Fylkir


Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 2
2. F Y L K I R Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingast jóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Ei samviDnuhreyfmgin ebhi íslenzht framtoh? Eitt af eftirlætisslagorðum Fram sóknarmanna við þessar kosning- ar var íslenzkt framtak. Þetta hróp uðu þeir út á mannfundum og not- uðu stærsta letur blaða sinna til að útbásúnera. Þegar þetta er athugað nánar vakna hjá manni ýmsar spurning- ar. Hafa Framsóknarmenn virkilega ekki tekið eftir hinu stórkostlega framtaki þjóðarinnar, sem blasir við öllum íslendingum í dag? Er það meiningin, að t.d. hið mikla stórveldi, Samband íslenzkra samvinnufélaga sé ekki íslenzkt framtak? Á að telja manni trú um það eft- ir allan dýrðarljómann um þessi hagsmunasamtök fólksins að Sam- bandið sé leppur fyrir erlendan auðhring? Auðvitað ætti Helgi Bergs, sem stjórnar fínustu deild SÍS, hag- ræðingardeildinni, að fara nær um þetta. En finnst ykkur ekki þetta hljóma kynlega miðað við meira en hálfrar aldar starf Samvinnu- hreyfingarinnar? Þeir, sem fylgst hafa með málum vita, að fylgi Framsóknarflokksins á undanförnum áratugum hefur fyrst og fremst byggst á aðstöðu Sambandsins og fjármálaveldi þess. Þetta fékk SÍS dyggilega borgað, því meðan Framsóknarflokkurinn var við völd, var veldi SÍS mest og svo mikið er lagt upp úr að haldá þessu saman að- H. B., sem er titlaður framkvæmdastjóri hjá SÍS, er jafnframt ritari Framsókn- arflolcksins. (Gegnir sama embætti í sínum flokki og Krútsjoff í sínum — 17. júní — Á morgun, hinn 17. júní, halda íslendingar þjóðhátíðardag sinn í 23. sinn. Það hefur margt breytzt á þessum tíma og færzt í betra horf en áður var. Tæknin hefur hafið innreið sína í þjóðfélagið í æ ríkara mæli, og snertir nú orðið flesta þætti þjóðlífsins að ein- hverju leyti. Lífskjör manna hafa batnað verulega, og þeir ekki marg ir, ef þá nokkrir, sem þurfa að líða skort á íslandi í dag. Ekki er hægt að segja, að aðrar þjóðir hafi sömu sögu að segja, þó að þeirra sjálfstæði hafi varað lengur en ís- lendinga. Því var spáð, þegar lýst var yf- ir sjálfstæði landsins, fyrir 23 árum að lýðveldi þetta myndi ekki lengi standa. Fámenn eyþjóð norður í höfum hefði ekki bolmagn til að standa undir lýðveldisstofnun efna hagslega séð. Þetta hefur þó tekizt, og verður vonandi um alla framtíð að íslendingar muni sjálfir geta átt við sín mál, en þurfi ekki að selja þau í hendur annarra. Að vísu hafa ýmsir erfiðleikar verið fylgjandi sjálfstæðinu, en ekki slíkir, að þá hafi ekki mátt yfirstíga. í rauninni hefur tvenns konar uppbygging átt sér stað í landinu. Bæði við að byggja upp þjóðfélagið séð frá alm. sjónarm. og einnig hafa menn þurft að byggja upp eigin heimili með því Auk þess má segja, að alger forðum daga, eins og einn forustu maður Framsóknarflokksins sagði við mig, að vísu í léttum dúr, fyrir nokkru síðan). Það hlýtur að vera Samvinnu- mönnum mikið áfall eftir meira en 50 ára strit að einn af framkvæmda stjórum SÍS skuli svo ákaft hrópa eftir íslenzku framtaki. Það skyldi þó aldrei vera til skýring á þessu? Það skyldi þó ekki vera að hag- ræðingadeild SÍS hafi verið búin að uppgötva, að ef Sambandið fengi ekki á ný þá aðstöðu, sem það hafði öll valdaár Framsóknar, færi að halla undan fæti. Kosningaúrslitin sýndu að Sunn- lendingar létu ekki blekkjast. Hvergi á landinu hefur íslenzkt framtak til sveita- og sjávarsíðu risið hærra. Þeir áttu því ekki samleið með H. B. eins og búið var að spá. Þetta er Framsóknarflokknum geysilegt áfall, þar sem unnið var að því leynt og Ijóst, að H. B. tæki formannsstöðu flokksins, að Ey- steini frágengnum. iðnbylting hafi átt sér stað á þessu tímabili, og mjög ör framþróun ým issa mála, sem hefur gerbreytt lífi manna úr kyrrstæðu bændaþjóð- félagi yfir í nútímaþjóð á heims- mælikvarða, með öðrum viðhorfum en áður tíðkuðust. Það, sem hefur tekið langan tíma hjá öðrum þjóðum að framkvæma, hefur verið gert í svo að segja einni svipan á íslandi. Þáð má lengi um það deila, hvort svo ör framþróun mála hafi holl áhrif á þjóðina, og eru nærtæk dæmi um hin nýstofnuðu Afríkuríki, sem allt í einu hefur átt að gerbreyta frá því, sem áður var. Þar hefur ver- ið farið einum of geyst að hlut- unum, og því farið, sem farið hef- ur. Þar hafa menn alls ekki ver- ið undir það búnir að breyta svo gersamlega um lifnaðarhætti, og gert hefur verið, og af þeim sök- um ýmislegt farið úrskeiðis, svo sem kunnugt er af fréttum. Það, sem mest áherzla er lögð á nú í dag, er að mennta sem bezt þær þjóðir, sem nýlega hafa feng- ið sjálfstæði, eða eru í þann veg- inn að öðlazt það. Mönnum er að skiljast æ betur, hvert gildi mennt- unin hefur í dag, og hversu óhjá- kvæmilegt er að afla sér hennar. Þetta var nokkuð, sem íslending- ar komu auga á, og eru alltaf að sjá betur og betur, enda er það einn stærsti þátturinn í velmegun þjóðarinnar, hve góða aðstöðu ís- lendingar hafa til menntunar. Af þessum sökum hefur það ekki haft nein teljandi neikvæð áhrif, þótt þróunin hafi orðið með skjótum hætti á íslandi, þar sem segja má, að nokkuð góður undirbúningur hafi verið fyrir hana. En því verður ekki á móti mælt, að ísland er í dag í hópi mestu velmegunarþjóða heimsins, og á vonandi eftir að verða það áfram. Landið er ríkt af auðlindum, að vísu' ekki sams konar og aðrar þjóðir eiga, t.d. kol, olíu eða málma en engu að síður auðlindir, sem ekki eru minna virði, svo sem fall- vötnin og jarðhitann, að ógleymd- um auðlindum hafsins. Öll þessi náttúruauðæfi er okkur skylt að nýta sem bezt, og láta einskis ó- freistað til að ná eins góðum ár- angri og unnt er í þeim sökum. Megi dagurinn á morgun verða til þess að minna okkur á það, sem áunnizt hefur og einnig fá okkur til að líta fram á við og líta það, sem ógert er og verður verkefni framtíðarinnar, bæði þessarar kyn- slóðar og hinna, sem við taka. Megi 17. júní um ókomna fram- tíð verða hátíðlegur haldinn í sama tilefni og hann var í byrjun, og hefur verið um rúmlega tveggja áratuga skeið, til að minna okkur á, að við erum frjáls og fullvalda þjóð. Kveðja vertíðarmanns Flytjið þið öldur nú fley mitt um dröfn, fylgið því vindar í hamingju höfn blessaða gola svo blíðust um geim, ó blástu svo ég siglt geti heim. Vermandi geislar um vanga svo létt í vindblænum strjúki, sem meyjarhönd nett blíðust og fegurst ó blessaða stund ó brostu til mín íslenzka hrund. Held ég nú burt það er heimabyggð min, sem hefur kallað á mig og seitt mig heim til sín. |Með virðing ég kveð þig nú verstöðin mín vermi þig ársólin heitust er skín, brosið til mín er ég bruna um mar ó brosið þið til mín, Vestmannaeyjar. Tileinkað öllu því góða fólki, sem byggir Vestmannaeyjar, svo og starfsfólki ísfélags Vestmannaeyja. Þakka samstarfið. AÐALBJÖRN ÚLFARSSON frá Vattarnesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi. } J. F.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.