Fylkir


Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 3

Fylkir - 24.06.1966, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 ) OF SCANDINAVIA Undirstaða hins ytra útlits er réttur innri fatnaður. Veítið yður þá öruggu tilfinningu, sem ný- týrku innri klæðnaður skapar. — Notið teygjubuxur, ef þér eruð ekki meðal þeirra fjölmörgu, sem velja teygjubuxur um fram allt annað, en gætið þess, að þær séu með löngum skálmum. í hinu fjölbreytta úrvali frá KANTER’S getið þér valið um teygjubuxur hvort held- ur er úr Spandex eða gúmmíþræði. BH 808, á myndinni, er úr vönduðustu gcrð af nælonblúndu, með „foam“ stuðn- ingi að neðan, fellur vel að og er mjúkur og þægilegur. Biðjið um KANTER’S — og þér fáið það bezta. jþróilaspiall 17. júní: Á föstudaginn var, 17. júní, kom lið 1. flokks Knattspyrnufélags Vals úr Reykjavík og lék við 1. fl. ÍBV. Einnig var keppt í víðavangs- hlaupi og 80 m. hlaupi, en þátttaka var fremur treg. Það voru 4. og 5. flokks drengir úr Þór, sem sigruðu í báðum hlaupunum. Leikur Vals og ÍBV hófst um kl. 4,30 og var veður hið bezta. í fyrri hálfleik tókst okkar mönnum að skora 2 mörk gegn engu. Þeir Bjarni Baldursson og Unnar Guð- mundsson voru þar að verki. í síð- ari hálfleik komu Alexander, Magn ús Axelsson og Ágúst Karlsson inn á í stað Atla, Ólafs Kristjánssonar og Marteins. í síðari hálfleik skor- aði svo Valur sitt eina mark, en ÍBV, þ. e. a. s. Bjarni og Bragi, skoraði 2 mörk. ÍBV liðið átti ó- sköpin öll af tækifærum, sem ekki tókst að nota og hefðu strákarnir átt skilið að skora fleiri mörk. íslandsmót III. flokks. Laugardaginn 18. júní kom lið ÍA til að keppa við III. flokk ÍBV. Leikurinn fró fram á malarvellin- um í Löngulág, og var frekar þóf- kenndur, en svolítið rofaði til í síð- ari hálfleik. — Á 15. mínútu skor- ar Geir Sigurlásson fyrsta mark leiksins, og var það fallegt mark. Síðan leið fyrri hálfleikurinn stór- tíðindalaust, og var því staðan í leikhléi 1:0. Á 10. mínútu síðari hálfleiks dæmir dómarinn, Helgi Sigurlásson, vítaspyrnu á ÍBV, og fannst mér það furðulegur dómur. ÍA skoraði örugglega úr spyrnunni og var þá staðan 1:1. — En þegar um það bil 15 mínútur eru til leiksloka, breyt- ist staðan í 2:1 ÍBV í vil, og var það hálfgert sjálfsmark. 5 mín. síð- ar skorar svo Geir 3:1 og mínútu síðar bætir Tómas Pálsson svo við fallegu, og jafnframt fjórða marki ÍBV. Þannig endaði leikurinn með öruggum sigri ÍBV. Dómari var eins og fyrr segir, Helgi Sigurlásson, og dæmdi hann vel. Frjálsíþróttamót. Dagana 15. og 16. júní s. 1. var háð frjálsíþróttamót á vegum Týs, á malarvellinum. Þátttaka var nokk uð góð, þrátt fyrir fremur óhag- stætt keppnisveður. Keppnin hófst kl. 8 á fimmtudagskvöld. Úrslitin fyrra kvöldið urðu þessi: 100 m. hlaup: Unnar Guðmundsson, T., 12,5 sek. Heiðar Árnarson, Þ. 12,9 sek. Ágúst Karlsson, Þ., 13,0 sek. 400 m hlaup: Ágúst Karlsson, Þ., 62,3 sek. Jón Þórárinsson, T. 62,7 sek. Friðfinnur Finnbogason, Þ., 63,2 sek Hástökk: Magnús Bjarnason, Þ., 1,60 m. Friðfinnur Finnbogason, Þ., 1,50 m. Heiðar Árnason, Þ., 1,50 m. Langstökk: Heiðar Árnason, Þ., 5,79 m. Jóhann W. Stefánsson, T., 5,66 m. Friðfinnur Finnbogason, Þ. 5,40 m. Kúluvarp: Adolf Óskarsson, T., 10,97 m. Magnús Bjarnason, Þ., 10,39 m. Eiríkur Guðnason, T., 9,85 m. Spjótkast: Adolf Óskarsson, T., 50,05 m. Ólafur Óskarsson, T., 42,26 m. Friðfinnur Finnbogason, Þ., 40,00 m Þannig lyktaði sem sagt fyrri degi keppninnar og hafði Þór. þá hlotið 37 stig, en Týr 29 stig. SEINNI DAGUR. 200 m. hlaup: Agnar Angantýsson, T., 25,0 sek. Unnar Guðmundsson, T., 25,0 sek. Guðmundur Sigfússon, T., 26,6 sek. 800 m. hlaup: Friðf. Finnbogason, Þ., 2:39,3 mín. Jón Þórarinsson, T., 2:41,5 mín. Örn Óskarsson, T., 2:45,4 mín. Stangarstökk: Hallgrímur Júlíusson, T. 2,76 m. Magnús Bjarnason, Þ., 2,51 m. Haraldur Júlíusson, T., 2,51 m. Þrístökk: Friðfinnur Finnbogason, Þ., 12,00 m Heiðar Árnason, Þ., 11,82 m. Agnar Angantýsson, T., 11,62 m. Kringlukast: Agnar Angantýsson, T., 37,19 m. Ólafur Óskarsson, T., 31,46 m. Heiðar Árnason, Þ., 26,77 m. Sleggjukast: Ólafur Sigurðsson, Þ., 30,50 m. Sigurður Jónsson, T., 28,25 m. Adolf Óskarsson, T., 21,88 m. Heildarúrslit mótsins urðu því þessi: Týr 68 stig, Þór 63 stig. — Veitt voru verðlaun, en Magnús Bjarnason hlaut 17. júní-birkarinn fyrir árangur sinn í hástökki. II. deild. í gærkveldi (fimmtudag 23. júní) léku í Hafnarfirði Haukar og ÍBV. og var leikurinn liður í II. deildar- keppninni. Leiknum lauk með sigri Hauka 5-1. í hálfleik var staðan 1-0 ÍBV. í vil. Bolti. Tapazf hefur græn nælon drengjaúlpa, — 17. júní. — Finnandi hringi í síma 1943 eða láti vita á Kirkjubæjar- braut 19.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.