Fylkir


Fylkir - 06.12.1963, Page 2

Fylkir - 06.12.1963, Page 2
2 HXLKIR J*—l^arfu UTGEFANDI: [Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson. Prentsmiðjan Eyrún h.f. Á bak við Unn- ar Stefánsson í 16. tölublaði Brautarinnar hinn 18. september síðastliðin, ritaði Páll Þorbjörnsson nær tveggja dálka grein til að reyna að sannfæra bæjarbúa um að ég liefði liaft að engu samþykkt bæjarstjórnar um óskir hennar í sambandi við staðsetningu síldarverksmiðju í Eyjum, ef slík verksmiðja yrði byggð hér suðvestan lands á vegum Síld- arverksmiðja ríkisins. Fullyrti P. Þ. alveg án þess- að blikna, að Sigurður Ágústson, alþingis- rnaður, hefði talið mig af að gera nokkuð í málinu, þar sem hann sjálfur hefði hug á að verk smiðjan yrði byggð „í hans kjör- dæmi væntanlega þá í Stykkis- hóími”. Ég benti á í svargrein minni í Fylki, að ég teldi ástæðulaust að vera að lýsa P. Þ. ómerkan þessara staðhæfinga sinna. Hann væri svo aljiekktur meðai bæjar- búa fyrir allskonar ómerkan kjaftagang og slúður um menn og málefni, að til þess teldi ég enga ástæðu. Slíkt væri frekar orðinn vani eða kækur hjá hon- um, en að Jiað væri af illum toga spunnið. Svargrein P. Þ. í Brautinni 12. þessa mánaðar sýnir að ég hafði rétt fyrir mér. Hann reyn- ir Jrar ekki einu orði að lialda fast við fyrri fullyrðingar sínar eða rökræða Jiær, en reynir nú að fela gönuhlaup sitt með því að draga aumingja Unnar Stef- ánsson, sárasaklausan inn í um- ræðurnar og heinlínis draga dár að lionum með fjálgslegum lýs- ingum á „afrekum” lians í mál- inu. Þar segir meðal annars orð- rétt: 1. Unnar Stefánsson, varaþing- máður Alþýðuflokksins, hafði mikinn áhuga fyrir Jdví, að verksmiðja þessi yrði reist í Vestmannaeyjum/’. 2. „TJnnar Stefánsson gekk þeg- ar á fund Guðlaugs Gíslason- ar og benti honum á, að sennilegt væri að tekin yrði ákvorðun 19. febrúar um staðsetningu verksmiðjunnar. 3. Unnar Stefánsson verður til að vekja liann (GG.) af vær- um blundi um þýðingarmik- ið velferðarmál byggðarlags- ins”. Og loks rúsínan í pylsuend- anum: 4. 14. febrúar vekur Unnar Stef ánsson bæj ars tj órann’ ’. „þetta er atburðarrásin” seg- ir P.Þ. Hljóta þessar ábending- ar að leiða huga manns að því að sennilega hafi Páll Þorbjörns- son alltaf verið hálfgerð óhappa kráka í pólitíkinni. Hefði krata- flokkurinn átt aðra eins alls- lierjar vekjaraklukku og P.Þ. telur Unnar Steánsson vera, þann tíma sem hann (P.Þ.) sat á Alþingi, má vel vera að eitt- hvað hefði eftir hann legið Vest mannaeyingum til hagsbóta og jafnvel að honum hefði ennst þar lengri seta, en raun varð á. Efnislega vildi ég segja þetta um málið til viðbótar því, sem ég liefi áður greint frá. Fullyrðingar þeirra P.Þ og U.St. um að hinn 19. febrúar s.l. hafi átt að taka lokaákvörðun um staðsetningu síldarverk- smiðju, sem byggð yrði á veg- um S.R. hér á suður eða suð- vesturlandi, virðist ekki í sam- ræmi við raunveruleikann, þar sem slík ákvörðun hefur enn í dag ekki verið tekin, og Jrví er mér er tjáð óvíst að hún verði tekin í liaust. Til rökstuðnings tilmælum bæjarstjórnar Vestmannaeyja tók Fiskifélagið saman fyrir mig skýrslu um heildarmagn veiddr ar síldar á hverju veiðisvæði á tímabilinu frá 20. nóv. 1962 til 31. maí 1963. Lítur skýrsla Fiskifélagsins þannig út: 1. Austur af Vestmannaeyjum 149,212 tunnur. 2. Við Vestmaunaeyjar 101,614 tunnur. 3. Sunnan Reykjanes (að Sel- vogj 179,607 tunnur. eða samtals 430 þúsund tunnur á svæðin frá Reykjanesi austur fyrir Vestmannaeyjar á móti 946,170 tunnum vestan Reykja- nes, í Faxaflóa og út af Jökli. Þessar upplýsingar liefi ég“ bréflega látið stjórn S.R. í té með ítrekuðum tilmælum, um að fyrirhuguð verksmiðja yrði staðsett í Eyjum, með tilliti til þess hversu stór hluti af haust og vetrarsíldinni veiðist sunnan- Reykjaness og á svæðinu þar austur af og að búast megi við aukinni veiði þar ekki síður en annarsstaðar vegna aukins báta- flota, ef ytri aðstæður ekki breyt- ast. Gruðl. Gislason. FORELDRAFUNDUR FORELDRAFUNDUR var haldinn í Barnaskóla Vestmanna eyja Jiann 11. og 12 nóvember. Tilhögun fundarins var breytt til þess að kynna foreldrum starf skólans á almennum grundvelli og jafnvel leiðbeina Jjeim með heimanám barnanna. Skilningur foreidra á gildi for- eldrafundanna fer stöðugt vax- andi. Fólk kemur sér oft ekki að því að hringja eða fara til kennara • barns síns, sem Jiað þekkir ef til vill ekkert, þótt það þurfi. Því eru þessir fundir kærkomið tækifæri og þar með er ísinn brotinn og auðveldara er fyrir foreldra eða kennara að liafa samband sín á milli á eftir. Það er ótrúlegt, hve ánægju- legra er fyrir kennara að kenna bekk, þegar liann hefur talað við og kynnst mæðrurn þeirra og jafnvel erfiðar lieimilisásæð- ur. Öðru vísi er að hafa börn, sem kennarinn þekkir engin deili á, Jjað verður aldrei eins lifandi eða skilningsríkt. Það er alltaf eitthvað, sem kennar- ar hafa gagn af að vita um börn- in, og foreldrar fræðast um ýmis legt Jiað, sem gerist í skólanum. I Jretta sinn var sá liáttur upp tekinn að foreldrar 5. og 6. bekkja voru allir samtímis kl. 9 fyrri daginn og sátu fyrst sam- eiginlegan fund í forsal skólans. Kl. 1 komu foreldrar 3. og 4. bekkja og seinni daginn kl. 1 foreldrar 1. og 2. bekkja, og liófust allir með sameiginlegum fundi. Síðan var foreldrum boð- ið að fylgja kennurum barna sinna. Á fyrsta ahnenna fundinum tók fyrstur til máls skólastjór- inn, Steingrímur Benediktsson, bauð foreldra velkomna og skýrði Irá tilhögun fundarins. Síðan ræddi liann um nokkur atriði varðandi skóla og kennslu. Fyrst að börnin skuli ekki geta fengið að bíða inni í skólanum, einkum í misjöfnum veðt'um og á morgnana. Vörzlulaus geta börnin ekki verið í skólanum, en húsvörðurinn hleypir inn eins mörgum börnum í kjallar- ann eins og rúmast Jiar. Kennar ar eru ekki skyldugir, til að mæta í skólann fyrr en kl. 9. Foreldrar geta bætt úr þessu með því að láta börnin mæta á sem réttustum tíma, hvorki of snemma né of seint og láta Jiau klæða sig vel. Annað atriði var um skerðingu fyrirskipaðs kennslustundafjölda. Orðið lief- ur að gTÍpa til þess neyðarúrræð is að fækka kennslustundum hjá flestum árgöngum vegna kennaraskorts. Skýrði hann síð- an frá hverju sú skerðing nem- ur og hvað gert var til að hindra hana. Ef borið er saman þetta skólaár og árið í fyrra kemur í ljós að 7 og 8 ára börn hafa sama fjölda, 9 ára börn skortir 1 stund á viku. Hjá 10 ára börn- um er skerðing mest eða 5 st. á vikun og 12 ára börn skortir 3 stundir á viku. Þess er þó vert að geta, að Vestmannaeyjar eru eini staðurinn á fandinu, þar sem 10 ára börn eru í skóla í september. í liaust höfðu þessi börn, sem nú verða harðast úti, 28 stundir á viku eða alls 112 stundir, sem vegur svo að segja alveg upp á móti því sem þau skortir nú. Þess ber að geta að ekki hefur verið fækkað tímum í íslenzku og reikningi hjá neinum árgang anna. Til þess að fá menn til að starfa var í öllu farið að lögum og venjum. Stöðurnar voru margauglýstar, og Jieir, sem sóttu um þær voru réttinda- lausir og Jjví ekki annara kosta völ. Það olli að sjálfsögðu örð- ugleikum hve seint var vitað um kennaraskortinn. Fyrst í september var vitað um, að þrír kennarar, sem gert var ráð fyrir, hyrfu fi'á skólanum. Þurfti Jjví skjótra úrræða við. Einnig eru nú ekki nema 4 kennarar sem taka að sér yfirvinnu ,en 7 í fyrra. Þetta var það helzta, sem skólastjóri drap á. Sunrir virðast ætla að auð- velt sé að ráða bót á kennara- skortinunr með því að ráða fleiri réttindalaust fólk. En ef J)að mál er athugað með rétt- sýni verður að segja, að ekki er er Jjað öllum gefið að segja til 25 - 30 barna bekk, jxitt sá eða sú hin sama liafi með prýði al- ið upp og sagt til 1 - 5 börnum. Og ekki fer hjá því að Jjað rnæði á skólastjóra og kennur- um að aðstoða Jjetta fólk og einnig verður óhjákvæmilegt að gefa Jjví eftir meðfærilegustu og beztu deildirnar, sem verður að játa, að veita öllum kennur- um mesta gleði. Næstur fékk orðið Friðrik Pétursson, kennari, og ræddi hann um heimanám barnanna og þá aðstoð sem foreldrar geta veitt. Lýsti hann Jjví hvernig

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.