Fylkir


Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 5

Fylkir - 05.05.1967, Blaðsíða 5
F YLKI R 5. Mkun útvsvdro I9Í6 éþirí Samkvæmt bókhaldi bæjarsjóðs námu ógreidd útsvör frá árinu 1966 samtals 8,8 milljónum króna um s.I. áramót, auk 3,8 milljóna í óseldum útsvarsvíxlum, eða alls um 12,5 milljónir króna. Ein af fyrstu ákvörðunum nú- verandi meirihluta bæjarstjórnar var hækkun heildarupphæðar út- svaranna rétt eftir kosningar s. 1. sumar um 88 milljónir króna frá því, sem þau voru endanlega áætl- uð á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyr ir það ár. Mir'iihluti bæjarstjórnar benti á að slík stórfelld hækkun útsvar- anna væri hreint gerræði þar sem séð væri fyrir útgjöldum bæjarins með þeirri útsvarsupphæð, sem í fjárhagsáætluninni væri. Auk þess myndi slík óþarfa hækkun torvelda innheimtu útsvaranna og því ekki koma bæjarsjóði að neinu gagni. Liggur ljóst fyrir að fulltrúar Ejálfstæðisflokksins höfðu rétt fyr- ir „sér. Samkvæmt bókhaldi bæjarsjóðs nam álagning útsvara og aðstöðu- gjalda og innheimtu þeirra, sem hér segir: Álögð útsvör ......... kr. 40.351,200 Álögð aðstöðugjöld kr. 12.452,900 Samtals kr. 52.804,100 Innheimt útsvör og að stöðugjöld ársins 1966 kr. 44.023,000 Óinnheimt 31/12 1966 kr. 8.781,000 Auk þes lágu hjá bæjargjaldkera óseldir útsvarsvíxlar á gamlársdag að upphæð um 3,8 milljónir króna, sem að langmestu leyti voru fyrir útsvör ársins 1966 og er það mun hærri upphæð en áður hefur verið, þannig að raunverulega voru um áramót óinnheimtar um 12,5 millj. króna af útsvörum síðasta árs. Sannar þetta alveg óvéfengjanlega að hækkun útsvaranna var óþörf og kom bæjarfélaginu en engu haldi. Af eftirstöðvum eldri útsvara innheimtust 1,6 milij. króna. Þegar svona ber að, að verulegur hluti útsvaranna (nær þriðji hluti er ó- innheimtur um áramót, skapast verulegt ósamræmi milli útsvars- greiðenda og alveg sérstaklega þeg ar farið er að, eins og gert var nú í ársbyrjun og hefja innheimtu á fyrirframgreiðslu útsvara mun fyrr en áður var og sennilega fyrr en lög leyfa, eða um miðjan janúar. Auðvitað mæðir slíkt fyrst og fremst á verkamönnum og öðrum launþegum sem greiða útsvör sín reglulega af launum sínum jafnóð- um og þeir fá þau greidd. Þau 12 ár sem Sjálfstæðisflokk- urinn réði bæjarmálunum hér í Eyj um hafði han það fyrir reglu að hafa útsvör og aðstöðugjöld ekki hærri en svo, að þau nægðu fyrir rekstrarútgjöldum bæjarsjóðs og þeim framkvæmdum, sem áætlaðar voru, að svo miklu leyti, sem ekki var fyrirfram ákveðið að þær skyldu byggjast á lántökum. Reyndist þetta farsælt fyrir bæj arfélagið, þar sem útsvarsgreið- endur svöruðu því, með því að standa mjög vel í skilum með gjöld sín til bæjarsjóðs, þannig að á und Karlakórinn Fóstbræður kom í heimsókn um síðustu helgi, eins og kunnugt er. Héldu þeir tvær söngskemmtanir í Samkomuhús- inu. Var kvöldskemmtunin vel sótt og hvert sæti skipað í húsinu, en heldur dræmari aðsókn á þá, sem haldin var að deginum til, enda vinna í flestum frystihúsunum og allir bátar á sjó. Söngskrá kórsins var hin fjöl- breyttasta og í nokkuð öðrum dúr, en vant er að vera um karlakóra- söng. Það virðist vera að færast mjög í vöxt, að karlakórar breyti út af sínu spori, sem var orðið harla hefðbundið á tíma, og fái ým is „hjálpartæki” i lið með sér. Má þar til dæmis nefna Karlakórinn Vísi á Siglufirði, sem sprengdi öll fyrri bönd, ef svo má að orði kom- ast. Þetta er skemmtileg tilbreyt- ing, og var hún einnig í fram- kvæmd á þessum samsöngvum, en þó með öllu þyngra og klassiskara sniði en var hjá Siglfirðingunum. Er það að sjálfsögðu á valdi söng- stjóra, hver blær hvílir yfir efnis- skránni og verkefnavalinu. Á þessari söngskemmtun voru meðal annars lög eftir Brahms, og voru þar kvennaraddir með í spil- inu, sem og í fleiri lögum. Lög þessi voru sum hver nokkuð tor- melt, en með fádæma góðum flutn- ingi tókst söngfólkinu að gæða þau lífi og koma þeim til áheyrenda. Það hefur komið í ljós, að Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra, hefur fleira til síns ágætis en stjórn á lands- málum, hann hefur einnig reynzt hinn ágætasti sönglagasmiður, og voru fimm af lögum hans á söng- anförnum 12 árum safnaðist ekki fyrir í ógreiddum útsvörum, nema lítil prósenta af því, sem framtals- nefnd árlega lagði á fyrir vanhöld- um. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn reyndu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1967, að fá gerræði meirihlutans um hækk- un útsvaranna s.l. ár leiðrétt, með því að áætla tekjumegin hluta af útsvarseftirstöðvum frá fyrra ári, og þannig lækka útsvörin nú í ár, en auðvitað fékkst það eltki sam- þykkt, og er því sama gerræðið endurtekið í ár, að leggja mun hærri útsvör á, en nauðsynlegt er. Geta kjósendur af þessu séð, hversu lítið er að marka tal og lof orð Framsóknar og vinstri flokk- anna um skattalækkun, ef þeim verði veitt valdaaðstaða. Vestmannaeyingar þekkja sann- arlega aðra hlið á málinu og hafa hastarlega fengið að reyna svik vinstri flokkanna í þessu sambandi. skrá kórsins. Þess má einnig geta til gamans, að það var Gylfi, sem uppgötvaði lagið Wedding, eða Brúðkaupið, sem var eitt vinsæl- asta dægurlag á sínum tíma, og séra Árelíus Nielsson, sem samdi við það íslenzkan texta. Það eru ekki alltaf einhverjir smákarlar, sem sjá um að koma dægurlögum áleiðis til fólks. Auk fleiri laga, sem kórinn og aðstoðarsöngfólk hans flutti, var eitt lag eftir Oddgeir Kristjánsson, Sjómannasöngur. og var það auð- heyrilega sungið í tilefni heim- sóknarinnar. Kór þessi er skipaður mjög góð- um söngröddum, og ekki skemmdi heldur fyrir söngfólk það, sem hann hefur fengið í lið með sér. En það eru margir hinna beztu söngvara, sem við eigum nú í dag, bæði karlar og konur. Fundizt' hefur PIERPONT kvenúr. Upplýsingar í síma 1663. Tii fermingargjafa: Afsteypur listaverka Verziunin Reynir Bárugötu 5. — Simi 2340 Svefnbekkir. Úrval af svefnbekkjum. Bólstrun Eggerts Sigurlóssonar Aheyrendur kunnu líka vel að meta framlag þessa listafólks, og sönnuðu það með miklu lófaklappi, og varð söngfólkið að syngja mörg aukalög. Voru því og stjórnandan- um Ragnari Björnssyni færðir margir blómvendir að enduðum hljómleikum. Bæjarstjórn hafði boð inni fyr- ir gestina milli skemmtanna og var þeim þar þakkað fyrir hönd Vest- mannaeyinga. Það er áreiðanlegt, að engum hef ur leiðzt á hljómleikum þessum, og eiga Fóstbræður þakkir skildar fyrir framlag sitt til okkar. Megi vegur þeirra verða sem mestur um ókomna framtíð. Bifrelð fil sölu. Volkswagen bifreið, árgerð 1957 í góðu standi, til sölu. — Upplýs- ingar í síma 1173. Heimsókn Fóstbræðra ORÐSENDING frá verkalýðsfélðgunum; Félögin liafa ákveðið, að frá og með laugardeg inum 13. maí n. k. gangi í gildi lielgarfrí verka- fólks yfir sumarniánuðina. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Vestmannaeyjum, 5. maí 1967. Verkalýjðsfélag Vestmannaeyja. Verkakvennafélagið Snót.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.