Fylkir


Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 1
19. árgangur. Vestmannaeyjum, 5. maí 1967. 15. tölublað Mðtgogii ð)OH5HBOR» flokksiiyg ■ 'n : •• LIFSKJORIN HAFA ALDREI VERIÐ BETRI Það er staðreynd, sem ekki verð- ur á móti mælt, að á því tímabili, sem viðreisnarstjórnin hefur setið við völd, hafa lífskjör landsmanna batnað mjög verulega frá því, sem áður var. Það er sama, hvert leitað er, sama sagan er alls staðar, fólk getur veitt sér miklu meira en það gat áður fyrr. Andstæðingar núverandi stjórn- ar eru að vísu ekki á sama máli, og reyna að slá ryki í augu fólks, þrátt fyrir staðreyndir, sem ekki verður á móti mælt á neinn hátt. Þær tekjur, sem telja má raun- verulegar ráðstöfunartekjur verka- manna, iðnaðarmanna og sjómanna sem eru fjölmennustu atvinnustétt- ir landsins, voru árið 1966 að með- altali 47% hærri en árið 1959, þeg- ar vinstri stjórnin gafst upp og viðreisnarstjórnin tók við taumun- um. Árið 1959 voru ráðstöfunartekj- ur þessara atvinnustétta að meðal- tali kr. 135.608,00, en árið 1966 komnar upp í tæpar 200.000,00 kr. Er þá miðað við vísitölu á neyzlu- vöru, þannig að hækkunin er raun- hæf. Af þessu sést, að árlega hafa ráðstöfunartekjur hækkað um 5,7% að jafnaði. Aðrar stéttir hafa svip- aða sögu að segja, hjá þeim hefur hækkunin orðið í svipuðu hlutfalli Sérstaklega hefur verið leitazt við að rétta hlut þeirra lægst laun- uðu. Voru til dæmis árið 1961 sett lög um launajöfnuð karla og Glssileðt happdroetti í landshappdrætfi Sjálfstæðisflokksins eru fimm Evrópubílar. — Dregið verður 23. maí. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins er nýlega liafiö. Því cr ætlað að afla fjár til flokksstarfseminnar í sambandi við kosn- ingarnar til Alþingis hinn 11. júní n. k. Hvert kjördæmisráð fær þann afrakstur, til umráða i viðkomandi kjördæmi, sem þar fell- ur til. Vinningar eru fimm Evrópubílar að verðmæti samtals kr. 1.100.000,00. Happdrættismiðar liafa nú þegar verið sendir velunnurum flokksins hér í bæ. Eru það vinsamleg tilmæli til þeirra aðila og annarra stuðningsmanna, að þeir taki þessu happdrætti vel og efli með því starf Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu á örlagaríku kosningaári. Umboð fyrir happdrættið verður á skrifstofu flokksins í Samkomuhúsinu. — Getur fólk snúið sér þangað til nánari npp- Iýsinga. kvenna og er nú fullum launajöfn- uði náð. Einnig hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að koma fram ráðstöf unum til að létta efnalitlum fjöl- skyldum að eignast eigin íbúðir. Hefur það verið gert með mikilli hækkun á íbúðalánum og sérstök- um aukalánum til þeirra sem efna- litlir eru. Fyrir utan það, sem hér hefur verið greint, og kemur berlega fram í vísitöluútreikningum, eru einnig önnur atriði, sem að vísu koma ekki fram með slíkum út- reikningi, en hafa engu að síður átt mikinn þátt í að bæta lífskjör almennings. Má þar til nefna, að allt stjórn- artímabilið hefur verið næg at- vinna víðást hvar á landinu handa öllum landsmönnum, meira að segja hefur verið skortur á vinnu- afli og orðið að leita á náðir ann- arra þjóða með það. Vegna afnáms á innflutningshöft- um hefur vöruúrval orðið meira, og það komið í stað skorts og svarta markaðsbrasks, en þetta leiðir til þess, að fólk getur betur nýtt tekj- ur sínar. Vegna tollalækkana á ýmsum nauðsynjavörum, sem áður voru flokkaðar undir lúxus, hefur fólk getað veitt sér meira af þeim, og þá ekki um þær hugsað eins og áð- ur var, sem einhvern munað, enda er mikið af þeim vörum sjálfsögð lífsþægindi. Allt ber þetta vott um velmegun hjá þjóðinni og er um leið talandi tákn fyrir þau lífsþægindi, sem við njótum í dag. Ef borið er sam- Framhald af 3. síðu. Vel af sér vikið. Erlendir gestir hafa heimsótt bæinn að undanförnu. Fyrst sjáv- arútvegsmálaráðherra Sovétríkj- anna, A. A. Ishkov og nú fyrir stuttu sendiherrar norðurlandanna ásamt starfsliði norðurlandaráðs og fleiri gestum. Er þessara heimsókna að sjálf- sögðu getið í bæjarblöðunum þar á meðal bæði í Brautinni og Fram- sóknarblaðinu. Skýra þessi blöð bæði frá því, að gestunum hafi ver ið ekið um Eyjuna og sýndar fisk- vinnslustöðvarnar og síðan setið boð bæjarstjórnar, en þess alveg sérstaklega gætt að minnast ekki á að þeim hafi einnig verið sýnt Náttúrugripasafn bæjarins og fiska safnið, sem allir vita þó að hefur vakið sérstaka athygli þeirra gesta ■sem hingað koma bæði innlendra óg erlendra. Hvað veldur þessu skal ósagt lát ið. Allir vita að fulltrúar vinstri flokkanna urðu sér til minnkunari fyrir síðustu bæjarstjórnarkosning ar vegna afstöðu sinnar til upp- byggingar safnsins og tilraunum þeirra til að reyna að koma í veg íyrir að það yrði nokkurntíma að veruleika. En þetta er liðin tíð og hafa þeir nú eftir að þeir tóku við völdum viðurkennt réttmæti safnsins með fjárframlögum á fjárhagsáætlun og annarri fyrirgreiðslu, og notað það óspart til að sýna það gestum, sem hingáð koma. Það verður að teljast vel af sér vikið að þeir skuli nú, eftir allt, sem á undan er gengið ætla að láta sig hafa það, að minnast ekki á safnið í fréttaflutningi af heim- sóknum hingað. Slíkt er-of smátt fyrir menn, sem falin hefúr hefur verið forsjá bæj'- arfélagsins og þá að sjálfsögðu elnnig að gæta heiðurs þess og virðingar útá við ekki síður en :ima fyrir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.