Fylkir


Fylkir - 28.01.1966, Qupperneq 2

Fylkir - 28.01.1966, Qupperneq 2
2. FYLKIR Frá liðnum dögum: urheims; en varla munu menn þola ójöfnuð í verzlunarefnum til lengdar, án þess að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér. Úr Vestmannaeyjabréfi 1892 Hinn 7. þ.m. gjörðist hér æði nýstárlegur atburður. Tvö fiski- gufuskip, annað frá Hull hitt frá Grimsby, komu gufandi og ætluðu inn á höfn, og mundu bæði hafa flotið inn, því sjór var í háflóði, en annað fór of norðarlega og stóð á Hörgaeyri. Hitt ætlaði að varast víti hins, en fór sunnan við Leið- ina og stóð fast milli tveggja skerja. Þarna lágu þau heilan sól- arhring, og mundu bæði hafa orð- ið að strandi, hefði sjó brimað eða hvesst á austan. Daginn eftir kl. um 4 em. losnuðu bæði, og var annað skipið, það er sunnar lá, orð- íð býsna lekt og lamað, því það hafði við hverja báru barizt með hliðina við skerið, sem það lá á, og mun nú hafa haldið beint til Skot- lands til aðgjörðar. Fólksflutningar til Vesturheims eru héðan í ár með mesta móti. Um 30 eru þegar farnir eða fara síðar í sumar, flestir til Utah, nokkrir til Canada, og fleiri langar að komazt. Ættingjar og vinir vestra fýsa menn að koma, og hjálpa mörgum drjúgt með far- gjald, bæði láns og gefins; er ekki ólíklegt, að þessi vesturfara straum ur héðan haldi áfram framvegis. Menn eru óánægðir með hagi sína hér, ætla allt svo dýrðlegt og æski- legt vestan hafs, og fýsir til vina og vandamanna í hinu veðursæla Gósenlandi, hinni víðáttumiklu hvilft í Klettafjöllunum, sem kennd er við Saltvatnið mikla. Af verzluninni er varla annað en illt að segja, afarlágt verð á innl. vörum en afarhátt á útlendri nauð- synjavöru, og svo bætist þar við, að mönnum virðist rúgurinn lítil- fjörlegur og kjarnasmár, og mjöl- 'ið eigi sem bezt (sumt t.d. bland- að maísmjöli). Af landi hefur verzl un verið sótt hingað með minnsta móti. Mönnum finnst eigi til um að verzla, þar sem engin verzlun- arkeppni er, þegar þeir eiga ann- ars kosti. Aftur hefur Bryde haft allfjöruga verzlun og mikil vöru- skipti austur í Vík, hefur sent þangað skip fimm sinnum, með meira og minna af vörum í hvert skipti. Verðlag hér er þannig hingað til: Saltfiskur skippund - 160 kg. nr. 1 á 32 kr., nr. 2 á 22 kr., langa 27 kr., smáfiskur 30 kr., ýsa 28 kr., hrogn 8 kr., sundmagi 0,40, harðfiskur nr. 1 65 kr., nr. 2 á 50 kr., lambskinn 0,50, hrálýsi 1,50 kúturinn, soðlýsi 1 kr., rúgur tunnan 24 kr. mjöl 200 pd. með sekk 27 kr. bankabygg tunnan 31 kr., kaffi 1,05, kandís 0,36, melis 0,35 og kaffispillir 0,40 - 0,50. Nú er J.P.T. Bryde orðinn hér einn um hituna. Þrír aðalverzlun- arstaðar eru hér, Garðaverzlun sem J.P.T. Bryde á, Juliushaabsverzlun, er yngri Bryde hefur fengið að gjöf frá föður sínum, og Godthaabs- verzlun, sem Bryde nú stjórnar samkv. þinglesinni umboðsskrá frá eigandanum N.H. Thomsen, sem nú er orðinn smjör og ostasali í Höfn. Segir mönnum þungt hugur um þessa þrenningu, og hvetur frem- ur en letur hina óánægðari til Vest- Pöntunarfélag hefur verið hér nokkur ár, undir forystu Gísla kaupmanns Stefánssonar og hafa hinir efnaðri notað það að mun, og sætt þar miklu betri kostum en kaupm. geta boðið, enda er það eðlilegt, þar sem fastir kaupm. hafa miklu meiri kostnað við að reka verzlun sína og lána vörur út. Saltlaust var hér í búðum um lok marzmánaðar. Ungi Bryde keypti salt vestan frá Dýrafirði (400 tunnur) sem loks kom hingað 20. maí. Var þá verðið fært upp í 5,50 úr 4,75 fyrir tunnuna, og við það stendur enn. Þykir þetta kenna einokunar, og telja sumir það með syndaregistri etazráðsins. H. G. Búsáhöld Mikið úrval af nýjum og skemmtilegum búsáhöldum. Þvottagrindur í baðherbergi. Straubretti, ermabretti. Mikið úrval af plastvörum. Málaðir barnadiskar og mál. Ný gerð af hitakönnum. Úrval af kökudiskum. Matar og kaffistell - stakir bollar og diskar Eldhúsvogir - Borðplattar. Matardiskar — Bitakassar Alltaf eitthvað nýtt - lítið inn og GERIÐ GÓÐ KAUP. Búsáhaldadeild V erzlun Guðjóns Scheving Skólavegi 1. Náttúrugripasafnið... Framhald af 1. síðu. upplýsinga erlendis frá. Dvaldi Friðrik Jesson nokkurn tíma sum- arið 1964 í Kaupmannahöfn en þó aðallega í Bergen til að kynna sér þetta mál. Safnið í Bergen, sem er mjög nýlegt og er ekki einasta stærsta safn á Norðurlöndum, held ur talið einna fullkomnasta safn lifandi fiska, sem til er og for- stjóri þess, Rollefsen, talinn einn allra færasti maður í sinni grein. Dvaldi Fr. J. hjá honum nokkurn tíma og fékk hjá honum upplýsing ar í sambandi við uppbyggingu og rekstur fyrirhugaðs safns okkar, þegar til kemur. Taldi hann, eftir að hafa fengið upplýsingar um að- stöðu hér í Eyjum, ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt væri að koma upp slíku safni í Vestmanna- eyjum. Hefur hann ætíð síðan að Fr. J. dvaldi hjá honum mjög góð- fúslega veitt allar upplýsingar, sem um hefur verið beðið. Til að fyrir- byggja misskilning skal ég taka það fram í sambandi við hina frægu rúðu, sem sprakk í fiskabúr inu inn í Magna h.f. að hún var ekki sett í eftir fyrirmælum Roll- efsens, heldur var styrkleiki henn- ar reiknaður út af aðila í Reykja- vík, sem taldi að gler af þeirri þykkt, sem þar var um að ræða myndi duga, en sem bara reyndist ekki rétt; það sýndi sig í þessu til- felli eins og oft áður að of mikill sparnaður borgar sig sjaldnast. Eg hefi að undanförnu skoðað fiskasöfn erlendis eftir því, sem ég hefi haft aðstöðu til. Er þar um að ræða söfnin í París, Bergen og Washington. Ber safnið í Bergen alveg af hinum söfnunum tveim- ur, enda mun það vera eins og áð- ur er sagt eitt stærsta safn lifandi fiska, sem til er. Er það alveg áberandi hvað slík söfn eru meira sótt en önnur söfn, jafnvel þó fræg séu, og ekki ein- asta af ferðamönnum heldur ekki síður af unglingum og borgarbúum almennt. Enda mjög eðlilegt þar sem mun lifrænna er að skoða þau, en önnur söfn yfirleitt. Vona ég því að vel takist til með þetta safn hér og að bæjarbúar þurfi ekki að sjá eftir þeim fjármunum, sem til þess hefur verið varið. Vil ég að lokum geta þess, að innrétt- ingu húsnæðis fyrir safnið og ann- ar undirbúningur er það langt kom ið að vonir standa til að hægt verði að opna það almenningi til sýnis þegar líða fer á veturinn. Gúðlaugur Gíslason. Orgel óskast til kaups. Vinsamlega hringið í síma 1167.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.