Fylkir - 31.07.1964, Qupperneq 2
2
.£Eas
F Y L K I R
17. ÞING S. U. S.
17. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna var
haldið í Reykjavík nú fyrir skömmu.
Mikill áhugi var ríkjandi um starfsemi sambands-
ins, sem hefur verið mjög blómlegt s. 1. ár.
Formaður var kjörinn Árni Grétar Finnsson og
varaformaður Sigfús J. Johnsen.
Ýmsar ályktanir voru gerðar. I almennri stjórn-
málayfirlýsingu segir svo:
17. þing Sambands ungra
sjálfstæðismanna leggur áherzlu
á það meginatriði Sjálfstæðis-
stefnunnar, að andlegt frelsi og
athafnafrelsi einstaklinganna
sé grundvallar skilyrði þess, að
hæfileikar og starfsþróttur sér-
livers manns fái notið sín til
fulls. Frjálst framtak, heilbrigð
samkeppni og eignarréttur ein-
staklinganna eru traustustu
stoðir allra framfara.
Þingið telur ,að efla beri und !
irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar,
sjávarútveg, landbúnað, iðnað
og verzlun og fagnar þeim fram
kvæmdum og framförum, sem
orðið liafa að undanförnu hjá
þessum bjargræðisvegum, fyrir
forystu viðreisnarstjrónarinnar.
Þá bendir þingið á þýðingu at-
vinnugreina ,eins og siglinga og
flugs fyrir þjóðina. Stöðugt er
nýrra átaka þörf, eigi þjóðin á-
fram að halda á braut vaxandi
velmegunar og bættra lífskjara.
Bendir þingið sérstaklega á nauð
syn þess að aukin verði hagnýt-
ing nýjustu tækni og vísinda í
þágu atvinnulífsins og lýsir
fylgi við fram komnar hug-
myndir um stóriðju í landinu,
sem skapa mun nýja möguleika
og auka á fjölbreyttni atvinnu-
hátta íslendinga.
Þingið leggur áherzlu á mik-
ilvægi frjálsrar verzlunar, jafnt
í innanlands- sem utanríkisvið-
skiptum, og mælir gegn við-
skiptahöftum og bönnum opin-
berra aðila. Fagnar þingið þeim
mikilsverðu áföngum, sem náðst
hafa í þessum efnum undir for-
ystu núverandi ríkisstjórnar, en
leggur jafnframt áherzlu á gildi
þess, að frjáls samkeppni sé far-
sælasta leiðin til að tryggja lieil
brigða verzlun og hagstæðasta og
vörugæði fyrir neytendur.
Þingið telur nauðsynlegt, að
sérhverjum æskumanni séu bú-
in þau uppeldis- og menntunar
skilyrði, sem megi gera hann að
þroskuðum einstaklingi og nýt-
um þjóðfélagsborgara.
Ungir Sjálfstæðismenn álíta
nauðsynlegt, að sérhverri fjöl-
skyldu, sem þess óskar, sé gert
kleift að eignast eigin íbúð og
telja sérstaka þörf á að auka
stuðning við ungt fólk á þessu
sviði.
Þingið lýsir stuðningi sínum
við félagslegar umbætur, sem
miða að því, að þeir, sem erfið-
ast hlutskipti hafa hlotið, fái
styrk af afli heildarinnar.
Þingið bendir á nauðsyn þess,
að gott samstarf og náinn skiln-
ingur ríki á milli allra stétta
þjóðfélagsins og milli fólks í
sveit og við sjó.
Ungir Sjálfstæðismenn leggja
nú sem fyrr áherzlu á, að íslend-
ingar eigi vinsamleg samskipti
við allar þjóðir.. Jafnframt
minna þeir sérstaklega á nauð-
syn samstöðu okkar og annarra
vestrænna þjóða. Þingið fagnar
sigrum í landhelgismálinu og
minnir á, að 11. marz n. k. renn
ur út tími sá, sem erlendir tog-
arar hafa undanþágu til veiða
innan 12 mílna markanna.
Þingið fagnar þeim sigri, sem
Sjálfstæðisflokkurinn vann í Al-
þingiskosningunum á s. 1. ári og
traustsyfirlýsingu |)jóðarinnar á
viðreisnarstefnunni. Sýndu þau
úrslit, að þjóðin vill, að áfram
verði haldið á braut viðreisnar-
stefnunnar.
Ungir Sjálfstæðismenn skora
á þjóðina að sameinast til nýrra
átaka. í stað sundrungar um
launamál þarf að koma samvinna
um raunhæfar kjarabætur, þar á
meðal styttingar vinnutíma án
skerðingar launa. Þingið ítrekar
fyrri samþykktir um þörf endur-
skoðunar á vinnulöggjöfinni.
íslenzka þjóðin býr nú við
betri lífskjör og meiri mögu-
leika, en nokkur önnur kynslóð
sem í landinu hefur lifað. Undir
forystu Sjálfstæðisflokksins hef-
ur hvert skrefið öðru stærra ver
ið stigið til framfara og þjóðin
unnið sína mestu sigra. Hinnar
upprennandi kynslóðar bíður
því glæst framtíð.
Sjálfstæðismenn setja fyrst og
fremst traust sitt á æsku lands-
ins, sem sækja mun fram til
vaxandi velmegunar og hagsæld-
ar, í landi fjölþættra möguleika,
með frelsi og framtak einstakl-
ings að leiðarljósi.
Húsmæður
Erum ávallt vel birgir af alls-
kyns mat- og nýlenduvörum.
AT HUGIÐ !
Enskt kex, margar tegundir
kemur í búðina á
þriðjudag.
Hangikjöt — Svið — Svínakjöt.
Munið okkar Ijúffenga nýmal-
aða KAFFI!
Sendið pantanir
tímanlega
fyrir þjóðhátíðina.
SPARIÐ TÍMANN!
NOTIÐ SÍMANN!
SENDUM HEIM!
V erzlun
Guðjóns Scheving
Njarðarstíg 1, — sími 1775.
Skólavegi 1, — sími 1783.
!