Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
P. V. G. KOLKA
FÆDINGARSTOíNUNIN í VESTMANIAIYIUN
Vestmannaeyingar höfðu lengi
vel allmikla sérstöðu, að því er
snerti sögu læknisfræðinnar á ís-
landi og heilbrigðismál yfirleitt.
Lifnaðarhættir manna hafa að vísu
verið líkir og í öðrum verstöðvum
áður fyrr, að því viðbættu, að fugla
tekjan var stærri þáttur í atvinnu-
lífi fólksins en annarsstaðar, en
Vestmannaeyjar voru einkum ill-
ræmdar sökum hins ógurlega ung-
barnadauða. Hann var að vísu alls
staðar mjög hár, en hér bættist við
ginklofinn eða stífkrampinn á ung-
börnum (tetanus noenatorum), sem
drap meirihluta allra ungbarna á
5. til 12. degi eftir fæðinguna, svo
að stofninn hélzt ekki við nema
með sífelldum innflutningi fólks.
Þannig er talið, að á síðasta ára-
tugi 18. aldarinnar hafi sjö af hverj-
um tíu ungbörnum dáið af gin-
klofa, og líkt var ástandið fram
um miðja 19. öld. Þetta varð þó til
þess, að Vestmannaeyjar voru gerð-
ar að sérstöku læknishéraði 1827
og var þá langminnsta og fámennasta
asta læknishérað landsins. Fyrstu
fimm læknarnir voru danskir menn
og gegndu embættinu aðeins í fá
ár hver og lítið varð þeim ágengt
með lækningu á ginklofanum, sem
vonlegt var. Einn þeirra, Halland,
sem var læknir hér 1840—1845,
kom með tillögu um að koma á fót
fæðingarstofnun í Eyjum, og beitti
sér mjög fyrir því máli, en ekki
náði það fram að ganga að sinni.
Síðastur þessara dönsku lækna
var Davidsen, sem mun hafa verið
Gyðingur, eða svo sagði mér Gísli
heitinn Lárusson, og þótti hann
nokkuð ágjarn. Hann var læknir í
Eyjum í átta ár og dó þar 1860.
Samtímis honum var danskur sýslu
maður, hinn frægi kapteinn Kohl,
og kom þeim ekki sem bezt sam-
an, því að Kohl var ákaflega af-
skiptasamur og gekk ríkt eftir því,
að öllum fyrirmælum sínum væri
fylgt. Vildi hann siða Vestmanna-
eyinga, sem ekki var vanþörf á,
og hótaði hörðum viðurlögum, ef
brugðið var út af boðum hans.
Hann skipaði svo fyrir, að læknar
skyldu gefa dánarvottorð í öllum
tilfellum, og hótaði réttarrannsókn
og refsingu, ef það væri vani’ækt
að sækja lækni eða veita nauðsyn-
lega hjúkrun, enda lægi dauðarefs-
ing við að lögum, ef mannsbani
hlytist af hirðuleysi, en dánarvott-
orð skyldi læknir láta ókeypis.
Davidsen þótti hart að búa undir
hvi, enda var líkskoðun borguð þá
með tveimur ríkisbankadölum i
Danmörku. Urðu af þessu mjög
miklar bréfaskriftir milli sýslu-
manns og héraðslæknis, sem leit-
aði ásjár hjá landlækni, en hann á-
kvað hálfa greiðslu fyrir læknis'-
verk við það sem tíðkaðist í Dan-
mörku. Sennilega hafa þó orðið
Hálfdánarheimtur á þessu hjá lækn
inum, enda var þá fátækt mikil í
Eyjum og gjaldþol því lítið. Hér
Páll V. G. Kolka.
skal til gamans birt upphaf af
bréfi Davidsens til landlæknis í ís-
lenzkri þýðingu og gefur það hug-
mynd um þann stíl, sem hafður var á
bréfum til háttsettra embættis-
manna á þeim tímum:
„Velborni herra jústitsráð, land
læknir dr. Thorstensen.
Með hinu innilegasta og hjart-
anlegasta þakklæti fyrir heiðr-
að bréf Yðar velborinheita, mér
svo ástúðlegt og hliðhollt frá 30.
desember, meðtekið hinn 9. febr-
úar, ásamt yðar velvilja og fús-
leika í því að veita mér upplýs-
ingar og leiðbeiningar í því, sem
viðkemur embætti mínu, og enn-
fremur þær velmeintu óskir,
sem þér berið í brjósti mér til
láns og lukku í embætti mínu nú
og framvegis, tek ég pennann
mér í hönd til þess að votta Yð-
ar velborinheitum mitt virðing-
arfyllsta þakklæti og leyfi mér
nú að notfæra mér þennan yð-
ar velvilja og gæzku o. s. frv.“
Árið 1847 sendi danska stjórnin
lækni til að rannsaka ginklofann í
Vestmannaeyjum og heilbrigðis-
mál landsins yfirleitt. Það var dr.
P. A. Schleisner, sem ferðaðist hér
víða um landið og ritaði síðan
merkilega bók um heilbrigðisástand
ið hér. Samkvæmt tillögum hans
var sett á stofn fæðingarstofnun í
Vestmannaeyjum og var hún til
húsa í Garðinum: þangað var ráð-
in ljósrhóðir, sem lært hafði í
Kaupmannahöfn, Sólveig Pálsdótt-
ir, en dóttursonur hennar var
Matthías Einarsson, læknir. Fyrsta
barnið, sem fæddist þar og hélt
lífi, var Soffía Andersdóttir, síðar
húsfreyja á Hóli, móðir síra Jes A.
Gíslasonar og þeirra systkina. Dr.
Schleisner áleit, að ginklofinn staf-
aði af einhverskonar smitefni, sem
væri í lundaholunum og bærist í föt
ungbarna, en þau voru breidd til
þerris á grjótgarða og þök torf-
bæjar, eins og lundaræksnin, sem
voru þurrkuð þar til eldsneytis.
Þetta var mjög skarpleg ályktun,
því að ginklofasóttkveikjan lifir í
feitri mold, en bakteríur voru þá
engar þekktar. Auk þess tók dr.
Schleisner upp naflaolíu, sem um-
búðirnar við naflasárið voru bleytt
ar i, en hún er sótthreinsandi. Hall-
dór læknir Gunlaugsson notaði í
þessu skyni bórsýruduft og tók ég
það eftir honum, en ginklofasótt-
kveikjan þolir ekki sýru. Víst er
um það, að þegar dró úr ungbarna-
dauðanum, þótt einstök ginklofatil-
felli kæmu fyrir, og sá ég tvö eða
þrjú þau ár, sem ég var í Eyjum.
Sólveig Ijósmóðir og maður henn-
ar, Matthías Markússon, seldu
sængurkonum á fæðingarstofnun-
inni fæði og umhirðingu og voru
þrír mismunandi taxtar. Fullt fæði
var tevatn með sykri, hafrasúpa
með sykri, vatnsgrautur, fiskur,
mjólk og smúrt brauð með keti
eða osti, og kostaði þetta ásamt
þvotti og umönnun einn ríkis-
bankadal. Flestum hefur verið .um
of að greiða þann kostnað og því
var hægt að fá vist þar fyrir fjög-
ur ríkismörk, ef ekki þurfti að
hirða líka um barnið, en ennfrem-
ur gátu konur legið þarna fyrir að-
eins tvö ríkismörk á dag, ef þær
lögðu sér sjálfar til fæði annað en
hafrasúpu og heitt vatn. Eldiviður,
sápa, ljósmeti og umönnun fylgdi
með í kaupunum. Einn ríkisdalur
var sex ríkismörk, en hvert marlc
16 skildingar eða 32 aurar, en auð-
vitað var verðgildi peninga annað
þá en nú, sjálfsagt allt að því tvö-
hundaðfalt.
Fyrst eftir að Fæðingarstofnun-
in tók til starfa, var vist þar ókeyp-
is, en eftir að hún fluttist í húsið
Landlyst, sem stjórnin mun hafa
lagt henni til, átti sveitarsjóður
Vestmannaeyja að standa straum
af henni, og var árlegur kostnaður
áætlaður 500 ríkisdalir. Þetta hefur
verið þungur baggi, enda var fólks-
fjöldinn um miðja síðustu öld ekki
nema um 400 manns, en við það
bættust um 250 vertíðarmenn á
vetrum og hefur þá víða verið
þröngt í húsum. Niðurstaðan varð
sú, að Fæðingarstofnunin var lítið
notuð eftir að hreppurinn lók við
henni, og segir Davidsen héraðs-
læknir í bréfi frá 6/4 1853, að kostn
aðurinn hræði fólk frá að nota
hana, og vilji því sýslumaðurinn
taka hana til íbúðar handa sjálfum
sér, enda íór svo. 1858 kærði David-
sen undan þessu til heilbrigðisráðs-
ins í Kaupmannahöfn, ennfremur,
að fermingar og hjónavígslur færu
fram án bólusetningarvottorða og
að kaupmaður verzli ólöglega með
lyf. Niðurstaðan varð eftir vitnis-
burði ýmissa, að þessar kærur væru
ástæðulausar og var þeim ekki
sinnt.
Ekki hef ég séð, hvenær Fæðing-
arstofnunin var lögð alveg niður,
en sennilega hefur hún ekki starf-
að lengur en í mesta lagi fimm ár.
Til er úttekt eða skýrsla um áhöld
Frh. á 21. síðu.