
hann nálgast yður. í því er eilíft
lif fölgið, í því er kærleikurinn
fólginn að Jjekkja hinn eina
sanna Guð og þann, sem hann
sendi Jesúm Krist. Það er að
nálgast Guð fyrir bæn og til-
beiðslu og reyna að breyta sam-
kvæmt vilja lians. Vér skulum
láta alveg víkja frá oss allar á-
hyggjur, allan kvíða og hvíía í
Guði. Og þá kemur Guð til vor.
Ekki skulu nú nánar raktir þætt
ir kristinnar kenningar um þessi
efni. En sjáum Krist ganga um
kring, gjöra gott og lækna. Og
sjáum hann breiða faðm sinn
móti mannkyninu í kvöldroða
langafrjádags og sjáum hann
upprisinn segja: Friður sé með
yður. Og lifum alla æfi vora í
fögnuði hvítasunnunnar. Og fel-
um svo játniiigu vora og bæn í
jiessum orðum: Við þennan
brunninn þyrstur dvel ég, þar
mun ég nýja krafta fá. Verum
öll eitt í kærleika Krists. Amen.
Almáttugi, algóði, eilífi Guð.
Helga þú líf og starf þessa safn-
aðar. Gef oss öllum að lifa og
starfa saman í kærleika þínum.
Og gef oss að vera eitt fyrir þínu
augliti. Lyft þú faðir lífi vor
allra hér í Vestmannaeyjum til
Framhald d 10. siðu.