Fylkir


Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 02.06.1967, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Af kvtrju gafst vinslri sijórnin upp ? Vestmannaeyingar munu ekki aftur láta blekkjast af áróðri vinstri flokkanna. Þcir vit-a að loforðum þeirra er ekki að treysta. Kjósendum í Vestmannaeyjum mun enn í fersku minni áróður vinstri flokkanna og loforð þeirra í sambandi við bæjarstjórnarkosn- ingarnar síðastliðið vor. Þá var ekkert til sparað. Allt, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði gert var á annan veg en þeir töldu að rétt væri. Nýja stefnu átti að taka upp í bæjarmálunum og nýtt framfaratímabil að rísa. Samhliða átti að lækka útsvörin á öllum almenningi með því að láta vinnslustöðvarnar greiða meira en þær höfðu áður gert. í sjálfu sér skal þeim kjósendum ekkert láð, sem létu blekkjast af þessum fag- urgala og áróðri vinstri flokkana. Kosningar eru til þess að kjós- endur geti með atkvæði sínu mark að þá stefnu, sem það telur affar- arsælast fyrir sig. Og það er ekki nema mannlegt að treysta því að flokkar, sem gulli og grænum skógum lofa, í þessu tilfelli meiri framkvæmdum og lægri útsvörum standi við það. Nú er nær ár liðið síðan að bæj- arstjórnarkosningarnar fóru fram og vinstri flokkarnir tóku við for- ystu bæjarmálanna og hafa kjós- endur því þegar öðlast nokkra reynslu í sambandi við loforð þeirra. Spurningin er því fyrir kjós endur hvort reynslan hafi leitt í ljós að loforðum þeirra væri treyst andi. Vel má vera að einhverjir treysti sér til að svara þesari spurningu játandi. En sennilega eru það fáir kjósendur, sem telja sig geta und- ir það tekið. Allir bæjarbúar vita að útsvör hafa verið stórhækkuð alveg að á- stæðulausu og auknar framkvæmd- ir blasa hvergi við. Aðeins verið að basla við að halda áfram þeim framkvæmdum, sem byrjað var á eða undirbúnar höfðu verið. Ná- kvæmlega það sama er að segja um fjármál kaupstaðarins, þar hefur hvergi nærri verið haldið í horf- inu og hinn ópólitízki frelsari bæj armálanna, sem Framsóknarflokk- urinn boðaði að settur myndi verða í sæti bæjarstjóra mætti aldrei, en stöðu bæjarstjóra skipar eins og allir vita venjulega holdi klæddur maður, hápólitízkari en flestir aðr- ir. Að fenginni þessari reynslu og standandi frammi fyrir þeirri stað reynd, að vinstri flokkarnir hafa þegar eftir aðeins tæpt eitt ár, brugðist öllum loforðum, sem þeir gáfu fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar, hljóta kjósendur að hugsa sig vel um áður en þeir greiða atkvæði við kosningarnar nú. Enn koma þessir sömu flokkar fram með nákvæmlega sama áróð- urinn og nákvæmlega sömu loforð- in um lægri skatta til ríkissjóðs og meiri framkvæmdir á hans vegum, en verið hefur. Eðlileg notkun kosningaréttar- ins í lýðfrjálsu landi, er að láta þá flokka, sem staðnir eru að því að bregðast loforðum sínum, finna það við fyrsta tækifæri, að slíkt verður ekki þolað. Til þess hafa kjósendur tækifæri nú við kjörborðið hinn 11. júní. Það, sem á- unnist heíur HÚSNÆÐISMÁL: Alltaf er talsverður húsnæðis- skortur, þótt mikið sé byggt. Á síðustu 6 árum hafa verið byggðar um 10.000 íbúðir. Svarar það til að byggt hafi verið yfir 40-50 þús- und manns. Og er það langt fram yfir fólksfjölgunina. Á tveim síð- ustu árum hafa verið byggðar um 500 íbúðir fram yfir það, sem á- ætlað var. Síðustu 6 árin hefur fjárfesting í íbúðum numið 23% af heildar- fjárfestingu landsmanna. Á viðreisnartímanum hafa lán- veitingar Húsnæðismálastjórnar verið stórauknar. Hámarkslán nú nema kr. 340.000,00 og er þó mik- ið til hægt að fullnægja eftirspurn miðað við það, sem gerðist á vinstri stjórnartímanum, þegar hámarks- lánin voru 100.000,00 á hverja í- búð. Til viðbótar þessu fá meðlimir verkalýðsfélaganna allt að kr. 75.000,00 viðbótarlán hjá Húsnæð- Þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum eftir skipbrot vinstri stjórn arinnar var ófagurt um að litast. Þrátt fyrir met aflaár 1958 miðað við það, sem þá þekktist, höfðu er- lendar skuldasúpur safnast upp og traust landsins út á við fyrirfannst hvergi hvorki í austri né vestri. Ábyrgðarleysi stjórnvalda var svo áberandi að aðrar þjóðir virtu íslendinga naumast viðræðna. ís- lenzkur gjaldmiðill var hvergi skráður, en slíkt er ein mesta smán sem hægt er að gera sjálfstæðri þjóð. Það er táknrænt, að vinstri stjórn- in sprakk endanlega á óðaverð- bólgu, sem aldrei hefur magnast meira en á dögum hennar og því að ekki var samstaða um nein úr- ræði svo notuð séu orð Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, er hann tilkynnti uppgjöfina fyrir aL þjóð. Þá var eitt meðal fálmkenndra ismálastjórn. Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunarinnar, sem er nýleg stofn- un vinnur nú að byggingu 1250 í- búða fyrir láglaunafólk. í sambandi við þessar framkvæmd- ir, sem staðsettar eru í höfuðstað landsins, hlýtur að koma að því að sambærilegar framkvæmdir verði gerðar út um land. TRYGGINGAMÁL: Bætur lífeyristrygginga 1959 voru rúmar 150 miljónir króna: Á þessu ári verða þessar bætur yfir 1000 milljónir króna. Á sama tima og vísitala hefur hækkað um 95% hafa bætur al- mannatrygginga hækkað um mörg hundruð prósent og allt yfir 1000%. Á þessu ári munu greiðslur al- mannatrygginga nema samtals kr. 1500 milljónum. Fjölskyldubætur eru yfirgrips- meiri en nokkru sinni fyrr. Elli og örorkulifeyrir fæst nú þótt menn hafi jafnframt aðrar tekjur. Al- mennur lífeyrir fæst nú, þótt menn fái líka greiðslur úr sérstökum líf- eyrissjóðum. Ekknalífeyrir hefur verið stórlega aukin. Sömuleiðis mæðralaun. Slysa- og sjúkradags- peningar eru nú greiddir í heilt ár í stað hálfs árs áður. Unnið er að stofnun lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. Eru hér aðeins talin fá af þeim velgerðarmálum, sem núverandi ríkisstjórn hefur komið til fram- kvæmda. úrræða stjórnvalda að fara fram á mikla kauplækkun hjá launafólki, smbr. beiðni þeirra til Alþýðusam- bandsþings. Síðasta von þessara ráðviltu manna var að ráðast á garðinn, þar sem hann var lægstur og fór sem fór. Er það nokkur furða þót fyrver- andi vinstri kjósendur hugsi sig um tvisvar áður en þeir kalla aftur yfir sig ráðleysingja og uppgjafar- menn vinstri stjórnarinnar sálugu? Til sölu! íbúð neðri hæðar á Kirkjuvegi 39A Hvamms, 3 herbergi og eldhús í vönduðu og vel staðsettu húsi á rúmgóðri lóð. Á sama stað ýmsir lausamunir til sölu. Hús í smíðum, tilbúið undir tré- verk við Nýjabæjarbraut — 150 fermetrar á hæð, 40 í kjallara. Húseignin Brekastígur 20. Ein- býlishús af steini. Útborgun aðeins kr. 200 þús. Kúseignin Skálanes, Vesturvegur 12 A. Lítið einbýlishús ásamt 2 steinsteyptum útihúsum kjörnum undir bílskúr eða léttan iðnað. Húseignin Vesturvegur 2. Horn hús við Bárugötu. Ein verðmætasta lóð bæjarins. íbúð, 3 herbergi og eldhús á neðri hæð í góðu steinhúsi við Heiðarveg. Margt fleira er á markaðnum: Einbýlishús, íbúðir, bátar, bifreið- ar, veiðarfæra- verzlunar og at- vinnuhúsnæði. Kaupið fyrir kosningar. JÓN HJALTASON, Krl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga ncma laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Sími 1847. - -*■ - * - — *— -- - Loflpressan s, f. Síminn er 2343 Loflpressan s. í.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.