Fylkir


Fylkir - 06.12.1963, Qupperneq 6

Fylkir - 06.12.1963, Qupperneq 6
Neðanfrásjó. N____ ________> Afli og gæftir: Það, sem af er þessari viku er ekki annað hægt að segja; heldur en að gæftir hafi verið allsæmilegar, einkum þegar tillit er tekið til órstíma. Og um aflann er það að segja, að hann hefur oft verið verri, stundum að vísu sáratregur, eins og í gær hjá línubátunum, en svo komið góðir dagar, svo sem hjá Jóni Stefánssyni, er hann fékk um 9 tonn einn daginn. Aflinn var að vísu talsvert keilu borinn, en sama er það, þetta var yndælis dagur. Trollbátarnir hafa verið að fá gott og sumir alveg ágætt; eins og t. d. Binni í Gröf, fékk alveg um 30 tonn; mest ýsu, á örskömmum tíma. Þá var Farsæll með góðan afla eftir stuttan tíma. Trillurnar: Fimm trillur hafa róið að staðaldri í haust og yfir- leitt fengið ágætis afla. Leggja þær upp í Hraðfrystistöðina og hefur þar drjúgum munað um þeirra afla, þar sem ekki þarf mikið til að hafa dagsverk handa því fáa fólki ,er nú er við flökun og fiskvinnslu í stöðv- unum. Sölur: Þrír Eyjabátar hafa ný- lega selt afla sinn erlendis, og fengið gott verð. Eyjaberg seldi í Grimsby rétt um 30 tonn fyrir aðeins rúm 4 þús. sterlingspund. Er það alveg lúxussala. Þá seldi Leó í Bremenhaven liðlega 30 tonn fyrir 40200 mörk og Frigg einnig í Bremenhaven 28. f. m. 21 tonn og fékk fyrir aflann 24 þús mörk. Höfnin: Eg hringdi í Sigga á Löndum eitt kvöldið, mikill ind- ælis piltur. Sagði, að nú væri heldur rólegt við höfnina, lítið um skipakomur, en að sjálfsögðu alltaf nóg að gera við að Iíta eftir bátunum; og svo að sjálf- sögðu ýmislegt í sambandi við viðhald hafnarmannvirkja. Þá væri verið að vinna af krafti við að steypa kanta og festingar á „dokkina" í Friðarhöfn. Væri lokið við að steypa vestúrkant- inn og nokkuð komið áleiðis með norðurkantinn. Ártimis Eftirsóttu undirfötin fyrirliggj andi í öllum litum og stærðum. %.,'y -i' 7 , Einnig nýtt snið af náttfötum. Verzl. Framtíðin Öllum hinum mörug vinum og frændum, nær og fjær, þökkum við af hrærðu hjarta fyrir þá margvíslegu virðingu og ein.lægan vin- arhug, er sýndur var við andlát og útför elskaðs eiginmanns míns ÁSMUNDAR FRIÐRlKSSCNAR, skipstjóra. — föður okkar, bróður og sonar. Þórhalla Friðriksdóttir, Ása Ásmundsdóttir, Árni Ásmundsson, Harpa Þorvaldsdóttir, Birgir Guðnason, Friðrik Ásmundsson, Erla V. Óskarsdóttir, Elín H„ Ásmundsdóttir, Carl H. Johnson, Sigríður Friðriksdóttir, Elín Þorsteinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Jónínu Sigurbjargar Jónsdóttur, Brekastig 7 C Vandamenn. ICátt er um jólin! Jólagjafir fyrir alla, unga, gamla, konur og karla. — Bæjarins bezta og fjölbreyttasta úrval: Föt, Frokkor, Nóttföt, Nóttsloppar, stuttir ,siðir. Skyrtur, straufríar, hinar heims- frægu „ANGLI", sem allir lóta svo vel af, hvítar og mislitar . Manchettskyrtur ,venjulegar. Bindi, glæsilegt úrval. Sokkar, Manchetthnappar, sérstakir og sett. Bindisnælur, Treflar, Hanzkar, Undirföt, Undirpils, Nóttkjólar, Nóttföt, Peysur, Borðdúkar, llmvötn, Baðsett, Gaskveikjarar, Borðkveikjarar, Gjafakassar, Skartgripir, — góðmólmar, Silfurvörur, Myndavélar, ótal tegundir. Snýingarvélar fyrir 35 mm. Sýningartjöld. Ljósmælar og allskonar Ijós- myndavörur. Ljósmyndaalbúm. Jólakort, yfir 100 tegundir. Jólaspjöld, Jólapappír, í örkum og rúllum. Jólaserviettur, Jóladúkar, Jólalöberar, Jólabönd, Jólapakkaskraut, og svo eru það auðvitað LEIKFÖNGIN, sem eru í bæjar- ins langbezta úrvali og verðið hefur aldrei verið lægra. Dúkkur, næstum holdi kiæddar. Jórnbrautir, rafmagns, Brunabílar, Eldavélar, Modelbótar, Strípalingar, Jarðýtur, Kranabilar, Bollastell, Kubbakassar, Byssur, Bangsar, og einhver ósköp annað. — Mikið af þessu er difið fyr- ir rafmagnsbatteríum. Og þó mó ekki gleyma því, sem við höfum af allskonar MODELUM, —- sem eru beztu leikföngin fyrir þ'j. sem eru hættir að hafa gam an af leikföngum, stróka á aldr- inum 12—18 óra og jafnvel eldri. — Kuldaúlpur, Ytrabyrði, Værðarvoðir, Sængur, Kuldaskór. Bæjarfréttir. v-_______ ________J Afmæli: i aag verður sjötug- ur Arni Firinbogason i Hvammi. Arnar blaöiö honum ailra heiíia á þessum timamotum í ævi hans. Messao: A sunnudaginn kem- ur verður messað kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn L. Jónsson pré- dikar. Mannsfát: Þann 28. nóvember lézt í Sjúkrahúsinu hér Jón Bjarnason trá Sigtúni, eftir langa vanheilsu, 82 ára að aldri. Verð- j ur Jón heitinn jarðsunginn á j morgun kl. 1,30 e. h. Jarðarför: S .1. laugardag var gerð frá Landakirkju útför Ág- ústs Ingvarssonar, vélstjóra. Ág- úst var 73 ára er hann lézt. Bíó Samkomuhússins: N. k. sunnudag snýir bióið stórmynd- ina Biily Budd. Er myndin í cin- emascope, gerð eftir hinni frægu skáldsögu eftir Herman Mel- villes, er gerist á dögum Nelsons flotaforingja og greinir frá átök um huga og handar, og er í heild hrífandi og um leið spenn- andi og áhrifamikil. Landsíminn: Mikið er að snú- ast þessa dagana hjá Landsím- anum. Er verið að reka smiðs- höggið á tengingu bæjarsímans við sjálfvirku símstöðina hér og í Reykjavík. Er fyrirhugað að klippt verði í sundur um helg- ina þann 14. þ. m. eða eftir rúma viku. Verður rækilega til- kynnt í útvarpi um nánari tilhög un. Goifklúbburinn: Á laugardag- inn var hélt Golfklúbbur Vest- mannaeyja upp á 25 ára afmæli með myndarlegu hófi í Sam- komuhúsinu. Var þar að venju fjölmennt og létt yfir mann- skapnum. Voru verðlaunagripir sumarsins afhentir og það sem meira var að nú voru í fyrsta sinn afhent heiðursmerki félags ins úr skíra gulli. Þeir; sem hlutu heiðursmerkin voru: for- seti Golfsambands íslands, Sveinn Snorrason, Reykjavík, og af heimamönnum: Lárus Ársæls- son, Axel Halldórsson, Ásmund ur Guðjónsson, Karl Sigurhans- son og Júlíus Snorrason. *** * *’ * * **1 ■ * ■ ii* i r*n«—>ni^ii n Umboðsmaður: Finnbogi Friðfinnsson. Símar 450 og 485. Vörurnar eru góðar ,verðið er hagstætt. GLEÐILEG JÓL! sx V E R Z L U N BJÖRN GUÐMUNDSSON. — MARKAÐURINN

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.