Fylkir


Fylkir - 25.02.1966, Síða 4

Fylkir - 25.02.1966, Síða 4
----------------------------- Neðan frá sjó. v__________ ________J Gæftir: VeSráttan er ennþá við það sama, sami austan- og norð- austan þræsingurinn dag eftir dag. Aldrei almennilegt sjóveður, nema þá helzt á grunnslóðina, en þar er ekki beln að fá. Margur var nú að vona, að það myndi breyta til með Góu, en sú raunin virðist ekki ætla að verða á. Línubátarnir: Hjá þeim er í raun inni gæftaleysi, þar sem þeir kom- ast aldrei á þá staði, þar sem helzt er fiskvon. Sannleikurinn er sá, að hefðu verið sæmilegar gæftir, þá væri búið að kroppa upp þó dá- lítið. Fjórir línubátar eru komnir með alveg um 100 tonn ,eru það Björg, Skálaberg, Júlía og Sæbjörg. Botnvarpan: Þar er veðrátt- an, sem fer með það. Alltaf rok hérna austur um. Þó er bátur og bátur að fá sæmilegt og þá helzt yfir daginn. Leó var inni um helg- ina með um 25 tonn af góðri ýsu. Aflahæstu bátarnir á trollinu eru Lundi, og Leó, með liðlega 60 tonn, og næst eru Eyjaberg og Hafrún með um 50 tonn. Netin: Þar er alveg dautt, eins og er. Enginn þorskur hefur gengið með loðnunni. Ufsinn, sem spilaði svo stóran þátt í netaveiðinni í fyrra, sést nú ekki. Loðnan: Óhemjuveiði hefur verið hjá loðnubátunum og það svo að takmarka varð að nokkru það, er hver bátur mátti koma með að landi; hver smuga orðin full, a. m. k. hjá annarri verksmiðjunni. Held- ur hefúr dregið úr aflanum núna seinustu dagana, en það stafar ekki af minna magni í sjónum, heldur er loðnan styggari og stendur dýpra. Verksmiðjurnar höfðu í dag tekið á móti 219 þús. tunnum, en heild- ar loðnuaflinn á vertíð í fyrra var 96 þús tunnur. Af þessu má bezt marka að alldeilis fjörkippur hefur komið í þessar veiðar. Aflinn: Það er þá ekki alveg sömu sögu að segja um bolfiskveið- arnar. Þann 15. febrúar voru komn ar á land hér 1585 lestir, en í fyrra 3383. Það munar með öðrum orð- um yfir 50% á aflamagninu, hvað það er minna í ár. Munar þarna að sjálfsögðu mest um ufsann. Fiskimjölsverksmiðjan h. f.: Þró- in stóra hjá Fiskimjölsverksmiðj- unni er nú um það bil að komast í fulla notkun J gær var tekin í notkun við þróna afkastamikill lyftari, og með tilkomu hans verð- ur hægt að fullnýta þrærnar og auðvelda á allan hátt að koma í þær síld eða loðnu. Er þróarbygg- ing þessi í held mikið mannvirki, og þarft. Skrif stof a SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í VINNSLUSTÖÐVARHÚSINU cr opin alla virka daga fró kl. 5 — 7. Þakka öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug með heimsókn- um, gjöfum og skeytum á 85 ára afmælisdaginn, 4. febrúar. Guð blessi ykkur öll. Magnús Magnússon. ENSKIR HERRAFRAKKAR Ný sending. Dríf andi h. f. Sími 1128. Framhald af 1. síðu. Skv. upplýsingum bifreiðarstjóra, sem annast vatnsflutninga um bæ- inn, kemur of oft fyrir, að pantað sé vatn, þar sem nokkrar vatns- birgðir eru fyrir hendi. Það eru því vinsamleg tilmæli meðan núver- andi ástand rikir, að fólk reyni að sjá svo um, að þeir, sem verzt eru settir fái fyrst úrlausn. Jóhann FriSfinnsson. TAUNUS 17 M V-394 Upplýsingar í síma 2009 eftir kl. 7 á kvölin. RULLUKRAGAPEYSUR — 3 litir —. Gott verð — kr. 395,00 og 495. GÓÐAR VÖRUR! GOTT VERÐ! Markaðurinn Sími 1491 DÚKKUFÖT á TRESSY, LINDU Þef+a er skyrtan. Markaðurinn Sími 1491. og BARBIE verð kr. 50,00 — 85,00 — 115,00 og 195,00. Björn Guðmundss. Sími 2273 KVENHÚFURNAR Maraeftirsourðu teknar udd á mánudaa. SKEMMAN Sími 2080 Þjóðkirkjan: Messað n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar prédikar. Betel: Samkoma á sunnudaginn kl. 4,30. Barnasamkoma kl. 1. Aðventkirkjan: Sjómannasam- koma í kvöld (25. febr.) kl. 8,30. Sjómenn og vertíðarfólk sérstak- lega velkomið. Jarðarför: Útför Oddgeirs heitins Kristjánssonar fer fram á morgun frá Landakirkju og hefst kl. 2 e. h. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun kosta og sjá um útförina í þakklæt- is- og virðingarskyni við hinn látna Útvarpað verður frá athöfninni á 212 metra bylgjulengd, 1412 kílórið um. Afmæli: Engilbert Jónasson, Bárustíg 9 verður 60 ára 28. febr. n. k. Kristján Sigfússon, Urðavegi 43, verður 85 ára, 26. febr. n. k. Blaðið óskar afmælisbörnunum heilla. Hjónaefni: Nýlega hafa opinber- að' trúlofun sína Hulda Þorsteins- dóttir, Skólavegi 29 Ingvi Guðna- son, vélvirki, Víðimel 50, Reykja- vík. Til sölu! q Glæsileg einbýlishús við Bröttu götu og Helgafellsbraut. Einstakt tækifæri fyrir þá, sem vilja eignast góða og varanlega eign. Of langt mál er að lýsa eignun- um í stuttri auglýsingu, en allar upplýsingar veittar fúslega. BRAGI BJÖRNSSON lögfræðiskrifstofa Vestmannabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. filmur beztar. KULDAJAKKAR fjórar gerðir frá 870 kr. Alföt h, f. Sími 1816.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.