Fylkir


Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 2
2 FYLKIR 'Si Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Sigurgeir Jónsson Sími 1920 Auglý singast j óri: Bragi Ólafsson, sími 2009 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Umdeildir verzlunarhæt tir Fátt hefur vakið meiri athygli manna undanfarið, en málavafstur sá, er spunnizt hefur upp vegna aðgerða verzlunarinnar Hagkaups í Reykjavík. Sem kunnugt er hef- ur úlfúð ríkt milli smásölukaup- manna í Reykjavík og þessa fyrir- tækis, síðan það komst á laggirnar. Ástæðan er sú, að fyrirtækið hef- ur selt sinn varning út á mun lægra verði en aðrar verzlanir, og hefur því mörgum þótt akkur í að verz.a við það. Hefur það því að sjálfsögðu dregið úr verzlun við önnur fyrirtæki, sem verzla með ámóta varning og Hagkaup hefur að mestu höndlað með. Nú fyrir skömmu hugðist fyr- irtækið færa út kvíarnar í rekstr- inum með matvöruverzlun, en þá settu kaupmenn heildsölum stólinn fyrir dyrnar og sögðust ekki mundu eiga fleiri viðskipti við þá heild- sala, sem seldu Hagkaupum vöru sína, heldur snúa sér annað. Af þessu spannst það, að heildsalar sáu sig til neydda að synja Hag- kaupum um aðstoð við vöruinn- flutning. ,Mun fyrirtækið nú hafa í hyggju að hefja einnig innflutn- ing jafnframt því, sem smásalan mun halda áfram, til að koma þess um áformum sínum áfram. Hefur forstjórinn jafnvel látið í það skína að hann hygðist leita til almenn- ings með fjársöfnun vegna þessa. Að sjálfsögðu eru til tvær hlið- ar á máli þessu eins og öðrum. Til þessa hefur fyrirtækið getað selt sínar vörur lægra verði, vegna þess að minna hefur verið hugsað um að vanda aðbúnað í verzlunum en yfirleitt tíðkast. Einnig hefur það komið til greina að innkaup hafa verið gerð í ríkari mæli en yfirleitt hjá verzlunum, þannig að hagstæðari kjör hafa verið til boða og þá mun álagning hafa verið Almenn stjórnmdlaólyktun i II. S. - þings * Ungir Sjálfstæðismenn telja, að nú sem fyrr sé það grundvallar- atriði í íslenzkum stjórnmálum, að einstaklingarnir og samtök þeirra, hafi eðlilegt svigrúm til athafna, svo að framtak og þróttur borgaranna lái sem bezt notið sín heildinni til heilla. Þjóðinni hefur jafnan vegnað hezt og atvinnulíf hennar, menning og framkvæmdir allar verið með mestum blóma, þegar borgararnir sjálfir hafa haft sem mest frelsi til orða og athafna. * Þessa grundvallarstefnu verður jafnan að hafa að Ieiðarljósi, þegar glímt er við vandamál líðandi stundar. * Lýst er yfir stuðningi við stjórnarsamstarfið og stjórnarstefnuna, en hún hefur á starfstímabili núverandi stjórnar leitt af sér örari fram- farir og uppbyggingu, samfara betri lífskjörum en nokkru sinni fyrr. Öðrum verður ekki betur treyst til þess að leysa þann vanda, sem nú steðjar að efnahag landsins. * Stjórnarsamstarfið má þó ekki verða til þess, að gengið sé í ber- liögg við grundvallaratriði Sjálfstæðisstefnunnar. 1. TRAUSTARI GRUNDVÖLLUR EFNAHAGSLÍFSINS. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — sjávarútvegur verður um langa framtíð megin atvinnuvegur þjóð arinnar. — verðfall sjávarafurða og lokun markaða fyrir útflutningsvörur — hættur þær, sem stafa af ein- hæfum avinnuvegum, — sala raforku til álbræðslu gerði stórvirkjun við Búrfell fram- kvæmanlega, — miklar orkulindir landsins eru enn ónýttar. og álykta: minni hjá kaupmanninum sjálfum en hjá kollegum hans, þannig að vöruverðið hefur haldizt niðri af þeim sökum. íslenzkir kaupmenn verða að gera sér það ljóst, að þeir eru til orðnir neytandans vegna, en ekki neytandinn þeirra vegna. Ef einn kaupmaður sér sér hagkvæmd í því að halda vöruverði lægra en annar þá hann um það. Slíkt er í þágu þeirra, sem við hann eiga viðskipti, auk þess sem það kemur kaupmanninum sjálfum til góða, eins og hefur sýnt sig. Erlendis eru þessir viðskiptahætt ir mjög tíðkaðir, og sér enginn neitt athugavert við þá, nema síður sé. Á hinn bóginn er ekkert athuga- vert við það, þótt einstaka verzl- anir, sem hafa sérhæft sig í sölu ákveðins varnings stilli vöruverði sínu hærra en mun tíðkast, enda mun þar oftast um vandaða vöru óg jáfnvel í sérflokki að ræða, svo að eðlilegt verður að teljast, að þar sé hærra vöruverð. En þegar kaupmaður og neytend ur sjá sér báðir hag í því að hafa vöruverðið sem lægst, hlýtur um rétt m'ál að vera að ræða. S. J. — að forðast beri þær sveiflur, sem einkennt hafa íslenzkt efnhags- líf vegna stopuls sjávarafla og örðugra markaðsstöðu, t.d. með myndun varasjóðs í góðæri til þess að jafna afkomuna frá ári til árs. — að vinna beri að aukinni fram- leiðni og hagræðingu m.a. með stækkun rekstrareininga. — að treysta beri efnahagsgrund- völlinn með frekari uppbyggingu stóriðju í landinu í samvinnu við erlent fjármagn, enda verði þess gætt að það verði með þeim kjör ur, sem aðgengileg eru fyrir ís- lendinga. 2. ÍSLENZKUR IÐNAÐUR. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — aukningu innflutnings iðnaðar- vara, sem hefur þrengt hag ís- lenzks iðnaðar, — lækkun tolla á vélum og hráefni til iðnaðar, — stórfellda útlánaukningu Iðnlána sjóðs og rýmkun á starfssviði sjóðsins, og álykta: — að enda þótt heilbrigð samkeppni íslenzks iðnaðar við innfluttar iðnaðarvörur sé sjálfsögð, verði að tryggja það að kjör þau, sem íslenzkum iðnaði eru búin, veiti honum samkeppnisaðstöðu, — að hagræðing innan iðnaðarins og framleiðni verði aukin, — að mat á innlendum og erlend- um tilboðum í iðnaðarvörur eða iðnaðarverk kæmi til greina að settar verði fastar reglur um, að íslenzk tilboð, sem gengið er að, geti verið nokkru hærri en er- lend. 3. LANDBÚNAÐUR. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — miklar framfarir í landbúnaði undanfarin ár, — nauðsyn þess að í landinu verði framleiddar sem flestar landbún- aðarvörur fyrir innanlandsmark- að, og álykta: — að stefna beri að því að landbún aður geti orðið sem arðvænlegust atvinnugrein, m.a. með stækkun búa, — að varasamt sé að framleiða þær landbúnaðarvörur til útflutnings, sem greiða þarf niður af al- mannafé, — að reynt verði að gera landbún- aðarframleiðsluna sem fjölbreytt asta til að mæta óskum neytenda m.a með blöndun erlendra bú- fjárstofna við innlenda til bættr- ar kjötframleiðslu, —að spornað verði gegn offram- leiðslu á einstökum landbúnaðar vörum, — að dregið verði úr einokunar- sölu á ýmsum landbúnaðarvör- um. Framhald síðar. Einbýlishús fil leigu. Upplýsingar í síma 1865 eða 1824. ~ i iiiim » BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmariuabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema Iaugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. vw»>wwi>w\wa Álþýðuhúsið! Dansleikiur á laugardags- kvöld kl. 9. Logar leika. Borðapantanir milli kl. 3 og 5 Síminn er 1537. TÝR

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.