Fylkir


Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 23.06.1967, Blaðsíða 1
1 Máfgagn Sjálfstæðis? ffokksíns 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 23. júní 1967 22. tölublað Flugfélag Islands 30 ára Það þykir ekki tíðindum sæta á íslandi í dag, þótt flugvélar lendi á hinum ýmsu stöðum á landinu, og flytji sex til átta hundruð far- þega né heldur þykja það tíðindi þótt nokkur hundruð farþega fljúgi daglega milli íslands og ann arra landa. Miklu frekar þykir það fréttnæmt ef flugið af einhverj- um ástæðum tefst, farþegar eða vörur komast ekki til ákvörðunar- staðar á fyrirfram ákveðinni stundu. Fyrir þrjátíu árum hefði það þótt lélegur spámaður, sem spáð hefði því, að árig, 1066 flyttu ís- lenzkar flugvélar yfir 300 þúsund farþega innan lands og milli landa. Og trúlega hefði heldur ekki ver- ið tekið mark á þeim, sem hefðu sagt að árið 1967 myndu íslending- ar taka í notkun flugvél, sem flygi til Kaumannahafnar á rúmlega tveimur og hálfri klukkustund og yrði 15 mínútur milli Reykjavíkur og Akureyrar. Og það var einmitt á Akureyri sem ævintýrið byrjaði. Kannske væri réttara að segja að íslenzka flugævintýrið, því ævintýri er það líkast, hefði byrjað með tilkomu fyrsta íslenzka flugfélagsins, Flug- félags íslends, sem stofnað var ár ið 1919, mótast og þróast með starfsemi Flugfélags íslands 1928 -31 en orðið að veruleika með stofnun Flugfélags Akureyrar, nú- verandi Flugfélags íslands árið 1937. Svo sjálfsagt sem okkur finnst flugið í dag, og undarlegt að hugsa sér daglegt líf án þess, þá þótti fólki fyrir þrjátíu árum síðan und- arlegt að hugsa til þess að flugið sem lengi var sérgrein ofurhuga og ævintýramanna yrði hagkvæm- ur atvinnurekstur, sem jafnhliða því að standa undir sér fjárhags- lega, stórbætti alla aðstöðu þjóð- arinnar i landinu, bæði inn á við og eirínig varðandi samskipti við aðrar þjóðijr. Þessu sjónarmiði átti Agnar Kof- oed Hansen eftir að kynanst er hann árið 1936 kom heim frá flug- námi. í Reykjavík vildu menn ekki leggja fé í slíkt ævintýrafyrirtæki sem stofnun flugfélags var, enda kannske í fersku minni örlög Flug félagsins, sem varð að hætta starf- semi vegna kreppu og óhappa árið 1931. Á Akureyri tóku menn máli Agn ars betur og þar var félagið stofn- að af 15 hluthöfum hinn 3. júní 1937. Hlutafé var kr. 20 þúsund. Fyrstu stjórn skipuðu Vilhjálmur Þór þáverandi kaupfélagsstjóri, for maður Guðmundur Karl Péturs- son sjúkrahússlæknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri B. S. A. Svo var ráð fyrir gert að flug gæti hafizt síðsumars 1937, en vegna tregra samgangna við út- lönd og ýmissa erfiðleika , kom fyrsta flugvél félagsins til lands- ins í apríl árið eftir og var fyrst flogið til Akureyrar 2. maí. Fyrsta farþegaflug til Reykja- víkur var 4. maí og fyrsti farþeg- inn var Ingólfur Kristjánsson bóndi að Jódísarstöðum í Eyjafirði. Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika við flugreksturinn flaug flugvélin sem var eins hreyfils Waco sjóflug vél og bar einkenisstafina TF-ÖRN til margra staða þetta sumar og til áramóta voru fluttir 770 farþegar. Árið 1939 lét Agnar Kofoed-Hans en af störfum frá félaginu, en við tók Örn Ó. Johnson, sem þá gerð- ist eini flugmaður og forstjóri og síðartalda starfinu hefir hann gegnt síðan. Snemma árs 1940 var félagið end urskipulagt, hlutafé aukið og að- Framhald á 3. síðu Blaðakóngur Fylkis 1966- 1967 Af öllum þeim fjölmörgu sölu- börnum, sem selt hafa Fylki í vet- . ur, hefur Gísli Sigurgeirsson orð- ið hlutskarpastur og hlotið tignina Blaðakóngur Fylkis. Ekki höfum við neina örugga tölu yfir hve mörg blöð hann hefur ^selt í það heila, en þau munu vera orðin nokkuð mörg.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.