Fylkir


Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 4

Fylkir - 13.05.1966, Blaðsíða 4
4. FYLKIR Framhald a£ 4. síðu Til leiðbeinenda kr. 18,900,00 Húsaleiga, ljós, hiti — 46.000,00 Lagfæringar — 36.000,00 Ýmisl. áhöld o. fl. — 21.822,91 Samtals kr. 122.722,91 Árið 1961 var einnig áætlað til Tómstundaheimilisins 100 þús. kr. Ráðstafað var þá til rekstur heim ilisins kr. 104.327,00. Árið 1962 voru áætlaðar kr. 100 þús. kr. Það ár varð reksturskostnaður- inn kr. 129.204,00. Mestur hluti þessa fjár fór í húsa leigu, ljós, ræstingu og hita, auk greiðslu til leiðbeinenda. Allar eignir, sem heimilið eign- aðist eru enn til taks, s. s. ljós- myndatæki og hafa alla tíð verið í geymslu að Breiðabliki, en munu að sjálfsögðu verða sett upp í fé- lagsheimilinu að Heiðarvegi. Reikningar þeir, sem hér hefur verið vitnað til, standa að sjálf- sögðu öllum opnir til frekari athug unar, ef óskað er. Það er þá um leið rétt að upp- lýsa, að það litla starf, er ég lagði af mörkum ,við rekstur félagsheim- ilisins var allt unnið í sjálfboðaliðs vinnu og þá að sjálfsögðu án þess, að nokkur greiðsla kæmi þar fyrir. Aðdragandi og undirbúningur þessa máls er orðinn æði langur, og liggja til þess ýms rök. Lengstan tíma tók þó að ná samningum við eigendur hússins, þ. e. I. O. G. T., og mjög hefur skort á mannafla til hinna verklegu framkvæmda. En gaspuryrði ímyndaðra áhuga manna í kosningahita og atkvæða- smölun, eru ekki til þess fallin að ljá málinu lið. Hvar hafið þið verið „áhuga- menn“ og „skriffinnar" að ekki hafi til ykkar heyrzt? Hvar kom fram ykkar aðstoð við málið? Hvar voru þá ykkar tillögur til úrbóta? Sigfús J. Johnsen. Er óhróðurinn um Veslmannaeyjar úf á við skipulagður af Framsóknarflokknum Athygli hefur vakið um land allt að eitt vikublaðanna í Reykjavík, Ný Vikutíðindi, hafa hundelt þetta byggðarlag með allskonar óhróðri um menn og málefni. Fer ekki á milli mála, að margt sem þar hefur verið sagt, hlýtur að vera komið frá aðila, eða aðiljum hér heima í héraði þó ótrúlegt sé. Hafa þar meðal anars verið rifjaðar upp ára- tuga gamlar Gróu-sögur, sem rit- stjórn blaðsins hefur ábyggilega aldrei áður heyrt eða haft hugboð um. Einnig hafa þar birtst nær sam dægurs fregnir af tillögum, sem fulltrúi Framsóknarflokksins hef- ur flutt í bæjarstjórn. Jóhann Friðfinnsson benti rétti- lega á það fyrir nokkru, að tillaga sem Sigurgeir Kristjánsson flutti á bæjarstjórnarfundi síðdegis á þriðjudegi var birt orðrétt í Nýj- um Vikutíðindum næsta föstudag, og er þó vitað að blaðið er prentað ýmist á miðviku- eða fimmtudegi, þannig að minnsta kosti í það skiptið hefur fulltrúi Framsóknar orðið að hafa snar handtök að koma tillögu sinni á framfæri við blaðið Engum öðrum gat þar verið til að dreyfa, nema þá varafulltrúi sama flokks, sem var eini áheyrandinn, sem mætti á þessum fundi. Svipað má segja um fleiri ó- hróðurskrif þessa blaðs um menn og málefni hér, að ekki verður ann að séð en að Framsóknarflokkurinn hafi legið mikið á að koma þeim á framfæri þar. Enginn mun vera í vafa um að hinar svokölluðu Mafiu-greinar eru eftir einn af fyrverandi forystu- mönnum Framsóknar hér. Einnig hafa tillögur Sigurgeirs Kristjáns- sonar verið birtar þar, jafnt og skrif Þ. Þ. V. og Jóhanns Björns- sonar. Ber þar allt að sama brunni, að engum nema forystuliði Framsókn- ar hér er til að dreyfa um þessi óhróðursskrif Nýrra Vikutíðinda um Vestmannaeyinga. En hvað vakir fyrir þeim með þessu. Það er eðlilega spurning, sem margir hafa verið að velta fyrir sér. Auðvitað er það gert til þess að reyna að ná sér niðri á pólitízkum andstæðingum sínum. En hversvegna að vera að hlaupa með í vikublað í Reykjavík? Hversvegna ekki að birta það í þeirra eigin blaði hér? Á því mun einnig vera skýring. Þeim hefur sennilega sjálfum fund ist þetta of mikill sóðaskapur til þess að þeir teldu sér það hag- kvæmt pólitískt séð að birta það þar. Það skal játað, að Framsóknar- menn hafa alveg skorið sig úr í þessu sambandi. Önnur blöð hafa látið sér nægja að birta ádeilur sínar og ágreining í sínum eigin blöðum hér í Eyjum. Hlýtur það líka að teljast hinn eini rétti vett- vangur í þeim efnum. Framsóknarmenn vara sig ekki á Framhald á 5. síðu. EYVERJAR efna til tveggja utan- landsferða í sumar, e( næg þátt- taka fæst, - öllum helmll þátttaka 10 daga Noregsferð, * ferðín hefsfr 4. júlí. * flogið ufan og heim, * ferðin kostar 8.600 krónur. Flogið til Oslo, ekið til Geilo — Voss — Gud- vangen — siglt til Sogndals - ekið til Leik- anger - Balestrand - Olden - Loen - Grotti Geiranger og Andalsnes - flogið heim frá Oslo. - - * 5 landa sýn, * 22 daga ferð, * ferðin hefst þann 12. ágúst1, * flogið utan og heim, * ferðin kostar 15.950 krónur. Flogið til Gautaborgar — ekið til Trelle- borg — með ferju til Trawemunde - ekið til Amsterdam — Koblenz - Interlaken — Mun' chen - Kassel - Hamborgar - Kaupmanna- hafnar - flogið heim frá Gautaborg. Vanir fararstjórar verða með í báðum ferð- unum. Allar upplýsingar gefnar í Skóverzlun Axels 0. Lárussonar, Sími 1826.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.