Fylkir


Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 6

Fylkir - 17.03.1967, Blaðsíða 6
r~ --------x Neðan frá sjó. v_________ ________) Veðráttan: Herra minn trúr, kom irin miður marz og aldrei almenni- legt sjóveður. Ef til vill 3 eða 4 sjó veðursdagar sðan um áramót. Ja, þvílík ótíð. í stóru landlegunni í febrúar var ég að býsnast yfir ó- tíðinni við einn veðurglöggan Eyja skeggja. Hann svaraði því til, að „hann“ myndi ekki lagast fyrr held ur en um páska. Eg taldi þetta fjar stæðu, en viðræðumaður minn þá ætlar að reynast sannspár. En von- andi lagast þá vel um páskana og leggst í blíðu. Netin: Nær allir línubátarnir eru nú búnir að skipta yfir á net, ein- staka yfir á troll. Afli í netin hef- ur verið sáratregur, varla nokkur fengið róður seinustu viku. Sumir segja, að það sé að þorna upp fyr- ir hrotuna. Slíkt kom stundum fyr- ir hér áður fyrr og vonandi á eftir að koma hrota nú, þó það hafi nú ekki komið fyrir seinustu árin. Bát arnir eru með netin bæði austan og vestan Eyja, en sama aflatregðan beggja vegna. Botnvarpan: Lítið hefur fengizt í trollið í vikunni, enda aldrei næði, og hafi verið útskot þá hafa aðrir en veðurguðirnar komið til og gert lífið súrt. Helzt er aflavon hjá trollbátunum austur með söndum, og þaðan kom Guðjón frá Landa- mótum í gær með liðlega 20 tonn. Löngum drjúgur karl sá. Aflamagnið: Afli kominn á land núna, 15. þ. m. var 5910 tonn, en sama mánaðardag í fyrra 5505 tonn. Er hér nokkur vinningur frá fyrra ári og má teljast gott eins og tíðin hefur verið. Seinasta hálfan mánuðinn var aflinn 3205 tonn, en var í fyrra sama hálfa mánuðinn 2687 tonn. Hér fara á eftir þeir bátar er hafa yfir 150 tonn (miðvikudags- kvöld, talið í tonnum): Sæbjörg 275 — lína og net. Andvari 257 — net og troll. Stígandi 220 — net og lína. Leó 211 — lína og net. Sveinn Sveinbjörnsson 176 net. Hilmir II 175 — net. Kap 174 — lína og net. Júlía 158 — lína og net. Guðjón Sigurðsson 158 lína og net Öðlingur 157 — lína og net. Sæunn 156 — net. Björg 155 — riet. Nýjar uppgötvanir: Allaf eru menn að hugleiða eitt og annað er miðar að því að gera störfin við sjávarútveginn auðveldari og um leið ódýrari. Ólafur Sigurðsson frá Skuld, sá fengsæli formaður um margra ára skeið, er með á prjón- unum tilraunir með gervibeitu á línu. Er þarna um mjög athyglis- Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður og afa, STEFÁNS ÓLAFSSONAR. Jón Stefánsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Ágústína Jónsdóttir, Hermann Jónsson, Gunnar Jónsson. i Vísfl dflgsins. Hann Garðar er þannig gerður að ganga um hlutina í kring. En assgoti erfitt það verður ■ að ýta honum Karli inn á þing. 1 Pálmasunnudagur — Krisf-niboðsdagur. Framhald af 3. síðu. arauður og þjóðarsómi. Og sú reynsla og þekking, sem þeir öðl- ast og miðla okkur af, þegar þeir eru heima, auðgar íslenzka kristni og eykur almennan skilning á þeirri samábyrgð, sem við berum á velferð annarra manna og þá ekki sízt þeirra, sem eru án fagnaðarer- indis kristinnar trúar. Það er þess vegna sérstök ástæða til að vekja athygli bæjarbúa á komu Gísla Arnkelssonar kristni- boða, um næstu helgi, en hann mun dvelja hér vikutíma og halda samkomur og sýna skuggamyndir frá starfi íslenzka kristniboðsins í Konsó. S. B. verða tilraun að ræða, allir þekkja erfiðleikana á að fá línuna beitta og öllum, er til þekkja er ljós sá mikli kostnaður sem því er sam- fara að gera út á línu eins og nú er. Þarf ekki getum að því að leiða, hvílíkt hagræði væri að, ef alltaf væri hægt að nota sömu beituna og leggja línuna jafnharð- an í sjóinn og hún væri dregin. Þá heyrði ég getið um það í gær, að Sigurður Óskarsson frá Hvassa- felli væri búinn að „finna upp“ vél, er „skæri af“ netum. Eg hef ekki haft tækifæri til þess að sjá þessa vél vinna, en þeir sem séð hafa líst mjög vel á. Er það sann- arlega fagnaðarefni er menn taka sig fram um að verða samtíð sinni að liði með því að vinna verk, er auðvelda störfin og gera þau arð- bærari. Bj. Guðm. I 999 I I B ■ 3 j Er Erlendur í Dalsmynni 1 eini bóndinn á landinu, J sem er krati? jj ORÐSENDING frá Minningarsjóði Elliheimilis Vestmannaeyja Sjóður þessi var stofnaður hinn 18. nóv. 1948, til minningar um frú Mörtu Jónsdóttur frá Baldurs- haga. Stofnendur voru börn henn- ar og tengdabörn. Hlutverk sjóðs- ins er að styrkja vistfólk Elliheimil isins þegar sérstaklega stendur á, og hefur það notið slíkrar aðstoðar í vissum tilfellum. Sjóðurinn hefur haft nokkrar tekjur af sölu minningarspjalda, auk gjafa, sem honum hafa borizt, aðallega frá gestum Elliheimilisins, er hér öllum þeim gefendum færð- ar alúðar þakkir. En nauðsyn er á eflingu sjóðsins svo að hann geti betur gegnt því hlutverki, sem honum var ætlað. Ekki er að efa, að margir munu vilja styrkja vistfólk Elliheimilisins og til að auðvelda slíkt verða minn ingarspjöld sjóðsins eftirleiðis til sölu í skrifstofu Sveins Guðmunds sonar, Strandvegi 42 (Gefjunarhús) sem góðfúslega varð við þeim til- mælum sjóðstjórnar að annast þessa þjónustu. Einnig má snúa sér til hans heima í síma 1115. Auk þess verða minningarspjöld- in áfram til sölu í Elliheimilinu Skálholti. Þar er einnig tekið á móti gjöfum og áheitum til sjóðs- ins. Góðir bæjarbúar, sameinumst öll um að rétta vistfólki Elliheim- ilisins hjálparhönd. Óskum ykkur árs og friðar. Orðsendingu þessa eru öll bæjar- blöðin vinsamlegast beðin að birta. Stjórn Minningarsjóðs Elli- heimilisins Skálholts. Landakirkja: Messa n. k. sunnudag kl. 2. Gísli Arnkelsson, kristniboði, prédikar. Messur um páskana: Skírdag kl. 5, sr. Jóhann Hlíðar. Föstudaginn langa kl. 2, sr. Þorst. L. Jónsson. Páskadag kl. 8 árdegis, sr. Jóhann Hlíðar og kl. 2 eh. sr. Þorst. L. Jónsson. Annan páskadag kl. 2, sr. Jóhann Hlíðar. Kaffisala. Eins og venja er til verður kaffi sala í húsi K. F. U. M. og K. á Pálmasunnudag. Hefst hún kl. 3, og stendur til 11,30 e. h. Allur ágóði rennur til kristniboðs. Barna og unglinga- skemmtun Faxa. Almenn barnaskemmtun verður í Samkomuhúsinu næstkomandi laugardag og hefst hún kl. 3 e. h. Skátafélagið Faxi gengst fyrir skemmtun þessari og munu skátar annast skemmtiatriði. Er vel að skátar hefji aftur þessa starfsemi sína, en hún hefur legið niðri und anfarin ár. Hér áður var barna- skemmtun skáta mesta tilhlökkun- arefni barna og unglinga og er von andi að svo verði áfram. Aðgangseyrir er kr. 30,00. Herbergi lil leigu Gott herbergi til leigu. Uppl. í síma 2052. óskar bæjarbúum gleðilegra páska. Auglýsing í FYLKI nær auga lesandans.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.