Fylkir


Fylkir - 28.10.1966, Síða 4

Fylkir - 28.10.1966, Síða 4
Hjartanlega þakka ég öllum mínum góðu vinum og vandamönnum, sem glöddum mig með heimsóknum, gjöfum og skeitum á 70 ára afmæli mínu 21. október síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll af ríkdómi náðar sinnar. Nikólína Halldórsdóttir Scheving, Vilborgarstöðum Þó seint sé sendi ég ættingjum mínum, vinum og vandamönnum hjartans þakkir fyrir góðar og miklar gjafir á 80 ára afmæli mínu hinn 19. júlí s. 1. — Einnig þakka ég forstöðukonu Elliheimilis- ins, sem tók á móti gestum mínum. Beztu kveðjur og blessunaróskir til ykkar allra. Júlíana Sigurðardóttir. Alúðar þakkir fyxár auðsýnda samúð og vináttu við frá- fall og jarðarför RAKELAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Miðbæ Jón R. Guðjónsson — Bylgja Tryggvadóttir Björn Guðmundsson — Tryggvi Guðmundsson HUGLEIÐINGAR UM SAMGÖNGUMÁL / N Neðan frá sjó. v_________ ________) Veðráttan: Nú er vetur í bæ. Ekki er nú hægt að segja annað, en að vetur heilsi vel, norðankul og hæg- viðri. Var að vísu vel hvass á norð an um helgina, en lægði á mánu- dag og síðan blíða og sjólaust. Er þess að vænta að þessi vetur verði okkur hagstæður, bæði um afla- brögð og tíðarfar. Afiabrögð: Botnvörpubátarnir hafa flesta dagana getað verið úti, en hafa því miður ekki haft erindi, sem erfiði því að afli hefur alveg verið sáratregur, má segja að alveg sé dauður sjór. Aflinn hefur verið þetta 1-2 tonn eftir daginn og jafn vel þaðan af minna. Er það ekki álitlegt. Hin góða tíð gerir þó það að verkum að dálítill afli skrapast upp hjá þeim, sem aðsætnir eru og sitja um hverja stund t.d. er Emil Andersen á Júlíu búin að fá um 40 tonn það sem af er þessum mán- uði. Höfnin: Goðafoss var hér á þriðju daginn og lestaði talsvert magn af sjávarafurðum, síld, flatfisk, hum- ar, þorskflök og skreið, alls um 400 tonn. Danskt skip var hér í vikunni og losaði steypustyrktar- járn og timbur. Hafði verið timbur laust um nokkurn tíma og var margur orðin langeygður eftir timbri. Hafnarframkvæmdir: Lokið er nú viðgerð á norður- hafnargarðinum, hefur verkið gengið vel eftir atvik- um. Þá er byrjað á að að vinna að undirbúningi að áframhaldandi „römmun” járnþils í Friðarhafnar- bryggjunni. Er þar mikið verk framunan og óvíst með öllu hve- nær því verður lokið, þar dagur styttist óðum og allra veðra von á þessum árstíma. Full þörf væri þó á því að klára það mikið af verk- inu að þessi hluti bryggjunnar kæm ist í gagnið fyrir mesta annatíma vertíðarinnar. Síldin. Ekki sést bi-anda af síld hér sunnanlands ennþá. Um þetta leyti í fyrra fóru þó bátarnir að byrja að fá hana austur í bugtum. Hinsvegar komu hér á þriðjudag- inn af Austurlandsmiðum Gjafar með 1500 tunnur og Ófeigur III. með um 400 tunnur. Síld þessi fór öll í vinnslu í frystihúsunum og var yfirborðið af henni flakað og fryst. Frystihúsin hafa nú orðið síldarflökunarvélar og með tilkomu þeirra er auðveldara um nýtingu síldarinnar til vinnslu og gera hana í vissum skilningi verðmæt- ari vöru. Aflasölur erlendis. Sl. þriðjudag seldi í Grimsby, Sæunn, tæp 30 tonn af fiski fyrir 3950 sterlings- pund. Er þetta alveg ljómandi sala. Sæunn er, svo sem fyrr hefur ver- Framhald af 1. síðu. og hér, er því ekki fjarstæða að hefjast handa um athuganir á þeim. Gæti ég áætlað að skipið SR N6 hentaði hér, en það flytur 35 far- þega eða 3 tonn og er talið taka 7 mínútur að ferma og afferma það, það gengur 40 hnúta í 1,5 til 2 m. öldum, en mikið meira á sléttum sjó, það hefur eldsneyti fyrir 370 km. vegalengd, minnka mætti elds- neytisgeyma fyrir 50 km. vega- lengd og við það auka burðarþol og rými. Tel ég að skipið gæti þá flutt þrjá bíla og áhafnir þeirra á 15 til 30 mínútum til lands, þann- ig að maður gæti farið héðan að morgni, á bíl sínum og ekið til Reykjavíkur, sinnt þar sínum erind um, og verið komin heim með bíl sinn að kvöldi, eða jafnvel fyrr. Tveggja manna áhöfn mun vera á skipinu. Skipið mun kosta 14,2 milljónir og um tvær milljónir í vai’ahluti. Sést á þessu að kaupverð ið er ekki óyfirstíganlegur þrándur Þáttur ríkisins: Vestmannaeyingar borga sín gjöld til nýbygginga og viðhalds ið getið í blaðinu, bátur, er Sigurð ur Gunnarsson, skipstjóri, og fleiri hafa nýlega keypt hingað. Þá seldi ísleifur III- á miðvikudaginn rúm- lega 16 tonn fyrir 1842 pund. Er það einnig mjög góð sala. — M/b Leó hefur að undanförnu verið að fiska „fyrir siglingu" og er nýlagð- ur af stað áleiðis til Englands. Bj. Guðm. vega á landinu og eiga því heimt- ingu á að þeim sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum landsmönn- um. Ríkið lætur leggja vegi og byggja dýrar brýr fram í afskekkta dali, fyrir einn eða fáa sveitabæi. Það leggur milljónir í vegi til að stytta samgönguleiðir fyrir fámenn byggðarlög, t.d. Múlaveg og Stráka göng. Það lætur moka snjó af veg- um, fyrir geysilegar upphæðir, til að halda vegum opnum, þó ekki sé nema í fáa daga eða jafnvel nokkrar klukkustundir, skiptir þá ekki máli þó fyrir sé góður flug- völlur svo sem á Akureyri. Skipa- útgerð ríkisins er rekinn með millj- óna tapi. Allt er þetta þjónusta við fólkið og ekki nema gott eitt um það að segja. En þjónusta þessi á að koma jafnt niður á þá lands- menn, sem eiga við samgönguerfið- leika að etja, hvort heldur á sjó eða landi, tel ég að Vestmannaeyja kaupstaður sé þarna mjög afskipt- ur, þó að hann sé einn með stærstu kaupstöðum landsins og leggi drjúg an skilding til þjóðarbúskapsins. Þegar á þetta er litið, tel ég það sanngirniskröfu að ríkið standi straum af útgjöldum við væntan- legar samgöngubætur þessa byggð- ai-lags. Ef loftpúðaskip væri lausn á vandamálinu, bæri ríkinu að bera kostnað af því og gæti það þá fallið undir Ríkisskip. Þáttur bæjarins: Óþarft tel ég að fá hingað lánað loftpúðaskip til reynslu, ekkert er þó á móti því, heldur láta þrjá til fimm valda menn fara út, þeir skoðuðu skipin, hefðu tal af fram- Messað kl. 2 n. k. sunnudag. Séra Jóhann Hlíðar messar. Betel. Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 4. Spilakvöld. Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna hófust í gærkvöldi. Aðsókn var all- góð, og er áætlað að halda spila- kvöldunum áfram. Verður spilað í litla salnum n. k. fimmtudagskvöld, en áætlað er að dansað verði í stóra salnum á eft- ir. Það skal tekið fram, að allir eru velkomnir til þátttöku í spila- kvöldunum. Dansskóli. Dansskóli Heiðars Ástvaldsson- ar er nú með námskeið í bænum. Það ber að fagna því, að þetta er nú orðinn hvað árlegur viðburður, að damsnámskeið séu haldin, hin- um eldri og yngri til yndis og á- nægju. leiðendum, fengju að reyna þau við svipaðar aðstæður og hér eru, einnig hefðu þeir tal af þeim mönn- um sem nú þegar hefðu reynslu af skipunum. Að þessu búnu semdu menn þessir greinargerð og legðu hana fyrir og þá yrði tekin ákvörð- un um hvert stefna skuli. Bærinn ætti að hafa forgöngu um að senda menina, til að skriður kæmist á málið að sjálfsögðu hefði ríkið þar sína fulltrúa. Vöruflutningar aukast stöðugt á landi og er þá meðal annars ekið frá Reykjavík um Norðurland og allt til Austfjarða, virðist þá ekki skipta máli þó flugvellir séu í nánd eða strandferðaskip gangi í hafnir, t. d. Austfirðir og Egilsstaðar. Álít ég að rekstur loftpúðaskips gæti borið sig fjárhagslega þó flutnings- gjöldum væri stillt í hóf. Að sjálf- sögðu þyrftu að rísa vöruskemm- ur við endastöðvar, en sennilega ekki önnur mannvirki, þannig að skipið hefði alltaf nægan flutning allt árið um kring. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja um hvort loftpúða- skipin eru lausnin á málinu, en ef ekki fer fram athugun á því, er það hreint sinnuleysi. Vestmannaeyjar hafa upp á margt og mikið að bjóða, meðal annars mikla náttúrufegurð og blómlegt athafnalíf. Samgöngurnar og vatnsmálið hafa verið hér vanda mál. Annað vandamálið er að leys- ast því ekki að snúa sér af einurð að hinu. Gúðm. Gúðmundsson. yf irlögregluþ j ónn

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.