Fylkir


Fylkir - 09.03.1962, Qupperneq 4

Fylkir - 09.03.1962, Qupperneq 4
ÍYLKIR — Föstudaginn 9. marz 1962. Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnudag kl. 2. Séra Jóhann Hlíðar pré- dikar. Sálmar: 26 - 370 - 413 - 225. Föstuguðsþjónustur kl. 8,30 á fimmtudögum. K. F. U. M. og K.: Samkoma kl. 8,30 n. k. sunnu dag. Barnaguðsþjónustur kl. 11 f. h. á sunnudögum. Betel: Samkoma á sunnud. kl. 4,30. Aðventkirkjan: Samkoma n. k. sunnudag kl. 20,30. Sunnudagaskóli fyrir börn kl. 2 e. h. Dónarfregn. Aðfararnótt 5. þ. m. lézt Ól- afur St. Ólaísson að heimili sínu, Gilsbakka. Ólafur var einn af stofnendum Vélsmiðjunnar Magna og forstjóri hennar. Var Ólafur á 62 aldursári, er hann lézt. Ólafur var þekktur borgari og vel látinn af öllum. Jarðarför: í dag fer fram jarðarför Ást- rósar Þórðardóttur, ekkju Ing- vars heitins Jónssonar frá Man- dal. Ástrós lézt í Reykjavík s. 1. laugardag af völdum bifreiðar- slyss, 57 ára að aldri. Ný lögfræðiskrifstofa. Bragi Björnsson, lögfræðing- ur Útvegsbankans liefur opnað skrifstofu í Kaupangi, Vest- mannabraut 31. Er skrifstofa Braga opin frá kl. 5,30—7 e. h. daglega. Nýtf fiskvinnslufyrirtæki. I síðasta lögbirtingarblaði er skýrt frá nýju sameignarfélagi til verkunar og útflutnings sjáv arafurða hér. Heitir fyrirtæki þetta Eyja- ver og eru stofnendur Ingólfur Arnarson, Austurvegi 7, Áki Jak obsson og Jón Hjálmarsson frá Reykjavík. En Ingólfur keypti svokölluð „Rúnar-hús“ fyrir nokkru. Hafa þau nú verið stækkuð til muna og sett upp ]:>ar fiskveikunarstöð. Fjórsöfnunin. F.ins og skýrt var frá í síðasta blaði fóru skátar um bæinn um helgina til fjáröflunar fyrir söfn un þá, sem hafin er um land allt vegna sjóslysanna. Samtals söfnuðust um 50 þúsund krónur og verður söfn- uninni haldið áfram. Er bæjar- búum bent á, að Þráinn Ein- arsson, skátaforingi, senr starfar hjá Skipaafgreiðslunni, veitir Athugasemd við hugleiðingu Vegna rætinnar og villandi greinar í Eyjablaðinu 7. þ. m. vill stjórn Samkomuhússins taka eftirfarandi fram: 1. Samkomuhúsið er byggt fyrir 25 árum sérstakiega sem kvik- myndahús eins og tilhögun byggingarinnar ber með sér. Hefur því aðbúnaður til annarrar starfsemi mótazt af því. 2. Vegna skorts á geymslurými, er ekki unnt að hafa kaífiveit- ingar í leikhléum, þar sem nota verður „litla salinn“ fyrir borða- og stólageymslu, þegar rýma þarf leiksviðið og „stóra salinn“ eins og nauðsynlegt er við leiksýningar og þessháttar. 3. Þar sem sérstaklega er minnzt á samsöng Karlakórsins í fyrr- nefndri grein, þykir rétt að geta þess, að stjórnendum kórsins var boðið að velja um, hvort skemmtunin skyldi haldin kl. 8 eða 10, völdu þeir seinni tímann, enda oft reynzt betur sem og kom á daginn. Einnig má geta þess í sambandi við starfsemi Leikfélags- ins, að forráðamenn þess voru búnir að tryggja sér Samkomuhúsið hinn 22. febrúar, en óskuðu síðar eftir Iresti, sem þeim var veitt- ur. 4. Samkomuhúsið er bundið af samningi Vestmannaeyja Bíós og Bæjarsjóðs um kvikmyndasýningareksturinn og mótast húslán og notkun af þvi. I þessu sambandi má geta þess, að með samningi þessum hef- ur Samkomuhúsið greitt í húsbyggingarsjóð sjúkrahússins 1,5 milljónir króna á síðustu 5 árum. Ekki er kunnugt um viðleitni Eyjablaðsmanna í þessa átt, þrátt fyrir þátttöku þeirra í samkomu- húsrekstri í bænum (Alþýðuhúsið), enda þótt enginn efist um á- huga þeirra á byggingu nýs sjúkrahúss. Hvaða tilgangi það þjónar hjá Eyjablaðinu að krefjast þess, að Samkomuhúsið geti ávallt og öllum staðið opið, er ekki full- ljóst, en öllu sanngjörnu fólki mun finnast nokkuð mikils til mælzt, þar sem hér er um sjálfstætt fyrirtæki að ræða. Hinsvegar er það sérstakt ánægjuefni, að jafnvel Eyjablaðið viðurkennir, að bæjarbúar vilji hvergi frekar hittast og skemmta- sér en í Samkomuhúsinu og sýnir það bezt vinsældir þess, hvað sem öllu hugarangri blaðsins líður. gjöfum til söfnunarinnar við- töku. Sinubruni. Síðustu daga hefur víða mátt sjá elda á jörðu. En drengir hafa nú verið óvenju atlialna- samir við að brenna sinu um alla Eyjuna. Auk þess, sem hér er um stórhættulegan leik að ræða, er þetta til mikils tjóns, þar sem frekar má búast við kali í jörðu eftir bruna á þess- um árstíma. Hjálpræðisherinn. Fulltrúar frá Hjálpræðishern- um voru á lerð hér í vikunni í sambandi við húsbyggingu templara við Heiðarveg. Var ferð þeirra í sambandi við at- hugun á kaupum á hluta bygg- ingarinnar. Fiskiþing. Nýlokið er í Reykjavík fiski- þingi, en fulltrúar héðan voru Ársæll Sveinsson og Helgi Benó- nýsson. Hlutavelta. Slysavarnadeildin Eykyndill vill minna félagskonur og aðra velunnara félagsins á hlutavelt- una, sem verður 15. marz n. k. Blandaðir óvextir. Að þessu sinni hafa komið í verið nokkrir Spánverjar og Hollendingar. Ekki er kunnugt hvort Spánarljóð Ása og Sig- urðar eiga heiðurinn af þessu. En hinsvegar er greinilegt, að hinum suðrænu kempum þykir ekki mikið til um kuldann hér norður frá, þar sem sumir þeirra hafa látið krúnuraka sig. „Atomöldin". Belgiskur togari, að nafni „Graf van Flanderen“, lauslega þýtt, Greifinn frá Flandern, varð fyrir vélarbilun SA af ís- landi fyrir nokkrum dögum. Var skipið dregið til hafnar í Eyjuin. Það mál til tíðinda telja, að 2 klukkustundum eftir að skip- ið kom hingað, var mættur hér viðgerðarmaður frá Belgíu, sem lagt hafði af stað að heiman eftir að fréttin barst um vélbil- Vertíðin Undanfarið hafa gæftir verið góðar og alltaf róið nema í gær, en afli verið rýr hjá fjöldanum. Einstaka línubátur hefur þó fengið upp í 12—14 lestir suma dagana. NA stormur hefur verið við Eyjarnar þessa viku, og hefur það dregið úr aflabrögðum. Afli netabáta er tregur, en Kristbjörg kom með um 5000 fiska, mest ufsa, í fyrradag úr netunum, en ekki hafði þeirra verið vitjað þá í 3 daga. í gær var Kristbjörg einskipa á sjó og fékk um 2000 fiska. I dag eru allmargir bátar í landi og búa sig til netaveiða. Loðnuveiði hefur verið ó- venju mikil, og veiðzt í lengri tíma nú en nokkru sinni fyrr. Merkilegl starf Framhald af 1. síðu ar og Jón, hafi rannsakað fáan- legar heimildir um aflamagn annarra fisktegunda hér við land, en því miður hafi þær ekki reynzt eins árciðanlcgar og heimildirnar um þorskinn, þó sé árangurinn ekki algerlega neikvæður. Magn veiddrar síldar, miðað við meðaltal á hvern bát var í hámarki árin 1923, 1933 og 1944, en þessi ár eru sólblettir í lágmarki. Sama varð uppi á ten ingnum með laxinn en hinsveg- ar virðist, eftir fáanlegum gögn- um að dæma, hrognkelsaveiði vera í hámarki þau ár, sem sól- blettir eru í hámarki. Loks segir, að umræður um mögulegar orsakir fyrir hinu meinta sambandi milli sólbletta og líffræðilegi'a fyrirbrigða séu utan við ranuna greinarinnar og höfundarnir segjast gera sér grein fyrir því, að það orsaka- samband, scm virðist vera rnilli sólbletta og líffærilegra fyrir- brigða sé tilviljun, en sveiflurn- ar í (jölda einstaklinga hinna ýmsu tegunda eigi rætur sínar að rekja til einhvers annars. 3?2*2*2S2*e*c,^2S2S2*2*2JÍ2S2S2S2S2*2*2S2*2RS*2*2»2*2a VESTMANNEYJA BÍÓ Kvöldsýning á sunnudginn: Hrífandi fögur amerísk chyne- mascop-litkvikmynd. „ÆÐSTU GÆÐIN" un skipsins. Frá Be.lgíu flaug hann til Englands og þaðan á- fram til Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Hafði Belginn meðferðis stykki í vélina, svo strax var hægt að koma henni í lag.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.