Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 29
JÓLAliLAÐ FYLKIS 1965
ÞAR SEM VATNIÐ ER VANDAMAL.
Framh. af 9. síðu.
upp. Þegar komið er niður að því
verði, sem seljandi vill gefa fyrir
blómin, þrýstir hann á hnapp við
sæti sitt og stöðvar vísirinn. Vagn-
inum með blómunum er ekið fram
í kælda pökkunarstofu, sem hann
hefur á leigu, gengið frá þeim og
þeim ekið út á flugvöll. Sama dag
eru þau svo kannski til sölu í
blómabúð í fjarlægu landi Þó er
rétt áð taka það fram, að hin
fræga túlipanarækt Hollendinga
hefur þann tilgang að nýta blóm-
laukana. Því eru blómin skorin af
og börn búa gjarnan til úr þeim
blómafestar og selja ferðamönnum,
sem um veginn fara á túlipanatím-
anum.
Blómin og myllurnar á skurð-
börmunum gera þetta uppræktaða
land ákaflega heillandi í augum ís-
lenzkra ferðamanna, sem ekki eiga
svó mildilegri náttúru að venjast.
Það verður Amsterdam líka með
öllum sínum skurðum og brúm,
þar sem andi smekks og þanka-
gangs hinnar auðugu borgarastétt-
ar 17. aldar svífur yfir vötnunum.
Borgin er eiginlega vaxin upp af
vatni. Eftir því, sem hún stækkaði
og dafnað, var stöðugt gert nýtt
skurðanet utan um hana, og fyrir
þá er vegfarandinn sífellt að
krækja, að næstu brú. Þar sem þær
eru 400 talsins í borginni, kemur
þetta ekki að sök, en þeim mun á-
nægjulegra er að ganga í skugga
trjánna meðfram skurðunum. Það
var þessum vatnaleiðum um borg-
ina mest að þakka, að hún á sín-
um tíma varð svo blómstrandi verzl
unarborg. Eftir þeim gátu skipin
sem komu með varning frá Austur-
löndum, siglt með farminn inn í
hjarta borgarinnar og varningur
þeirra, te, krydd, siiki, skinn o. fl.
var halað frá borði beint upp á
geymsluloft verzlunarhúsanna. —
Þessi hús standa enn í þéttri röð
og snúa sínum háu stöfnum út að
skurðunum. Efst á hverjum stafni
skagar bjálki með krók fram og
minnir á gamla tíma. Slíkir krók-
ar eru reyndar enn nauðsynlegir,
því húsgögn öll fara enn þann dag
í dag inn um gluggana.
Þetta þykir kannski skrýtið. En
sá, sem kemur til Amsterdam, verð
ur var við það, að landrými er allt
of dýrmætt til að húsrými sé eyð-
andi í stór anddyri og breiða stiga.
Stigar eru allir mjóir og brattir
og ekki hægt að koma nokkru hús-
gagni þar upp. Skýringarnar á
mjóu húsgöflunum á þessum gömlu
húsum er að leita til velmektar-
daga kaupmannanna, þegar lagður
var skattur á húseign eftir breidd
hennar við götu. Og hvenær hafa
menn ekki reynt að komast hjá að
greiða skatta? Enn stendur þriggja
hæða hús 1 Amstcrdam, sem er 2
metrar á breidd við götu, með ein-
um dyrum og einum glugga á
gafli.
Undirstaða húsanna í Amsterdam
er ekki sem traustust, þó landið
sé á floti Húsin standa öll á und-
irstöðum úr þétt niður reknum
staurum'. Áður voru þetta trjábol-
þurrka upp hundruð þúsund mílna
svæði. Árið 1932 var Zuidersee
breytt í slöðuvatn með stíflugarði
og ber nú nafnið Ijselmeer. Þar með
er sjónum haldið burtu og innan
svæðisins unnið að því að girða af
og dæla þurra stóra hluta af vatn-
inu. Hvert landsvæði bætist við af
öðru. Og fiskimannaþorpin sitja allt
í einu inni í landi og verða að
sveitaþorpum, sem koma sér upp
iðnaði og fara að verzla með af-
Frá hollcnzku sikjunum.
ir, nú sverir stálbitar. Fyrrum var
ekki talið að undirstaðan þyldi
hærra hús en 3 hæðir, en nú má
byggja allt að sex hæða húsi. Þetta
gerir m. a. það að verkum, að í
Amsterdam hefur maður það ekki
mjög á tilfinningunni að vera eins
og lús undir nögl innan um himin-
gnæfandi steinrisa, eins og í flest-
um öðrum stórborgum. Sá, sem
kemur til Amsterdam, ætti ekki að
láta hjá líða að fara í siglingu um
skurðina og höfnina á einum af
þessum bátum, sem taka farþega í
slíkar ferðir. Með því móti fæst góð
hugmynd um þessa kynlegu vatna-
borg.
Þarna er land enn að myndast,
eins og í Vestmannaeyjum, þó með
ólíkum hætti sé. Náttúruöflin sköp
uðu Surtsey, án undangenginna á-
ætlana og umræðna á þingi eða
í bæjarstjórn. Hollendingar eru að
búa sér til land eftir margra ára-
tuga áætlun tæknifræðinga og for-
ráðamanna. Amsterdam liggur að
hafi, þar sem unnið er að því, að
urðir nýrra bænda. Þetta er vissu-
lega ævintýri.
En vatn er erfitt og dýrt vanda-
mál, engu síður en vatnsleysi.
E. Pá.
Útgefandi:
Sjálfstæðisfél. Vcstmannacyja
Ritstjóri:
Björn Guðmundsson,
Sími 1394 — Póstliólf 116
Auglýsingar:
Gísli Valtýsson,
Sími 1705.
Prentsmiðjan Eyrún li. f.
Messur í Landakirkju
um háfíðarnar:
Aðfangadag kl. 18. Séra Jóhann S.
Hlíðar.
Jóladag kl. 14. Séra Þorstcinn L.
Jónsson.
Jóladag kl. 17. Séra Jóhann S.
Hlíðar.
2. jóladag kl. 14. Séra Þorsteinn L.
Jónsson.
Gamlárskvöld kl. 18. Séra Þorsteinn
L. Jónsson.
Nýársdag kl. 14. Séra Jóhann S.
Hlíðar.
K. F. U. M. oq K.
Ilin vcnjulcga jólatrésskemmlun
K. F. U. M. og K. verður fyrstu
helgina eftir áramót
BETEL.
Samkomur uin hátíðarnar vcrða
scin hér segir:
Aðfangadagur kl. 6.
Báða jóladagana kl. 4,30.
Gamlárskvöld kl. 6.
Nýársdag kl. 4,30.
Sunnudaginn 2. janúar 1966 vcrð
ur jólatrésfagnaður sunnudagaskól-
ans kl. 2 fyrir 6 ára og yngri og kl.
8 ára fyrir 7 ára og eldri.
AÐVENTKIRKJAN
Aðfangadagskvöld: Aftansöngur
kl. 23,00. Söngsamkoma — fjöl-
breyttur söngur.
Jóladag kl. 2. Samkoma.
Nýársdag kl. 2. Samkoma.
Mikill söngur. — Allir vclkomnir.