Fylkir


Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 16.06.1967, Blaðsíða 3
FYLKI R 3 j \ Sundlaugin verður opin fyrir baðgesti á þessum tímum: Kl. 8—9 almennur tími. KI. 2—4 stúlkur. KI. 4—5 konur. Kl. 5—7 drengir. Kl. 8—10 almennur tími. Sunnudögum kl. 9—12, almennur tími. Almennir tímar eru miðaðir við 13 óra og eldri. Á mónudögum verður laugin lokuð. SUNDLAUGARNEFND. Vinsældir TAUSCHER sokkanna eru stöðugt að aukast. Fylgist með fjöldanum og notið TAUSCHER sokka. Atvinna! Stúlka óskast til afleysinga 2 daga í viku. HAFNARBÚÐIN — sími 1770. Béfagreiðslur Vegna sumarleyfa hefst útborgun bóta fyrir júní- mánuð, mánudaginn 19. júní n.k. kl. 11. Útborgun fjöl- skyldubóta hefst fimmtudaginn 22. júní og lýkur 27. júní. Greiðslur bóta fyrir júlí hefjast föstudaginn 28. júlí. Umboð almannatrygginga Vestmannaeyjum. Kjósendur votti. framhald af 1. síðu. var dauft hljóðið í Eysteini í sjón- varpinu, þegar talningu var end- anlega lokið, og sýnt var að Fram- sóknarflokkurinn hafði tapað fylgi, en ekki bætt við sig, eins og var þó almennt haldið í þeim herbúðum fyrir kosningarnar. Það sýnir bezt að frægðarsól Framsóknar er nú á niðurleið, þótt hún hafi skinið nokkuð skært um tíma, enda er sú yfirleitt sagan um afturhaldsflokka, að þeir eiga ekki upp á pallborðið hjá fólki. Og einna verstu útreiðina fékk hann í Suðurlandskjördæmi, þar sem það kom fram, sem búið var að spá, að Helgi Bergs náð: ekkí kjöri. Þetta var mikið áfall fynr Framsóknarflokkinn, en ekki nema það, sem við mátti búast. Fram- sóknarflokkunna hefur rénandi vinsældir á tíuðurlandi, ekki sízt í Vestmannaeviurr.. Persónulegt fylgi Karls Guðjóns- sonar olli aukningu atkvæða hjá Alþýðubandalaginu, fremur en það að menn hafi kosið það fyrir mál- staðinn. Er alls óvíst, að kosning- in hefði farið á þann veg, hefði einhver annar skipað fyrsta sæti listans. íbúð óskast Ung, barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 1 til 2ja herbergja í- búð nú þegar. Upplýsingar í síma 1477. Barnavagn með tözku til sölu að Strembugötu 16. Bifreið til sölu. Bifreiðin V-218 er til sölu. Upplýsingar í síma 1378. Alþýðuflokkurinn náði nokkurri fylgisaukningu um landið, nema í Suðurlandskjördæmi, þar sem fylg ið minnkaði. Mun það stafa af ó- heppilegu vali í efsta sæti listans, ásamt því, að menn hafa takmark- að álit á Alþýðuflokknum, að minnsta kosti í Vestmannaeyjum. í Suðurlandskjördæmi getur Sjálfstæðisflokkurinn hrósað sigri með nokkurri fylgisaukn., er sýnir traust það, sem kjósendur bera til þeirra manna, sem í framboði voru fyrir flokkinn. Sjálfstæðisflokkur- inn nálgast það að eiga helming atkvæða á Suðurlandi, og sýnir það bezt, hvert álit kjósenda þar er á honum. En það sem mest er um vert eftir þessar kosningar er það, að á- fram skuli þjóðin eiga styrka og ábyrga stjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, sem ekki hleypur frá vandanum, þótt eitthvað kunni á að bjáta, eins og sumir gerðu fyrir nokkrum árum, heldur reyn- ir ótrauð að finna ráð til lausnar honum. Slík stjórn er það, sem ríkja þarf í landinu. S. J. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f. h. Simi 1847. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmannabraut 31, Kaupangl. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. Herbergi óskasl 1 eða 2 herbergi óskast til leigu. Upplýsingar í síma 1959. fMaw * liygli auglýsenda skal vakin á því, að næsta blaðr er síðasta blað Fylkis. sem út kemur, þar til í haust.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.