Fylkir


Fylkir - 31.07.1964, Blaðsíða 5

Fylkir - 31.07.1964, Blaðsíða 5
F Y L K I R 5 Niiurjöfnun útsvara Eins og áður hefur verið skýrt frá nam niðurjöfnun út- svara hér í Eyjum nú í ár 18,7 milljónum króna að viðbættum tæpum 10% fyrir vanhölclum, eða alls 20,4 milljónum kr. á móti 18,1 milljón króna árið 1963. Aðstöðugjöld voru nú 6,8 milljónir króna, en 6,2 milljónir á síðasta ári. Það, sem ræður úrslitum um hversu mikinn hluta af tekjum sínum hver og einn greiðir í út- svar er tvennt. í fyrsta lagi á- kvörðun bæjarstjórnar um hversu há heildarupphæð út svara skuli vera. Og í öðru lagi, hve nriklar samanlagðar tekjur útsvarskyldra aðila eru árið áð- ur en útsvör eru á lögð. Heildarupphæð útsvara sanr- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar var ákveðin 18,7 milljónir króna þetta ár, eins og fyrr segir, en kr. 16 millj. 660 þúsund árið 1963. Útsvarsskyldar tekjur námu sanrtals 192,8 millj. kr. hér í Eyj unr árið 1963 á nróti 124,7 miUj ónum árið 1962. Og útsvars- skyldar eignir 73,6 milljónum króna árið 1963, en 70,5 millj- ónunr árið 1962. Var jrví grundvöllur sá, senr útsvörin eðru byggð á óneitan- lega nrun sterkari nú í ár, en áður liefur verið. Útsvörin lægri ■ Vestmanna- eyjum en ■ öðrum kaup- stöðum. A síðasta Alþingi var gildandi útsvarsstiga í lögum um tekju- stofna sveitarfélaga breytt veru- lega og einnig grundvellinunr fyrir álagningu útsvara, þannig að gert var ráð fyrir, að útsvör á miðlungs og lægri tekjur lækk uðu að nrun og einnig var frá- dráttur fyrir lrvert barn hækkað ur nokkuð. Niðurjöfnun er nú lokið í sjö kaupstöðunr landsins af fjórtán eftir hinunr nýja útsvarsstiga og er útkoman sem hér segir: Akureyri — nrínus 5% frá gildandi útsvarsstiga. Húsavík, — plús 5% til við- bótar gildandi útsvarsstiga. Isafjörður — mínus 14% frá gildandi útsvarsstiga. Keflavík — nrínus 10% frá gildandi útsvarsstiga. Neskaupstaður — nrínus 10% frá gildandi útsvarsstiga. Reykjavík — nrínus 9% frá gildandi útsvarsstiga. Vestmannaeyjar — mínus 30% fró gildandi útsvarsstiga. Þetta vill segja, að sá, sem nú í ár gxeiðir kr. 10 þús. í útsvar í Vestnrannaeyjum hefði greitt af sömu tekjunr kr. 13,600,00 á Akureyri og kr. 15.000,00 á Húsavík. Mun skýrsla Félags- málaráðuneytisins unr niðurjöfn un útsvara sýna þegar þar að kenrur, að þótt hverjum og ein- um finnist útsvar sitt hátt, munu úsvör í Vestmannaeyjunr einnig í ár verða lægri miðað við sömu tekjur, en í nokkrum öðrum kaupstað á landinu. Reynt að gera niðurjöfnunina tortryggilega. í Brautinni 15. þ. m. skrifar Magnús Magnússon, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, grein um útsvörin og störf framtalsnefnd- ar og hikar lrann ekki við að brigsla einstaklingum og heil- um stéttum ,eins og iðnaðar- mönnunr, um skattsvik og þjófn að í sambandi við framtöl þeirra. Verður mjög að harma, að nokkur ábyrgur aðili um bæjar- málin skuli láta slíkt eftir sig liggja. Og ef þetta á að vera pólitísk árás á Sjálfstæðisflokk- inn, senr meirihlutaflokk í franr talsnefnd og bæjarstjórn, þá er hún algerlega mislreppnuð og næsta torskilin frá Irans hendi, þegar þess er gætt að nregnið af forystuliði krata hér í bæ, senr M. M. styðst við í bæjarstjórn- inni, er úr lrópi smærri iðnað- armanna og veit ég satt að segja ekki, hvers þeir eiga að gjalda lrjá honum. Umtal lrefur alltaf orðið um útsvars- og skattskrá, þegar þær hafa verið lagðar fram og nrun svo án efa einnig verða í framtíðinni, meðan við búunr við það skattheimtufyrir- komulag, sem enn ríkir. Er þetta eðlilegt og nrannlegt og að nrínunr dómi ekkert við því að segja, þó að öllum, er við þessi nrál starfa sé það vitanlegt, að margt getur borið á milli unr skattupplræð hvers og eins, sem skattyfirvöldununr einunr er kunnugt um, þó um svipaðar brúttótekjur sé að ræða. En ég verð að segja, að mér kemur árás M. M. á iðnaðarnrenn og fleiri einkennilega fyrir sjónir, þegar þess er gætt, að hann átti nnr nrargra ára bil sæti í yfirskatta- nefnd, eða allt þar til lrún var lögð niður, án þess að nokkuð sé vitað til, að hann hafi notað aðstöðu sína þar, til að leiðrétta framtöl þeirra stétta eða ein- staklinga, senr lrann nú vænir unr skattsvik og þjófnað. Gafst lronum þó þar sannarlega gullið tækifæri til þess, því varfa getur hann haldið því franr, að frek- ari ástæða sé til að rengja fram- töl manna nú, en þá hafi verið. Satt að segja held ég, að það sé mjög erfitt fyrir aðra en þá, sem beinan aðgang hafa að fram tölum manna, að dæma um rétt mæti þeirra eða skattálagningu hvers og eins. M. M. ætti frekar en öðrum að vera kunn aðstaða skattstof- unnar og störf framtalsnefndar, vegna fyrri aðstöðu sinnar í yfir skattanefnd. Hann ætti að vita, að skatt- skyldar tekjur hvers og eins, hvort sem um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða, ákvarðast ekki eingöngu af eiginframtali, heldur og ekki síður af því, sem aðrir gefa upp að þeir hafi greitt viðkomandi, hvort heldur eru vinnulaun, andvirði afurða eða annað, sem skattayfirvöldin eiga kröfu á ,að þeim sé í té lát- ið. Þannig, að ef framteljandi vanrækir að telja fram hluta tekna sinna, á það að leiðréttast, ef þeir, sem greiðslur inna af- liendi gera skyldu sína. En til dæmis Landsíminn byggir hér hús, sem kosta tvær milljónir króna eða rneir, og gefur ekki upp til skattyfirvalda hverjum hann hafi greitt byggingarkostn aðinn, skapast þeinr, sem þar kunna að hafa átt lilut að máli, aðstaða til að komast í þann hóp nranna sem M.M. svo fagur- lega nefnir „skattsvikara og þjófa.“ Eg hygg ,að aðalstarf skattunrdæmanna sé einmitt orðið að samrænra og sannprófa uppgefnar launagreiðslur og annað, sem samkvænrt lögunr ber að láta þeim í té við frarn- töl lrvers og eins. Eg álít það illa farið, að á- byrgur aðili í bæjarmálunr skuli láta sig inn á að reyna að sá tortryggni og úlfúð manna og stétta á nrilli, hér í þessunr bæ, í sambandi við skattframtöl þeirra, sem nriklu frekar er einkamál viðkomandi aðila og skattyfirvaldanna, en umræðu- grundvöllur pólitískra blaða, sem óendanlegar yrðu ,ef fara ætti að ræða opinberlega fram- tal hvers og eins. Guðl. Gíslason. ÚTSVÖR 1964 Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðend- ur í Vestmannaeyjum eru beðnir að minnast þess, að hinn 1. ágúst n. k. ber þeim að hafa greitt bæjarsjóði Vestmannaeyja sem svar- ar y4 hluta þeirra bæjargjalda, sem ógreidd eru bæði eigin og starfsfólks. Vangreiðslur valda því, að allar eftir- stöðvar eindagast og eru kræfar í einu lagi hjá atvinnurekanda sem hans eigin gjöld. Vestmannaeyjum, 27. júlí 1964. JÓN HJALTASON lögfræðingur Vestmannaeyjabæjar. TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFUNNI. ) Skrá um tekju- og eignarskatt, skrá um gjöld til almannatrygginga og önnur þing- gjöld árið 1964, ennfremur skrá um sölu- skatt álagðan 1963, liggur frammi í skatt- stofunni frá og með föstudeginum 31. júlí næstkomandi, tvær vikur á venjulegum skrifstofutíma. — Kærufrestur er til föstudagsins 14. ágúst og skulu kærur hafa borizt skattstofunni í síðasta lagi þann dag. SKATTSTJÓRI.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.