Fylkir


Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 3

Fylkir - 22.09.1967, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Samningar undirritaðir Framhald af 1. síðu. í aprílmánuði 1966 var málið komið á það stig að hið danska fyr irtæki óskaði eftir að fulltrúar frá bæjarstjórn ásamt ráðunautum kæmu út til Danmerkur til við- ræðna og athugunar á fyrirliggj- andi sýnishorni af leiðslunni, fram leiðslu hennar og möguleika á flutningi leiðslunnar til Vestmanna eyja með kapalskipi fyrirtækisins, sem þá var staðsett í Kaupmanna- höfn. Var í þessari ferð endanlega af- ráðið að N.K.T. réðist í framleiðslu á umræddri leiðslu, en fyrirtæk- ið taldi sig þá ekki tilbúið til að gera bindandi samning, þar sem enn væru nokkur tæknileg atr. er það taldi sig þurfa að ráða fram úr áður en slíkt væri gert. Eftir að núverandi bæjarstjórn tók við héldu viðræður áfram við N.K.T. og komst málið eins og fyrr segir á lokastig hinn 16. f.m., er samningar um leiðsluna voru und- irritaðir á skrifstofu bæjarstjóra með skilyrði um afhendingu næsta sumar. Samningsverð leiðslunnar varð endanlega danskar krónur 2.970. 000.00 og jafnframt haldið opnum möguleika fyrir samningi á annarri samskonar leiðslu, en d. kr. 400 þúsund ódýrari miðað við aðstæð- ur í dag miðað við að samningar um þá leiðslu yrðu gerðir ekki síð ar en árið 1970. Er þetta d. kr. 270 þúsund hærra verð en upphaflega var um talað og byggist að minnsta kosti að nokkru leyti á frekari kröfum sem gerðar hafa verið um stykleika leiðslunnar og er að því leyti ekk- ert við því að segja, þar sem grund vallaratriði er, að leiðslan verði eins sterk og varanleg og frekast er kostur á. Þegar eftir að núverandi meiri- hluti tók við völdum lýstu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn því yfir, að þeir myndu eft- ir beztu getu veita þessu máli á- framhaldandi stuðning og halda því utan við dægurþras bæjarmál- ana svo fremi að meirihlutinn héldi eðlilega á málinu og misnotaði ekki aðstöðu sína í því sambandi. Eg held að ekki verði annað sagt en að við höfum við þetta staðið, þrátt fyrir að verulega hafi reynt á þolrifin, þegar í upphafi er meiri hlutinn varð sér til minnkunar í viðræðunum við eigendur jarðar- innar Syðstu-Merkur, er pexað var dögum og vikum saman um mjög sanngjarna kröfu þeirra fyrir af- sali á vatnsréttindum í landi jarð- arinnar, sem að sjálfsögðu er und- irstöðuatriði og gerir vatnsveitu- framkvæmdirnar mögulegar. Á- ætlaður heildarkostnaður verksins er talinn vera um 100 milljónir kr. en rifrildið stóð um einar 25 þús- und krónur, og fór sú upphæð og meira til síðar í málskostnað er sætzt var á málið. En þetta er liðin saga og tjáir ekki um að tala. Aðalatriðið er að leiðslan verði lögð næsta sumar og reynist var- anleg svo hér í Vestmannaeyjum geti að þessu leyti talizt lífvænlegt ekki síður en annarsstaðar. Guðl. Gíslason. Bifreið lil sölu. Volkswagen bifreið til sölu. Upplýsingar í Skóvinnustofunni, Kirkjuvegi 15. Afhugið: Málningarvinna og bílasprautingar. Valgeir Sveinbjörnson. Simi 2083. Til sölu. 3 stk. milliveggjaplötur með eikar- spæni. Stærð, 1,22x3,50 m. Upplýsingar i síma 1200. TILKYNNIKG frá Bygginganefnd Vestmannaeyja: Samkvæmt nýrri byggingasamþykkt fyrir Vest- mannacyjar skulu meistarar, sem sjá um byggingafram- kvæmdir (húsasmiða- og múrarameistarar) hér eftir vera Iöggiltir af Bygginganefnd. Umsóknir um löggildingu skulu sendast Bygg- inganefnd fyrir 15. október 1967. Auglýsiug um löglaksúrskurð, Hinn 2. ágúst s.l. var af bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum kveðinn upp almennur lögtaksúrskurður fyr- ir ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum fyrir árið 1967 til bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Lögtök mega fara fram að liðnum átta dögum frá fyrstu birtingu þessarar auglýsingar. Útsvarsinnheimtan V estmannaey jum. Útgerðarmenn og netaverkstæði, Vestmannaeyjum. Sölumaður á bofnvörpum og botnvörpustykkjum og öðrum framleiðsluvörum Hampiðjunnar í Vestmannaeyj- um er Runólfur Runólfsson, útgerðarmaður, Bræðratungu. Vinsamlegast reynið viðskiptin. Sýnishorn á staðnum. Hf. HAMPIÐJAN Reykjavík. Atvinna! Stúlkur vantar á sjúkrahúsið. Upplýsingar gefur matráðskonan. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGH.MGHMGHMGHMG ,n u« 1 x o 2 IS/I Húsgagna- og gólfleppaverzlun Nnrinós Guðmundssondr Brimhólabraut 1. —- Sími 1200. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT: Nýjar gerðir af svefnherbergissettum. TEAK — EIK — GULLÁLMUR. Mjög glæsileg og falleg vara. Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála. 19 5 X 19 S X 19 X 19 2 X HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG I X I X £ O X I X £ Gí X 67

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.