Fylkir


Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Breyting til batnaðor Þegar Barnaskólinn hóf sitt starf í haust, var tek- in upp sú nýbreytni, að hefja starfið kl. 8 ó morgn- ana í stað 9, eins og tíðkaðist óður. Ilafði þetta í för með sér, að kennsla á laugardögum féll niður, eða sem sagt, að tekin var upp fimm daga vinnuvika í skólanum, eins og mjög er farið að ryðja sér til rúms, bæði hér á landi og erlendis. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti þessa fyrirkomulags, og upp- hófst nokkur úlfaþytur fyrir og eftir breytinguna vegna hennar. Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglýsingastjóri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Hdloferli í aðsigi! Meiri ætla eftirmálar Skerferð- arinnar frægu að verða, en búizt var við í upphafi. Hefur nú Dýra- ‘ verndunarfélag íslands skorið upp herör gegn ósóma þessum og látið til skarar skríða með málshöfðun á hendur þeim, sem að ferðinni stóðu. Hefur málið nú verið gert opinbert, og er fulltrúi lögreglu- stjóra hér í bæ með málið til rann- sóknar. Mun á næstunni fást úr því skorið, hverjar lyktir þess verða. Ekki eru menn almennt með á nótunum í máli þessu og afstöðu Dýraverndunarfélagsins í því, eða á hvaða grundvelli kært er. Munu ekki öll kurl komin til grafar, hvað það áhrærir og eins víst að eitthvað kunni að leynast í poka- horninu, þegar að verður gætt. Að athuguðu máli, verður manni á að hugsa, að ekki sé þetta með öiluí.'ólikt sjónvarpsmálinu fræga, sem dæmt var ekki fyrir löngu, og hrundið ákæru á þeim forsendum að rangir aðilar hefðu fjallað um málið. Tíminn á svo eftir að skera úr um það, hvort hér muni einn- ig verða sú raunin á. Svo er víst, að það mun verða fylgzt með þessu máli af athygli, hver svo sem endalok kunna að verða. Á sama tíma eru svo auglýst námskeið fyrir rjúpnaskyttur og þá væntanlega gæsaveiðara líka Þar virðist allt vera í lagi, og Dýraverndunarfélagið leggur sjálf- sagt blessun sína yfir þær veiðar. Svo er það líka önnur saga, ef bera ætti saman það fjármagn, er farið hefur til að kosta leitir að týndum og vegvilltum rjúpnaskytt um eða það, sem farið hefur til að kosta leit að Skerferðarmönn- um. í það minnsta er mér ókunn- ugt um, að þess hafi nokkurn tíma þurft. S. J. Óónægja í byrjun. Var ýmislegt tínt til, svo sem það, hversu óæskilegt það væri að láta sjö ára börn fara svo snemma í skólann. Aðrir fylltust úifúð út í kennarastéttina og töldu að þetta væru hlunnindi, sem þeir væru bunir að reikna sér án sam- þykkis yfirvalda. Og einna hiáleg ust af þeim aðfinnslum, sem boin- ar voru fram breytinguimi í ó- hag, var sú, hvað krakkarnir þyrftu að fara snemrna : rúmið, þegar þau ættu að vakna svona snemma, og vonlítið, að þau gætu hcrft á sjónvarp'.o til end.i, svo að vei færi. Fleira var og tínt til, seni ekki verður hér tilgre'mt. Þau yngri mæta eftir hódegi. Fyrir það fyrsta, skal það tek- ið fram, að yngstu bekkjardeild- irnar eru eftirmiðdagsbekkir, og mæta yfirleitt ekki fyrr en eftir hádegi, (með einni undantekningu þó). Yngsti aldursflokkurinn, sern mætir kl. átta að morgni, eru tíu ára deildir. Mó hver sem er deila um það, hvort hollt muni fyrir tíu ára börn og eldri að fara á fætur á þeim tíma, ég fæ ekki séð. að slíkt sé neitt aftakamál. Enda er sagt, að gott sé að byrja daginn snemma, og því þá ekki að gera alvöru úr því, og láta ekki sitja við orðin tóm í þeim efnum. Ann að, sem þessi breyting hafði í för með sér, var, að morgunbekkirn- ir losnuðu að mestu leyti við hið hvimleiða ráp upp í skóla ef'.ir há- degið, sem var óumflýjanlegt, þeg- ar byrjað var kl. níu. Me.ð þessu nvtist dagurinn betur, og ferðir mjlli skóla og heimilis verða fæiri. Hlunnindi eáur ei? Varðandi hlunnindi kennaranna af breytingunni er rétt að taka fram, að þau eru engin miðað við vinnutíma. Kennarar skila sínum vinnutíma alveg jafnt og áður. Breytingin er sú, að þeir mæta klukkutíma fyrr til starfs á morgn- ana, og vinna jafnframt hálftíma lengur á daginn en áður var. Ástæðan fyrir þessari lengingu daglega er sú, að fleiri frímínút- ur bætast við en áður voru. Má svo hver sem vill reikna út, hve mikið vinnudagurinn hafi stytzt við breytinguna. Fyrir þá þrjá klukkutíma, sem unnizt hafa upp við það að laugardeginum var sleppt, bætast við sjö og hálfur tími yfir hina fimm dagana eða um fjórir tímar, sem kennarinn er lengur í skólanum, en ella, hefði breytingin ekki átt sér stað. ).'*■' ’ S i ! Frímínútur. Eins og áður er sagt, eru það frímínúturnar, sem þarna koma inn í og valda mestu um þessa lengingu. .Með gamla fyrirkomu- laginu voru aðeins einar frímínútur sitt hvoru megin við hádegi, 15 mínútur í senn, og tvær kennslu- stundir samliggjandi án frímín- útna. Það hefur nú breytzt, og eru nú frímínútur þrisvar að morgn- rramhald á 3. síðu Veiztu þetta? Þá er komið að þriðja og síðasta þættinum í Verð- launasamkeppninni, sem hófst í næst síðasta blaði. Svörin skal senda fyrir næsta fimmtudag, merkt: BLAÐIÐ FYLKIR, VESTMANNAEYJUM. Á fimmtudag verður dregið úr réttum lausnum og verða veitt þrenn bókaverðlaun eins og áður hefur ver- ið skýrt frá. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, en bent skal á, að verðlaunin eru sniðin við hæfi barna og unglinga. Þar sem búast má við, að ekki hafi allir safnað saman getraunaseðlunum úr síðustu tveimur blöðum, birt- um við hér aftur þær spurningar, sem þá birtust að við- bættri þriðju spurningunni, og nægir að svara þeim. á mið- ann, sem hér fylgir með. Fyrsta spurningin var: Hvað hét fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja fullu nafni og hvar bjó hann? Önnur spurningin var svohljóðandi: Hvaða hörmungaratburður gerðist hér í Eyjum árið 1627? Og þriðja spurningin er: Frá hvaða landi voru beir, sem Vestmannaeyjar bera nafn af, (Vestmenn)? Svör við verðlaunagetraun Fylkis. 1. ---------------------------------------- 2. ---------------------------------------- 3. ______________________________________ Nafn ...................................... Heimili ..... Sími

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.