Fylkir


Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 4
NEÐAN 9 Veðráttan: Það hefur verið hálfgerð ótíð þessa vikuna. Bát- arnir komust að vísu út mánudag og þriöjudag, en síðan ekki söguna meir. Það er í sannleika undarlegt hvað norðaustan áttin getur verið strembin til hafsins, eins og manni finnst oft á tíðum skaplegasta veð- ur í landi. En svona er þetta. Línubátarnir: Þeir verða ekki feitir af útgerðinni, sem gera út á línu á þessu hausti. Segja má að vísu að fiskiríið sé eftir atvikum, þegar róið er en róðrarnir eru bara svo fáir. Þessi norðaustan þembing ur setur alveg loku fyrir að hægt sé að róa á djúpmiðin, annarsstað- ar er ekki fiskvon. Það sem af er viku hefur aðeins verið róið á mánudag og þriðjudag, og þá var aflinn 3-7 tonn, mest hjá Sveini á Sæborgu á þriðjudag 7 tonn eða aðeins liðlega það. Xrollbátarnir: Það er dauft yfir hjá trollbátunum. Varla viðbragð hjá neinum. Enda að vonum. Ekk ert næði austur um og þar er helzt fisk að fá. SíIdin:Eftir að fréttist af síld- inni í Jökuldjúpinu, drifu nokkrir Eyjabátar sig á stað þangað vestur. Kristbjörg, Ófeigur II., Kópur, Gjaf ar og Ófeigur III. Allir munu þeir hafa fengið síld. En ekki veit nán- ara um afla. Fréttir eru óljósar þarna að vestan. Fyrsta síldin á þessu hausti barst hingað á laugardag. Krist- björg fékk 250 tunnur í Breiða- merkurdjúpi. Auðunn kom svo á þriðjudag með 430 tunnur. Síldin úr þessum bátum var fryst til beitu og kom aldeilis í góðar þarfir, þar sem heita mátti að beitulaust væi orðið með öllu. Er nú líklegt að nægileg beita sé til út þennan mán uð a.m.k. Sumarvertíðin: Eg var að gera mér grein fyrir hvernig sumarver- tíðin hefði „komið út” með því að taka upp hvað mikinn bolfiskafla hraðfrystihúsin hefðu tekið á móti í sumar og haust eða nánar tiltek- ið frá 15. maí til síðustu mánaðar- móta. Kom þá í ljós að aflinn er mun meiri heldur en í fyrra. Töl- urnar í svigum eru frá 1966. Hraðfrystistöðin er með 1535 tonn (711). Vinnslustöðin 3655 tonn (2033). ísfélagið 2304 tonn (1049). Fiskiðjan h.f. 2465 tonn (1539). Af þessu sést að þessi 4 hrað- frystihús hafa fyrrgreint tímabil tekið á móti 9959 tonnum á móti 5332 tonnum sama tímabil á fyrra ári. Og í framhaldi af þessu er rétt að láta fylgja skiptingu vertíðar- SJÓ Aðolfnndur Þórs. Aðalfundur íþróttafélagsin Þórs verður haldinn í Akó- I ges-húsinu, sunnudaginn 12. nóvember nk. kl. 3 e.h. \ DAGSKRÁ: J Venjuleg aðalfundarstörf. | STJÓRNIN. Biíreiðaeigendur! alhugið: Höfum á lager eða getum útvegað með stuttum fyrirvara allar stærðir af snjóhjólbörðum. Athugið verð og gæði. Ennfremur neglum við snjódekk. Fljót og góð vinna. Reynið viðskiptin. SHELL SMURT ER VEL SMURT. BÍLÁÞJÓNUSTA VEST MAN N AEYJA við Græðisbraut. Sími 2132. Iréverk s. f. auglýsir: Barnafatahengin komin, fjögra og sex hanka, einnig skógrindur í for- stofur, 65 og 95 cm. lang- ar. Tréverk s. f. Flötum 18, sími 2228. aflans hér í Eyjum 1967 eftir veið- arfærum. Lína 8,1%, net 36,4%, nót 13%, handfæri 1,6%, og botn- varpa 40,9%. Viðbúnaður: Allar stöðvarnar eru nú tilbúnar til þess að taka á móti síld til frystingar og í salt. Bíða nú allir í ofvæni. Á svipuðum tíma í fyrra var talsvert magn komið af síld hingað. Láti síldin ekki sjá sig, er víst að mörgum bregður við hvað tekjur áhrærir. En við sjáum hvað setur, það er bezt að vera bjartsýnn og vona það bezta. Bj. Guðm. Til sölu! 3 stk. milliveggjaplötur með eikar- spæni. Stærð, 1,22x2,50 m. Upplýsingar í síma 1606. Dömur! Munið háreyðingarnar og háreyðingalyfin NOIIAIR og HAIRSTOP sem aðeins fást hjá SNYRTISTOFAN Landagötu 21. Sími 1149. Bæjarritari: Um bæjarritarastarfið, sem ný- lega var auglýst til umsóknar hafa sótt sex menn, þeir Hermann Jóns son c/o bæjarfógeta, Magnús Jó- hannsson, skáld frá Hafnarnesi, Sigurgeir Scheving, kaupmaður, Magnús Jónasson, hafnargjaldkeri, Jón Kr. Óskarsson, símritari, Gunn laugur Björnsson, skipstjóri. Ekki er vitað hvenær starfið verður veitt. osjar: Landakirkja. Messað nk. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Þorsteinn L. Jónsson predik- ar. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Betel. Almenn samkoma n.k. sunnu- dag kl. 4,30 e.h. Sunnudagaskóli kl. 1 e.h. Frá Sauðfjáreigendafélaginu. Um næstu helgi er væntanlegur til Eyja hr. Árni Pétursson búfjár- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands. Ætlun hans er að halda hér hrútasýningu. í Eyjum munu vera 10-20 veturgamlir hrútar eða eldri. Allir hrútaeigendur eru hvattir til að koma með hrúta sína undir dóm búfjárræktarráðunaut- arins. Sýningin mun verða haldin að Dyrhólum, Hásteinsvegi 15. Dag ur og tími mun verða ákveðin eft- ir komu Árna Péturssonar. Ennfremur skal þess getið að Hrútarétt verður smöluð nk. laug- ardag, 4. nóvember. Allir fjáreig- endur mæti við gatnamót Skóla- vegar og Hásteinsvegar kl. 9 f.h. Þar verður tilkynnt um leitir og réttarstæði. Hleypt á hjá A-Landeyingum. Svo sem kunnugt er fá A-Land- eyingar vatn frá Vatnsveitu Vest- mannaeyja. Var þar um gerður samningur á sínum tíma. Verkið uppi á fastalandiu er það langt komið að hægt er að hleypa vatni í leiðsluna er liggur í Austur-Land eyjarnar. Stendur til að gera þetta í dag. Af því tilefni fóru héðan til þess að vera við athöfnina, Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, Sigur- geir Kristjánsson, forseti bæjar- stjórnar og Gunnar Sigurmundsson prentsmiðjustjóri. í fylgd með þeim verða ýmsir fyrirmenn úr Reykjavík sjónvarpsmenn og blaða menn. Hreppstjóri A-Landeyinga mun í þessu tilefni efna til mann- fagnaðar. Frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Eygló: Föndurnámskeið félagsins hefj- ast 7. nóvember kl. 20,30 í Sam- komuhúsinu. Árshátið Sjálfstæðisfélaganna: Eins og venja er héldu Sjálfstæð- isfélögin árshátið sína fyrsta vetr- ardag. Var þarna margt manna svo sem venja er. Hátíðina setti Jóhann . Friðfinnsson, formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Undir 'borðhaldi flutti Guðlaug- ur Gíslason, alþm., ávarp. Síðan flutti Ómar Ragnarsson skemmti- þátt og að lokum var dansað. Fór skemmtun þessi hið bezta fram og var öllum er sóttu, til óblandinnar ánægju og þeim er að stóðu til sóma.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.