Fylkir


Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 3
FYLKI R 3. I l i í | j i I i / Framhald af 2. síðu. ir þátttöku og undirtektir æskunn- ar. Því verður varla með orðum lýst, hve vel æskulýðurinn tók þessari nýbreytni. Sannast sagna, þá var heimilið meira en yfirfullt. Og í sumum flokkanna svo margt, eins og t. d. í ljósmyndaflokknum, að Á sunnudögum frá kl. 15—19 var öllu æskufólki hér gefinn kostur á að vera í heimilinu á áður tilgreind um tíma við þau störf, er hverjum og einum þótti henta. Einnig var á laugardagskvöldum opið frá kl. 8—11 að kvöldi. Hér gat fólk dansað, spilað og teflt. Að vísu var krafizt af þátttakend um prúðmannlegrar framkomu og algjörrar reglusemi. Tóbak og vín að sjálfsögðu algerlega útrækt. Þrátt fyrir mjög góðar undirtekt ir við opnun Tómstundaheimilis- ins að Breiðabliki, varð raunin sú, að heimilið náði aðeins til þeirra unglinga og barna, sem sízt hefðu þurft á heilbrigðri tómstundaiðju að halda. Við náðum ekki til þess hluta æskufólks, sem gatan hafði kallað til ^sín. Börnin og unglingarnir, er heim- ilið sóttu voru að langmestum hluta þau börn, sem heimilin sjálf höfðu tök á. Það voru börn frá heimilum, sem gefa sér tíma til að sinna börn um sínum, en vildu með skilningi á tilgangi og þörf fyrir slíkt heim- ili, sýna börnum sínum, hvað hægt væri að gera utan heimilisins í holl um tómstundum. Mörgum af þessum börnum og unglingum var síðan, hafi það ekki verið áður, sköpuð skilyrði til sömu tómstundaiðana heima fyrir. Þetta leiddi svo til þess, að börn- in og unglingarnir fundu sjálf sig á heimilum sínum og töldu sig ekki nú, fremur en áður, þurfa að sækja út fyrir það, sem heimili þeirra og við urðum að hafa allt að 15 í flokki, sem er ýkjulaust helmingi of mikið.Þannig voru skráðir með- limir í þennan flokk 52 talsins, en heildartala skráðra þátttakenda var 216 á fyrstu tveim kvöldun- um. Skipting milli flokka var sem hér greinir: skóli bauð þeim upp á. Þrátt fyrir, að ég fullyrði, að leiðbeinendur voru mjög hæfir til sinna verka og lögðu sig fram um að gera sitt bezta þá varð raunin sú hér eins og um allt land, að þátt takendum fór fækkandi. Hér kepptu ef til vill of margir um perlur heimilanna. Um börnin sjálf. Úrslitin urðu að mínum dómi mjög æskileg. Heimilin sigruðu. Hver sem er má lá mér þessa skoðun. 0 Sannfæring mín er sú, að við eigum að stuðla að því, að hvert heimi.li geri beinlínis skyldu sína gagnvart æskunni, með því að gefa fjöreggi okkra, æskunni, tækifæri til heilbrigðra samskipta við fjöl- skylduna, föður, móður og systkini í fjölskyldulífinu sjálfu. Okkar á- byrgð gagnvart útiveru unglinga stendur miklu fremur nær því, að gefa unglingunum sem eru á aldr- inum 12—16 ára, kost á því að læra að meta góðar bækur, leiksýningar og tónlist, samhliða því að við kunn um fullkomlega að virða rétt þessa fólks til samkomuhalds, er það sjálft skipuleggur og ræður. Með því að láta æskunni í té tækifæri til að skemmta sér að eig- in dómgreind, þá verður takmarki flestra foreldra náð. Það er, að æsk- an, sem á óspillta fortíð og for- eldra, skemmti sér án þeirra utan aðkomandi afla, er svo margir ótt- ast. Hvað skal þá gert? Við eigum að ljúka því verki, sem þegar er á góðum vegi að ná heilt í höfn. Við eigum að búa svo í haginn að öllum okkar menningar félögum sé sköpuð aðstaða til að á- stunda, án afsakana fyrir húsnæðis- skorti, þau áhugamál, er þeim hverju og einu er í blóð borið. Við eigum að ljúka við byggingu þess félagsheimilis, er leyst getur þennan vanda. 28. apríl 1962 flutti ég tillögu um það í bæjarstjórn, að hlutazt yrði til um það, að bærinn athugaði möguleika á því að festa kaup á hús næði fyrir hin ýmsu menningarfé- lög þessa bæjar. Það, sem fyrir mér vakti þá var að bæjarfélagið keypti húsbyggingu I. O. G. T. við Heiðarveg. Nú hefur sá draumur rætzt og vantar aðeins herslumuninn að heimilið sé tekið til starfa. Þar get um við einnig rækt hluta af skyld- um okkar við sjómannastéttina. Þar hlýtur að rísa myndarlegt at- hvarf sjómanna, er sækja okkur heim á hinum ýmsu tímum ársins Þar á að reisa sjómannaheimili, er ávallt sé opið öllum þeim, sem þangað óska að hverfa, hvort held- ur til tómstundaiðkana, lesturs eða skrifta eða þá til heilsusamlegra baða, svo nokkuð sé nefnt. Það er ekki og verður aldrei vanzalaust fyrir okkur Vestmanna eyinga að búa ekki betur að að- komusjómönnum þeim, er hingað sækja, en raun er á. í þessu húsi má einnig hlúa að kórum, tónlistarfélaginu, leikflokk um og öðrum þeim, er leggja vilja grundvöll að því sem okkur skort- ir. Hvað skortir okkur? Okkur vantar eindreginn vilja til að sinna því, sem við sjálf get- um að mörkum lagt. Okkur skort- ir óhlutlægt mat á eigin getu. Á eigin samstilltan vilja til að meta að verðleikum það, sem við sjálf bjóðum hvert öðru að vera, sjá og heyra. Með samstilltum vilja til að hlúa að þeim menningarfélögum, sem við hér eigum, munum við ná enn lengra en flest okkar kann að gruna. Bezt verður að þessum félögum búið með því að ljúka nú strax byggingunni við Heiðarveg, sem upphaflega var reist að þessu marki. Með því að ljúkja fram- kvæmdum og innréttingu hússins skapast aðstaða til hverskyns tóm- stundastarfs barna og unglinga á efstu hæð. í salnum á miðhæð skapast möguleikar til leiksýninga og tón- leikahalds. Þar má einnig efna til unglingadansleikja eftir þörfum. Æskilegt væri að byggður yrði nýr inngangur í salinn og teldi ég eðli- legt, að sá inngangur yrði gerður frá Faxastíg beint inn í salinn með tilheyrandi salernum og fata- geymslu. í kjallara hússins var upphaflega ráðgert að hafa gufubaðstofu, en það mundi sérstaklega henta sem hluti af sjómannastofu. Framkvæmd ir þessar eru nú það vel á rekspöl komnar, að varla mun langur tími líða, þar til æskileg lausn þessara mála er fengin. Hvers vegna var starfrækslu Tómstundaheimilisins hætt? Þegar hafinn var undirbúningur að stofnun sjómannaskóla hér, varð húsnæðið að Breiðabliki fyrir val- inu. Flestir voru þá sammála um, að Tómstundaheimilið yrði að víkja fyrir skólanum, enda var þá þeg- ar hafinn undirbúningur að því, að bæjarsjóður yfirtæki húseign I. O. G. T. við Heiðarveg. Auk þess hafði þátttakendum Tómstundaheimilis- ins fækkað mjög frá því fyrir þrem árum, þegar heimilið tók til starfa, en þess væntu flestir, að þetta yrði til að flýta fyrir innréttingu á mynd arlegu félagsheimili. Kostnaðurinn. Vegna áðurnefndrar fyrirspurn- ar um reskturskostnað Tómstunda- heimilisins að Breiðabliki er sjálf- sagt að upplýsa það og skal þá vitn að til reikninga bæjarsjóðs árin 1960—1962. Áríð 1960 var áætlað á fjárhagsá- ætlun kr. 100.000,00 til Tómstunda- heimilisins. Til reksturs heimilisins var varið sem hér segir: Framhald á 4. síðu. Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvd. Fimmtud. Föstud. Laugard. 3—6 8—10 8—10 8—10 8—10 8—10 5—7 Frjálst Ljósm. Föndur Ljósm. Föndur Ljósm. Föndur Bast og tág Skák Bast Leiklist Bast Skák Verkl. sjóv. Kvikm. Gítar Þjóðdans Skeljas. 8—10 Frjálst. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG 0 0 2 2 X 0 2 X 0 ^ Húsgagna- og gólfteppaverzlun 1 Marinós Gnðmundssonnr 0 2 Brimhólabraut 1. — Sími 1200. Hvíldarstólar. Opið til kl. 10 í kvöld KOMBI — STAR kannast margir við fyrir gæði og þægindi — en — SWING — STAR er nafnið á nýja norsjka hvíldarstólnum. Hann á engan sinn líkann. Báðar gerðir fyrirliggjandi. — Margir litir. KOMIÐ, — SKOÐIÐ, — SAI^NFÆIST. — ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT 3 X 0 5 X 0 S X 0 X 0 3 X 0 t X rn r n HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.